Á sandi byggði heimskur maður hús Hulda Ásgeirsdóttir skrifar 11. september 2022 18:02 Það sem einkennir gjarnan okkar ágæta samfélag er að málin eru oft leyst með skammtalækningum í stað þess að hugsa til framtíðar. Núna, sem fyrr koma foreldrar og mótmæla stöðunni í leikskólamálum hjá borginni vegna þess að börn þeirra komast ekki inn í skólana. Ásmundur Einar Daðason ráðherra barnamála fer nú af stað með hugmyndir um nýja reglugerð í þeim tilgangi að fjölga börnum inn í leikskólana. Mun það leysa vandann? Ég hef starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg í tuttugu ár og verið heppin með mannauð, stór hluti míns fólks hefur starfað með mér í þessi tuttugu ár. Mér finnst alltaf gaman að koma til vinnu vegna þess að ég er umvafin góðu fólki bæði smáu og stóru. Starf mitt er bæði krefjandi og skapandi. Stjórnendur í mínum húsum hafa sniðið sér stakk eftir vexti, hvert einasta haust í þau tuttugu ár sem við höfum starfað saman. Það er vel, vegna þess að skólastarf á að vera í sífelldri þróun. Þessi misserin fer stór hluti okkar vinnu í að fylla í göt vinnustyttingar. Vinnustytting er frábær búbót fyrir kennara og starfsfólk í því ljósi að flestir stytta vinnuvikuna um hálfan vinnudag. Á meðan stytta börnin hins vegar ekki sinn vinnutíma þar sem skólarnir eru opnir frá kl. 7.30 til 16.30 alla virka daga og hefur nýtingin aldrei verið meiri. Það sér hver maður að dæmið getur ekki gengið upp einfaldlega vegna þess að um var samið að vinnustyttingin ætti ekki að kosta neitt! Með því að fjölga börnum inn á hverja stofnun ofan á það álag sem fyrir er, er einfaldlega verið að eyðileggja kerfið, sem er í grunninn gott og mun starfsfólki inn í leikskólana frekar fækka en fjölga með slíkum gjörningi. Kerfið okkar er kostnaðarsamt og það á að vera dýrt, börnin okkar eiga það skilið. Börnin okkar eiga skilið gæði umfram magn og ómælda virðingu samfélagsins. Þegar maður byggir hús, þá er mikilvægast af öllu að grunnurinn sé styrkur og öruggur. Börnin okkar eru þessi grunnur og ef þeim er ekki sinnt af virðingu og alúð þá mun sá grunnur ekki halda veðri og vindum. Leikskólamálin eru búin að vera alltof lengi í sama farinu hvað þetta varðar, það eru engin geimvísindi. Best væri að lengja fæðingarorlofið eins og Haraldur F. Gíslason formaður Félags leikskólakennara bendir á. „Það er skynsamlegra og betra fyrir börn að lengja fæðingarorlofið til 18 mánaða aldurs og síðan myndi dvalartími barna lengjast í áföngum eftir því sem þau eldast eða fram að tveggja ára aldri. Þá gæti fæðingarorlofskerfið og leikskólakerfið talað saman. Á þessu 6 mánaða tímabili kæmu börn inn hægt og rólega þar til að leikskólinn tæki alveg við af fæðingarorlofskerfinu. Sú framtíðarstefna sem sveitarfélög og ríki hafa í leikskólamálum er ekki að ganga upp. Einbeittur vilji allra sveitarfélaga að stækka kerfið og það á ofurhraða er ekki að auka gæði leikskólanáms né bæta starfsaðstæður barna og kennara í leikskólum. Það þarf að hugleiða þann þátt að leikskólarnir skuli taka við sífellt yngri börnum. Það á sinn þátt í ofvexti leikskólastigsins og gögn sýna berlega að leikskólarnir eru alls ekki í stakk búnir fyrir þessa viðbót. Það er ábyrgðarhlutur að láta grunnkerfi samfélags vaxa umfram efni og gæði. Sú ábyrgð liggur á herðum allra sveitarfélaga landsins og ríkið getur ekki heldur skorast undan ábyrgð. Það verður að finna jafnvægi á milli fjölgunar leikskólabarna og -kennara“. Það þarf að búa börnunum öryggi og festu þegar þau koma í leikskólann með því að hlúa vel að starfsfólkinu en ekki að hlaða á það of miklu álagi. Ánægt og ástríðufullt starfsfólk er auður ekki bara fyrir börnin heldur samfélagið allt. Og það kostar! Höfundur er leikskólastjóri í leikskólanum Tjörn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það sem einkennir gjarnan okkar ágæta samfélag er að málin eru oft leyst með skammtalækningum í stað þess að hugsa til framtíðar. Núna, sem fyrr koma foreldrar og mótmæla stöðunni í leikskólamálum hjá borginni vegna þess að börn þeirra komast ekki inn í skólana. Ásmundur Einar Daðason ráðherra barnamála fer nú af stað með hugmyndir um nýja reglugerð í þeim tilgangi að fjölga börnum inn í leikskólana. Mun það leysa vandann? Ég hef starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg í tuttugu ár og verið heppin með mannauð, stór hluti míns fólks hefur starfað með mér í þessi tuttugu ár. Mér finnst alltaf gaman að koma til vinnu vegna þess að ég er umvafin góðu fólki bæði smáu og stóru. Starf mitt er bæði krefjandi og skapandi. Stjórnendur í mínum húsum hafa sniðið sér stakk eftir vexti, hvert einasta haust í þau tuttugu ár sem við höfum starfað saman. Það er vel, vegna þess að skólastarf á að vera í sífelldri þróun. Þessi misserin fer stór hluti okkar vinnu í að fylla í göt vinnustyttingar. Vinnustytting er frábær búbót fyrir kennara og starfsfólk í því ljósi að flestir stytta vinnuvikuna um hálfan vinnudag. Á meðan stytta börnin hins vegar ekki sinn vinnutíma þar sem skólarnir eru opnir frá kl. 7.30 til 16.30 alla virka daga og hefur nýtingin aldrei verið meiri. Það sér hver maður að dæmið getur ekki gengið upp einfaldlega vegna þess að um var samið að vinnustyttingin ætti ekki að kosta neitt! Með því að fjölga börnum inn á hverja stofnun ofan á það álag sem fyrir er, er einfaldlega verið að eyðileggja kerfið, sem er í grunninn gott og mun starfsfólki inn í leikskólana frekar fækka en fjölga með slíkum gjörningi. Kerfið okkar er kostnaðarsamt og það á að vera dýrt, börnin okkar eiga það skilið. Börnin okkar eiga skilið gæði umfram magn og ómælda virðingu samfélagsins. Þegar maður byggir hús, þá er mikilvægast af öllu að grunnurinn sé styrkur og öruggur. Börnin okkar eru þessi grunnur og ef þeim er ekki sinnt af virðingu og alúð þá mun sá grunnur ekki halda veðri og vindum. Leikskólamálin eru búin að vera alltof lengi í sama farinu hvað þetta varðar, það eru engin geimvísindi. Best væri að lengja fæðingarorlofið eins og Haraldur F. Gíslason formaður Félags leikskólakennara bendir á. „Það er skynsamlegra og betra fyrir börn að lengja fæðingarorlofið til 18 mánaða aldurs og síðan myndi dvalartími barna lengjast í áföngum eftir því sem þau eldast eða fram að tveggja ára aldri. Þá gæti fæðingarorlofskerfið og leikskólakerfið talað saman. Á þessu 6 mánaða tímabili kæmu börn inn hægt og rólega þar til að leikskólinn tæki alveg við af fæðingarorlofskerfinu. Sú framtíðarstefna sem sveitarfélög og ríki hafa í leikskólamálum er ekki að ganga upp. Einbeittur vilji allra sveitarfélaga að stækka kerfið og það á ofurhraða er ekki að auka gæði leikskólanáms né bæta starfsaðstæður barna og kennara í leikskólum. Það þarf að hugleiða þann þátt að leikskólarnir skuli taka við sífellt yngri börnum. Það á sinn þátt í ofvexti leikskólastigsins og gögn sýna berlega að leikskólarnir eru alls ekki í stakk búnir fyrir þessa viðbót. Það er ábyrgðarhlutur að láta grunnkerfi samfélags vaxa umfram efni og gæði. Sú ábyrgð liggur á herðum allra sveitarfélaga landsins og ríkið getur ekki heldur skorast undan ábyrgð. Það verður að finna jafnvægi á milli fjölgunar leikskólabarna og -kennara“. Það þarf að búa börnunum öryggi og festu þegar þau koma í leikskólann með því að hlúa vel að starfsfólkinu en ekki að hlaða á það of miklu álagi. Ánægt og ástríðufullt starfsfólk er auður ekki bara fyrir börnin heldur samfélagið allt. Og það kostar! Höfundur er leikskólastjóri í leikskólanum Tjörn.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar