„Skóli án söngs er eins og regnbogi án lita“ Kristín Valsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 07:00 Nú er ég nýstaðin upp frá upphafi þings Kennarasambands Íslands á Grand hóteli í Reykjavík. Þar héldu góðar ræður ráðherrann, framáfólk KÍ, BSRB og erlendir gestir. Það sem hins vegar sló í gegn og sló vonandi tóninn fyrir þingstörfin næstu daga var hljómsveitin Espólín. Hana skipa sjö 11 til 12 ára krakkar sem eru í námi í MIÐSTÖÐINNI. Það er sameiginleg rytmadeild Tónlistarskólans í Grafarvogi og Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Um leið og mitt gamla tónmenntakennarahjarta þandist út af spilagleði, frábærri spilamennsku og orku krakkanna þá læddist sorgin inn. Sorg yfir því að það eru svo mörg börn sem fara á mis við þessa gleði. Óviðunandi staða Staðreyndin er nefninlega sú að það vantar tónmenntakennara í fjölmarga grunnskóla um allt land. Nær vikulega fæ ég sem deildarforseti listkennsludeildar við LHÍ fyrirspurnir frá skólastjórum og kennurum um hvort ég viti af einhverjum sem gæti tekið að sér að kenna tónmennt. Þessum fyrirspurnum fer fjölgandi og því miður get ég sjaldan bent á kandídat í starfið. Í samtali við starfandi tónmenntakennara koma fram miklar áhyggjur af því að stéttin sé að deyja út. Þetta er óviðunandi fyrir börnin okkar. Samkvæmt aðalnámskrá eiga þau rétt á að fá að sækja tónmenntatíma í sínu grunnnámi. Af hverju? Ástæður þess að ekki fæst fólk til þessara brýnu verka eru nokkrar að mínu mati. Í fyrsta lagi erum við háskólafólkið ekki að útskrifa nógu marga kennara með þetta sérsvið. Það að ekki sæki fleiri í námið á efalaust rætur í mörgu og það geta verið að hluta sömu ástæður og valda því að kennarar eru að gefast upp á starfinu. Ein þeirra eru verri kjör en áður þar sem þeir eru settir skör neðar en umsjónakennarar. Þá er ekki tekið tillit til að þeir taka á móti stórum hluta nemenda í hverjum skóla í hverri viku, hafa umsjón með hljóðfærum og oft á tíðum samsöng og jólaskemmtunum. Einnig eru viðhorf í samfélaginu og hugsanlega hjá sumum skólastjórendum þeim ekki í vil, að þeim finnist tónmennt sé ekki mikilvæg grein. En hvað græðum við? Að fá að syngja og mússísera með öðrum er gjöf. Það er fátt sem við mannfólkið tökum okkur fyrir hendur sem sameinar á jafn áreynslulausan hátt vitræna, félagslega og tilfinningalega þætti. Í gegnum tónsköpun og söng tengjumst við fólki og sjálfum okkur, upplifum allskyns tilfinningar sem við upplifum sjaldan nema í gegnum tónlistina og við þurfum að læra rytma, hljómfall og líka texta ef um söng er ræða. Eitt af því sem töluvert hefur verið rannsakað eru tengsl milli tónlistarþjálfunar og tilfinningar fyrir tungumálinu. Í allri umræðunni sem verið um læsi má benda á þá staðreynd að þjálfun í hrynjanda og takti hefur bein áhrif á hæfileika okkar til að tengjast tungumálinu – ég tala nú ekki um ef við erum að syngja og læra texta utanbókar. Ég skora hér með á yfirvöld, kennarasamtök og okkur háskólafólkið að taka höndum saman og gera átak í tónmenntakennslu í grunnskólum. Börnin okkar eiga það skilið. Fyllum skólana af tónlist því og eins kemur fram í fyrirsögn þessara þanka, sem fengin er frá skólastjóra á Vesturlandi, þá eru skólar án söngs eins og regnbogi án lita. p.s. Þau sem vilja sjá þetta frábæra unga tónlistarfólk í Espólín geta smellt á þennan tengil og farið á tímasetningarnar 35:45, aftur á 1:45:25 og loks 1:51:25 og séð þar og heyrt hversu svakalega flink þau eru. Höfundur er tónmenntakennari og deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Skóla - og menntamál Tónlistarnám Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nú er ég nýstaðin upp frá upphafi þings Kennarasambands Íslands á Grand hóteli í Reykjavík. Þar héldu góðar ræður ráðherrann, framáfólk KÍ, BSRB og erlendir gestir. Það sem hins vegar sló í gegn og sló vonandi tóninn fyrir þingstörfin næstu daga var hljómsveitin Espólín. Hana skipa sjö 11 til 12 ára krakkar sem eru í námi í MIÐSTÖÐINNI. Það er sameiginleg rytmadeild Tónlistarskólans í Grafarvogi og Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Um leið og mitt gamla tónmenntakennarahjarta þandist út af spilagleði, frábærri spilamennsku og orku krakkanna þá læddist sorgin inn. Sorg yfir því að það eru svo mörg börn sem fara á mis við þessa gleði. Óviðunandi staða Staðreyndin er nefninlega sú að það vantar tónmenntakennara í fjölmarga grunnskóla um allt land. Nær vikulega fæ ég sem deildarforseti listkennsludeildar við LHÍ fyrirspurnir frá skólastjórum og kennurum um hvort ég viti af einhverjum sem gæti tekið að sér að kenna tónmennt. Þessum fyrirspurnum fer fjölgandi og því miður get ég sjaldan bent á kandídat í starfið. Í samtali við starfandi tónmenntakennara koma fram miklar áhyggjur af því að stéttin sé að deyja út. Þetta er óviðunandi fyrir börnin okkar. Samkvæmt aðalnámskrá eiga þau rétt á að fá að sækja tónmenntatíma í sínu grunnnámi. Af hverju? Ástæður þess að ekki fæst fólk til þessara brýnu verka eru nokkrar að mínu mati. Í fyrsta lagi erum við háskólafólkið ekki að útskrifa nógu marga kennara með þetta sérsvið. Það að ekki sæki fleiri í námið á efalaust rætur í mörgu og það geta verið að hluta sömu ástæður og valda því að kennarar eru að gefast upp á starfinu. Ein þeirra eru verri kjör en áður þar sem þeir eru settir skör neðar en umsjónakennarar. Þá er ekki tekið tillit til að þeir taka á móti stórum hluta nemenda í hverjum skóla í hverri viku, hafa umsjón með hljóðfærum og oft á tíðum samsöng og jólaskemmtunum. Einnig eru viðhorf í samfélaginu og hugsanlega hjá sumum skólastjórendum þeim ekki í vil, að þeim finnist tónmennt sé ekki mikilvæg grein. En hvað græðum við? Að fá að syngja og mússísera með öðrum er gjöf. Það er fátt sem við mannfólkið tökum okkur fyrir hendur sem sameinar á jafn áreynslulausan hátt vitræna, félagslega og tilfinningalega þætti. Í gegnum tónsköpun og söng tengjumst við fólki og sjálfum okkur, upplifum allskyns tilfinningar sem við upplifum sjaldan nema í gegnum tónlistina og við þurfum að læra rytma, hljómfall og líka texta ef um söng er ræða. Eitt af því sem töluvert hefur verið rannsakað eru tengsl milli tónlistarþjálfunar og tilfinningar fyrir tungumálinu. Í allri umræðunni sem verið um læsi má benda á þá staðreynd að þjálfun í hrynjanda og takti hefur bein áhrif á hæfileika okkar til að tengjast tungumálinu – ég tala nú ekki um ef við erum að syngja og læra texta utanbókar. Ég skora hér með á yfirvöld, kennarasamtök og okkur háskólafólkið að taka höndum saman og gera átak í tónmenntakennslu í grunnskólum. Börnin okkar eiga það skilið. Fyllum skólana af tónlist því og eins kemur fram í fyrirsögn þessara þanka, sem fengin er frá skólastjóra á Vesturlandi, þá eru skólar án söngs eins og regnbogi án lita. p.s. Þau sem vilja sjá þetta frábæra unga tónlistarfólk í Espólín geta smellt á þennan tengil og farið á tímasetningarnar 35:45, aftur á 1:45:25 og loks 1:51:25 og séð þar og heyrt hversu svakalega flink þau eru. Höfundur er tónmenntakennari og deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun