Tímabært að lengja fæðingarorlof Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 29. september 2022 11:30 Samfélag sem vill hlúa vel að börnum og foreldrum gerir sennilega einna mesta gagn með því að halda vel utan um barnafjölskyldur á fyrstu árum í lífi barna. Þegar börnin eru lítil, foreldrarnir yngri, fjárhagur oft viðkvæmari og álagið hvað mest. Umræðan um hvernig á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla er áratugagömul. Það segir okkur auðvitað að verkefnið er stórt en um leið að lausnirnar þurfa að vera fleiri en ein. Lítið er rætt um að gefa foreldrum tækifæri á að vera fæðingarorlofi lengur en í 12 mánuði. Þeir foreldrar sem vilja fengju þá raunverulegt tækifæri á að vera lengur heima. Lengra fæðingarorlof fyrir þá foreldra sem vilja Þegar rúm 20 ár eru frá því að lög um fæðingar- og foreldraorlof voru sett þarf að rifja upp hver hugmyndafræðin var að baki lagasetningunni. Það fennir nefnilega hratt í sporin. Pabbar fengu þá í fyrsta sinn sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs sem fól í sér mikilvæga viðurkenningu á hlutverki og rétti þeirra. Það veitti feðrum mikilvægan rétt til samveru með ungum börnum sínum og styrkti um leið stöðu mæðra ungra barna á vinnumarkaði. Á þessum tíma tók löggjöfin hins vegar ekki tillit til fjölskyldna þar sem foreldar voru af sama kyni, sem er ótrúleg tilhugsun í dag. Einstaklingsbundinn réttur Norðurlöndin færðu síðan foreldrum 12 mánaða fæðingarorlof á meðan Ísland rak lengi lestina með aðeins 9 mánuði. Í Svíþjóð er fæðingarorlof núna16 mánuðir og markmiðið ætti að vera að foreldrar geti tekið lengra fæðingarorlof og að fjölskyldur fái þann aukna stuðning sem felst í lengra orlofi. Foreldrar verða hins vegar að geta tekið fæðingarorlof án þess að tekjutap verði þeim ofviða og þeir þurfi ekki að láta hluta fæðingarorlofs niður falla þegar vilji stendur til að vera í orlofi. Að hækka tekjuþakið er þess vegna skynsamlegt og myndi auk þess styðja við jafnréttismarkmið frumvarpsins. Forsenda fæðingarorlofslaganna á sínum tíma var að réttur til fæðingarorlofs er einstaklingsbundinn réttur. Að barn, sem á tvo foreldra, eigi rétt til samvista við þá báða á fyrstu mánuðum lífs. Ef við viljum halda í markmið um að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði þá skiptir máli að karlar séu ekki síður en konur líklegir til að taka fæðingarorlof. Það er líka grundvallaratriði að lögin koma núna til móts við einstæða foreldra þannig að forsjárforeldri getur fengið fullt fæðingarorlof. Fjölskyldumál eru pólitík Ísland trónir efst á lista World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Að baki þeim árangri er barátta. Sú barátta leiddi til framsækinna laga; fæðingarorlofslög skipta miklu í því sambandi en önnur þýðingarmikil skref voru t.d. lög um jafnlaunavottun, lög um kynjakvóta í stjórnum o.fl. Við búum í samfélagi sem skilur að aðgengilegur leikskóli er bæði gríðarlegt hagsmunamál barnafjölskyldna en um leið stórt jafnréttismál. Og það ætti ekki að þurfa að líta á það sem geimvísindi hversu illa gengur að ráða starfsfólk í leikskólana. Ástæðan er einfaldlega lök kjör kvennastétta. Ef brúa á bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla þarf framsækna hugsun en ekki bara um hagsmuni barnafjölskyldna heldur líka um kjör kvennastétta. Fyrir því hefur Viðreisn talað og lagt fram tillögur á Alþingi um þjóðarátak un bætt kjör kvennastétta. Það var litið til Íslands Ísands fyrir framsækna löggjöf þegar fæðingarorlofslögin voru sett fyrir rúmum tveimur áratugum. Nú er tímabært að taka næsta skref og lengja fæðingarorlof. Það er hægt að gera í skrefum, fyrst í 14 mánuði, svo 16 mánuði og jafnvel loks í 18 mánuði fyrir þá foreldra sem það vilja. Fá verkefni eru mikilvægari en að skapa barnafjölskyldum góða umgjörð eftir að hafa eignast barn. Það er verkefni sem ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman. Og um það eigum við öll að sameinast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Greinin hefur verið uppfærð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Fæðingarorlof Börn og uppeldi Alþingi Félagsmál Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Sjá meira
Samfélag sem vill hlúa vel að börnum og foreldrum gerir sennilega einna mesta gagn með því að halda vel utan um barnafjölskyldur á fyrstu árum í lífi barna. Þegar börnin eru lítil, foreldrarnir yngri, fjárhagur oft viðkvæmari og álagið hvað mest. Umræðan um hvernig á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla er áratugagömul. Það segir okkur auðvitað að verkefnið er stórt en um leið að lausnirnar þurfa að vera fleiri en ein. Lítið er rætt um að gefa foreldrum tækifæri á að vera fæðingarorlofi lengur en í 12 mánuði. Þeir foreldrar sem vilja fengju þá raunverulegt tækifæri á að vera lengur heima. Lengra fæðingarorlof fyrir þá foreldra sem vilja Þegar rúm 20 ár eru frá því að lög um fæðingar- og foreldraorlof voru sett þarf að rifja upp hver hugmyndafræðin var að baki lagasetningunni. Það fennir nefnilega hratt í sporin. Pabbar fengu þá í fyrsta sinn sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs sem fól í sér mikilvæga viðurkenningu á hlutverki og rétti þeirra. Það veitti feðrum mikilvægan rétt til samveru með ungum börnum sínum og styrkti um leið stöðu mæðra ungra barna á vinnumarkaði. Á þessum tíma tók löggjöfin hins vegar ekki tillit til fjölskyldna þar sem foreldar voru af sama kyni, sem er ótrúleg tilhugsun í dag. Einstaklingsbundinn réttur Norðurlöndin færðu síðan foreldrum 12 mánaða fæðingarorlof á meðan Ísland rak lengi lestina með aðeins 9 mánuði. Í Svíþjóð er fæðingarorlof núna16 mánuðir og markmiðið ætti að vera að foreldrar geti tekið lengra fæðingarorlof og að fjölskyldur fái þann aukna stuðning sem felst í lengra orlofi. Foreldrar verða hins vegar að geta tekið fæðingarorlof án þess að tekjutap verði þeim ofviða og þeir þurfi ekki að láta hluta fæðingarorlofs niður falla þegar vilji stendur til að vera í orlofi. Að hækka tekjuþakið er þess vegna skynsamlegt og myndi auk þess styðja við jafnréttismarkmið frumvarpsins. Forsenda fæðingarorlofslaganna á sínum tíma var að réttur til fæðingarorlofs er einstaklingsbundinn réttur. Að barn, sem á tvo foreldra, eigi rétt til samvista við þá báða á fyrstu mánuðum lífs. Ef við viljum halda í markmið um að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði þá skiptir máli að karlar séu ekki síður en konur líklegir til að taka fæðingarorlof. Það er líka grundvallaratriði að lögin koma núna til móts við einstæða foreldra þannig að forsjárforeldri getur fengið fullt fæðingarorlof. Fjölskyldumál eru pólitík Ísland trónir efst á lista World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Að baki þeim árangri er barátta. Sú barátta leiddi til framsækinna laga; fæðingarorlofslög skipta miklu í því sambandi en önnur þýðingarmikil skref voru t.d. lög um jafnlaunavottun, lög um kynjakvóta í stjórnum o.fl. Við búum í samfélagi sem skilur að aðgengilegur leikskóli er bæði gríðarlegt hagsmunamál barnafjölskyldna en um leið stórt jafnréttismál. Og það ætti ekki að þurfa að líta á það sem geimvísindi hversu illa gengur að ráða starfsfólk í leikskólana. Ástæðan er einfaldlega lök kjör kvennastétta. Ef brúa á bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla þarf framsækna hugsun en ekki bara um hagsmuni barnafjölskyldna heldur líka um kjör kvennastétta. Fyrir því hefur Viðreisn talað og lagt fram tillögur á Alþingi um þjóðarátak un bætt kjör kvennastétta. Það var litið til Íslands Ísands fyrir framsækna löggjöf þegar fæðingarorlofslögin voru sett fyrir rúmum tveimur áratugum. Nú er tímabært að taka næsta skref og lengja fæðingarorlof. Það er hægt að gera í skrefum, fyrst í 14 mánuði, svo 16 mánuði og jafnvel loks í 18 mánuði fyrir þá foreldra sem það vilja. Fá verkefni eru mikilvægari en að skapa barnafjölskyldum góða umgjörð eftir að hafa eignast barn. Það er verkefni sem ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman. Og um það eigum við öll að sameinast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Greinin hefur verið uppfærð.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar