Þríeykið ætti að biðja fólk um að fara út! Jón Jósafat Björnsson skrifar 21. október 2022 10:31 Eftir 200 fundi Þríeykisins og hundruð milljarða úr ríkissjóði tókst yfirvöldum að milda áhrif kórónuveirufaraldursins á landsmenn meira en flestum öðrum stjórnvöldum í öðrum löndum. Skilaboðið voru skýr „Verum heima og forðumst fólk!“. Það er stundum sagt að það taki 21 dag að búa til nýja venju og eftir 21 mánuð náðu skilaboðin rækilega í gegn. Pallaefni og heitir pottar seldust upp, nýir sófar í stofuna litu dagsins ljós, fleiri sjónvörp bættust við og tengingar við helstu efnisveitur heimsins komu inn á íslensk heimili. Hreiðrið var fullkomnað. Í gang fór svo einhvern stærsta félagsfræðitilraun samtímans þar sem fólk var einangrað mánuðum saman með snjalltæki í höndunum, hvert í sínu horni að horfa á sjónvarpið án mikilla raunverulegra samskipta við annað fólk. Nú þegar rykið sest blasa við ýmsar áskoranir og ef við föngum umræðuna í dag eru hugtök eins og; einelti, einmannaleiki, skólaforðun, skortur á umburðarlyndi og samkennd, viðkvæmni, rasismi, stress og stuttur þráður í fólki, eitthvað sem kemur sífellt fyrir í umræðunni. Ekkert af þessu ætti að koma á óvart. Þetta eru einfaldlega afleiðingar af aðgerðum sem sennilega voru nauðsynlegar til að vernda ,,stærri“ hagsmuni. Ég held að engum hafi dottið í hug að stefna stjórnvalda um að draga úr nánd og nærveru myndi ekki hafa afleiðingar. Á veggnum á skrifstofunni minni stendur „Mikilvægasta verkefni þitt er alltaf í framtíðinni en aldrei í fortíðinni“. Við skulum ekki saga sag eins og Dale Carnegie sagði. Mestu máli skiptir hvað við gerum næst. Sagan hefur kennt okkur að með því að segja hlutina nógu oft og þegar allir leggjast á eitt er hægt að koma skilaboðum í gegn. Nú skora ég á Þríeykið, forseta Íslands, forsætisráðherra og almannavarnir að halda 200 upplýsingafundi til að hvetja Íslendinga til að fara út, hitta fólk og auka nánd og nærveru. Sambönd verða betri með meiri samskiptum. Eins og það er hægt að tala hluti niður þá er hægt að tala þá upp. Frumkvæði verður ekki til að sjálfu sér, maður sýnir frumkvæði, samtöl gerast ekki, maður á samtöl. Samskipti gerast ekki, maður á í samskiptum. Við þurfum athafnir og orð eru til alls fyrst. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir 200 fundi Þríeykisins og hundruð milljarða úr ríkissjóði tókst yfirvöldum að milda áhrif kórónuveirufaraldursins á landsmenn meira en flestum öðrum stjórnvöldum í öðrum löndum. Skilaboðið voru skýr „Verum heima og forðumst fólk!“. Það er stundum sagt að það taki 21 dag að búa til nýja venju og eftir 21 mánuð náðu skilaboðin rækilega í gegn. Pallaefni og heitir pottar seldust upp, nýir sófar í stofuna litu dagsins ljós, fleiri sjónvörp bættust við og tengingar við helstu efnisveitur heimsins komu inn á íslensk heimili. Hreiðrið var fullkomnað. Í gang fór svo einhvern stærsta félagsfræðitilraun samtímans þar sem fólk var einangrað mánuðum saman með snjalltæki í höndunum, hvert í sínu horni að horfa á sjónvarpið án mikilla raunverulegra samskipta við annað fólk. Nú þegar rykið sest blasa við ýmsar áskoranir og ef við föngum umræðuna í dag eru hugtök eins og; einelti, einmannaleiki, skólaforðun, skortur á umburðarlyndi og samkennd, viðkvæmni, rasismi, stress og stuttur þráður í fólki, eitthvað sem kemur sífellt fyrir í umræðunni. Ekkert af þessu ætti að koma á óvart. Þetta eru einfaldlega afleiðingar af aðgerðum sem sennilega voru nauðsynlegar til að vernda ,,stærri“ hagsmuni. Ég held að engum hafi dottið í hug að stefna stjórnvalda um að draga úr nánd og nærveru myndi ekki hafa afleiðingar. Á veggnum á skrifstofunni minni stendur „Mikilvægasta verkefni þitt er alltaf í framtíðinni en aldrei í fortíðinni“. Við skulum ekki saga sag eins og Dale Carnegie sagði. Mestu máli skiptir hvað við gerum næst. Sagan hefur kennt okkur að með því að segja hlutina nógu oft og þegar allir leggjast á eitt er hægt að koma skilaboðum í gegn. Nú skora ég á Þríeykið, forseta Íslands, forsætisráðherra og almannavarnir að halda 200 upplýsingafundi til að hvetja Íslendinga til að fara út, hitta fólk og auka nánd og nærveru. Sambönd verða betri með meiri samskiptum. Eins og það er hægt að tala hluti niður þá er hægt að tala þá upp. Frumkvæði verður ekki til að sjálfu sér, maður sýnir frumkvæði, samtöl gerast ekki, maður á samtöl. Samskipti gerast ekki, maður á í samskiptum. Við þurfum athafnir og orð eru til alls fyrst. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar