Þegar Samfylkingin missti kjarkinn Erlingur Sigvaldason skrifar 1. nóvember 2022 09:30 Áhugi fólks á því að hefja aðildarviðræður að nýju við Evrópusambandið hefur sjaldan verið jafn mikil og núna. Það er könnun eftir könnun sem sýnir að meirihluti Íslendinga vill sækja um aðild til þess að vita hvað það hefur í för með sér. Það er því furðulegt að á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina kvað við nýjan tón í flokknum. Aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki lengur á dagskrá hjá flokknum og þar með fækkaði valkostum evrópusinna í kjörklefanum. Samfylkingin var hugrökk á sínum tíma og þorði að taka af skarið í þessu máli og koma aðild Íslands að ESB í umræðuna. Það er því miður að flokkurinn hafi týnt kjarkinum og vilji núna fela þetta stefnumál á blaðsíðu 62 af 64 í stefnu sinni. Í stefnuræðu sinni sagðist Kristrún að ekki væri hægt að þylja upp gömlu rökin heldur að hefja þyrfti að nýju rannsókn á kostum og göllum aðildar. Þar hefur Kristrún alveg rétt fyrir sér að umræðan þarf að vera lifandi og ekki byggð á gögnum sem eru áratuga gömul, en það sem Kristrún ávarpar ekki í ræðu sinni er það hvernig Samfylkingin ætlar að byrja þetta nýja samtal. Samfylkingin virðist því sópa þessu mikilvæga máli til hliðar. Viðreisn er því núna orðinn eini flokkurinn eftir sem setur aðild Íslands að ESB í forgang, enda er um að ræða eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Sérstaklega varðar það hagsmuni ungs fólks að tryggja okkur aðgang að öllum þeim tækifærum sem aðild hefur uppá að bjóða. Þótt Evrópusambandið sé engin töfralausn fyrir Ísland þá er það mikilvægt skref í átt að því að byggja betra samfélag. Baráttan fyrir aðild vinnst ekki á því að sleppa því að taka umræðuna heldur vinnst hún á því að flokkar með mismunandi hugmyndafræði taki höndum saman og tali fyrir henni af sannfæringu og rökfestu. Við í Viðreisn höldum umræðunni ótrauð áfram með von um að Samfylkingin fari að taka samtalið, sem þeim greinilega hefur vantað, um kostina sem því fylgja að Ísland gangi í Evrópusambandið. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Samfylkingin Evrópusambandið Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Áhugi fólks á því að hefja aðildarviðræður að nýju við Evrópusambandið hefur sjaldan verið jafn mikil og núna. Það er könnun eftir könnun sem sýnir að meirihluti Íslendinga vill sækja um aðild til þess að vita hvað það hefur í för með sér. Það er því furðulegt að á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina kvað við nýjan tón í flokknum. Aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki lengur á dagskrá hjá flokknum og þar með fækkaði valkostum evrópusinna í kjörklefanum. Samfylkingin var hugrökk á sínum tíma og þorði að taka af skarið í þessu máli og koma aðild Íslands að ESB í umræðuna. Það er því miður að flokkurinn hafi týnt kjarkinum og vilji núna fela þetta stefnumál á blaðsíðu 62 af 64 í stefnu sinni. Í stefnuræðu sinni sagðist Kristrún að ekki væri hægt að þylja upp gömlu rökin heldur að hefja þyrfti að nýju rannsókn á kostum og göllum aðildar. Þar hefur Kristrún alveg rétt fyrir sér að umræðan þarf að vera lifandi og ekki byggð á gögnum sem eru áratuga gömul, en það sem Kristrún ávarpar ekki í ræðu sinni er það hvernig Samfylkingin ætlar að byrja þetta nýja samtal. Samfylkingin virðist því sópa þessu mikilvæga máli til hliðar. Viðreisn er því núna orðinn eini flokkurinn eftir sem setur aðild Íslands að ESB í forgang, enda er um að ræða eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Sérstaklega varðar það hagsmuni ungs fólks að tryggja okkur aðgang að öllum þeim tækifærum sem aðild hefur uppá að bjóða. Þótt Evrópusambandið sé engin töfralausn fyrir Ísland þá er það mikilvægt skref í átt að því að byggja betra samfélag. Baráttan fyrir aðild vinnst ekki á því að sleppa því að taka umræðuna heldur vinnst hún á því að flokkar með mismunandi hugmyndafræði taki höndum saman og tali fyrir henni af sannfæringu og rökfestu. Við í Viðreisn höldum umræðunni ótrauð áfram með von um að Samfylkingin fari að taka samtalið, sem þeim greinilega hefur vantað, um kostina sem því fylgja að Ísland gangi í Evrópusambandið. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar