Eitruð froða rann um læk við Stekkjabakka Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 12. október 2022 20:08 Hér eru aðgerðir hafnar við að fjarlægja froðuna og má sjá hluta af henni á myndinni. Aðsent Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur barst tilkynning í dag um froðu í læk við Stekkjabakka. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Veitur og fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins mættu á vettvang. Stíflu var komið fyrir til þess að koma í veg fyrir að froðan myndi flæða út í Elliðaár en froðan er talin hafa verið eitruð. Í samtali við fréttastofu segir Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar greinilegt að froðan sem komist hafi í lækinn hafi verið eitruð en dauð síli hafi fundist á vettvangi. Hér má sjá dautt dýralíf vegna froðunar. Myndin er samsett.Aðsent Hann segir einhverskonar sápuefni hafa komist í ofanvatnskerfi borgarinnar en það kerfi tekur við rigningarvatni af þökum, bílaplönum og göngustígum sem rennur svo út í árnar. Aðspurður hvernig sápuefni komist í kerfin segir Helgi fólk stundum tengja lagnirnar sínar vitlaust eða skola efni burt á stöðum sem ekki séu ætlaðir til þess. Fráveitukerfi borgarinnar er tvískipt, um er að ræða fráveitukerfi þar sem meðal annars skólp og sturtur eru tengdar og ofanveitukerfi sem sér um rigningarvatn sem fellur á þök, bílastæði og göngustíga. Helgi segir sápuefni eins og það sem hafi dúkkað upp í dag ekki lengi að komast inn í kerfið og því hafi efnið að öllum líkindum komið inn í kerfið í dag. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar sápuefnið kom út úr kerfinu og rann niður lækinn en blái punkturinn sýnir staðsetninguna. Blái punturinn sýnir hvar froðan kom út og rann í lækinn.Skjáskot/Borgarvefsjá „Við erum ekki viss um hvort þetta hafi verið rangtenging eða hvort einhver hafi helt einhverju ofan í niðurfall á bílastæði,“ segir Helgi. Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar.Aðsent Hann segir tilfelli sem þetta nokkuð algeng en Heilbrigðiseftirlitið sé í samstarfi við Veitur, oft að leita að rangtengingum. Hann hvetur fólk til þess að fá fagaðila til þess að ganga úr skugga um að lagnir þeirra séu tengdar rétt. Verst sé þegar skólp sé tengt inn á ofanveitukerfið. Þegar komið var á vettvang hafi heilbrigðiseftirlitið, slökkviliðið og Veitur ákveðið að dælubíll yrði kallaður til til þess að hreinsa svæðið en þá var stíflu komið fyrir svo froðan myndi ekki renna lengra. Helgi segir froðuna hafa legið ofan á vatninu svo ekki hafi þurft mikið til þess að hún færi ekki lengra. Hann segir erfitt að vita hvaðan sápuefnið kom en rigningarvatn af stóru svæði renni í lækinn. Einnig sé froðan ekki lengur til staðar í kerfinu. Hann ítrekar að ekkert annað en rigningarvatn megi fara í ofanveitukerfið og mikilvægt sé að ganga úr skugga um það að lagnir séu rétt tengdar svo þetta komi ekki fyrir oftar. Umhverfismál Reykjavík Dýr Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar greinilegt að froðan sem komist hafi í lækinn hafi verið eitruð en dauð síli hafi fundist á vettvangi. Hér má sjá dautt dýralíf vegna froðunar. Myndin er samsett.Aðsent Hann segir einhverskonar sápuefni hafa komist í ofanvatnskerfi borgarinnar en það kerfi tekur við rigningarvatni af þökum, bílaplönum og göngustígum sem rennur svo út í árnar. Aðspurður hvernig sápuefni komist í kerfin segir Helgi fólk stundum tengja lagnirnar sínar vitlaust eða skola efni burt á stöðum sem ekki séu ætlaðir til þess. Fráveitukerfi borgarinnar er tvískipt, um er að ræða fráveitukerfi þar sem meðal annars skólp og sturtur eru tengdar og ofanveitukerfi sem sér um rigningarvatn sem fellur á þök, bílastæði og göngustíga. Helgi segir sápuefni eins og það sem hafi dúkkað upp í dag ekki lengi að komast inn í kerfið og því hafi efnið að öllum líkindum komið inn í kerfið í dag. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar sápuefnið kom út úr kerfinu og rann niður lækinn en blái punkturinn sýnir staðsetninguna. Blái punturinn sýnir hvar froðan kom út og rann í lækinn.Skjáskot/Borgarvefsjá „Við erum ekki viss um hvort þetta hafi verið rangtenging eða hvort einhver hafi helt einhverju ofan í niðurfall á bílastæði,“ segir Helgi. Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar.Aðsent Hann segir tilfelli sem þetta nokkuð algeng en Heilbrigðiseftirlitið sé í samstarfi við Veitur, oft að leita að rangtengingum. Hann hvetur fólk til þess að fá fagaðila til þess að ganga úr skugga um að lagnir þeirra séu tengdar rétt. Verst sé þegar skólp sé tengt inn á ofanveitukerfið. Þegar komið var á vettvang hafi heilbrigðiseftirlitið, slökkviliðið og Veitur ákveðið að dælubíll yrði kallaður til til þess að hreinsa svæðið en þá var stíflu komið fyrir svo froðan myndi ekki renna lengra. Helgi segir froðuna hafa legið ofan á vatninu svo ekki hafi þurft mikið til þess að hún færi ekki lengra. Hann segir erfitt að vita hvaðan sápuefnið kom en rigningarvatn af stóru svæði renni í lækinn. Einnig sé froðan ekki lengur til staðar í kerfinu. Hann ítrekar að ekkert annað en rigningarvatn megi fara í ofanveitukerfið og mikilvægt sé að ganga úr skugga um það að lagnir séu rétt tengdar svo þetta komi ekki fyrir oftar.
Umhverfismál Reykjavík Dýr Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira