Fyrst fór murtan og þá er urriðinn væntanlega á förum líka Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2022 15:03 Þingvallavatn er einstakt meðal annars vegna þess að þar hafa þrifist fjölmargar ferskvatnsfisktegundir svo sem murta en stofninn er nú hruninn. Murtan er helsta fæða íslandarurriðans sem í vatninu býr. vísir/vilhelm Bjarni Brynjólfsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrrverandi upplýsingafulltrúi, er þaulvanur stangveiðimaður til fjölmargra ára og áratuga. Hann telur að brátt geti orðið um ísaldarurriðann í Þingvallavatni. Bjarni veltir fyrir sér, á Facebook-síðu sinni, frétt sem birtist í fréttatíma Ríkissjónvarpsins í vikunni sem fjallar um hrun murtustofnsins í Þingvallavatni. Murtan er bleikjuafbrigði sem hefur verið einkennandi fyrir Þingvallavatn sem er meðal annars þekkt fyrir að þar lifa fjögur afbrigði bleikju: Sílableikja, kuðungableikja, dverbleikja og svo murta auk hins einstaka ísaldarurriðastofns. Í frétt Ríkissjónvarpsins er rætt við Finn Ingimarsson, sem er forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs sem hefur vaktað lífríkið í Þingvallavatni ásamt öðrum. Hann segir að miklar breytingar hafi mátt greina síðastliðið haust, hrun murtustofnsins. Að veiða Þingvallaurriða á stöng er einhvers konar hástig stangveiðinnar á Íslandi. Um er að ræða gríðarlega öflugan fisk. Sá sem hér sést var 10 punda. Bjarni Brynjólfsson veiðimaður lætur að liggja að stofninn hafi ekki verið grisjaður sem skyldi undanfarin ár.vísir/jakob Murtan vill helst vera í köldu vatni og talið er að hitastig vatns, sem hækkað hefur um tvö hálft til tvö stig alla mánuði ársins, hafi þarna áhrif. Krabbadýr, sem er helsta fæða murtunar, hafa verið slök. Og svo það að urriðastofninn í vatninu hefur styrkst mjög á undanförnum árum. En murtan er mikilvæg fæða urriðans. Og Bjarni víkur að því, án þess þó að gera lítið úr öðrum umhverfisþáttum. „Hvað halda menn að gerist ef þú setur hundrað úlfa inn í lokað hólf með um fimm þúsund lömbum og enginn sér um að halda stofni úlfanna í skefjum? Þannig er einfaldlega samband stórurriðans í vatninu og murtunnar sem er hans kjörfæða – urriðinn er úlfurinn í vatninu og murtan lambið,“ segir Bjarni til útskýringar á dæmisögu sinni. Hann bætir svo við spádómi sem fær ískalt vatn til að renna milli skinns og hörunds flestra veiðimanna, en Þingvallavatn þykir vera musteri stangveiðimanna. Ekki síst vegna hins einstaka urriða sem í vatninu finnst en menn hafa reynt að vernda hann undanfarin ár. „Ég spái því að næsta frétt verði um hrun urriðastofnsins.“ Dýr Dýraheilbrigði Þingvellir Stangveiði Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Bjarni veltir fyrir sér, á Facebook-síðu sinni, frétt sem birtist í fréttatíma Ríkissjónvarpsins í vikunni sem fjallar um hrun murtustofnsins í Þingvallavatni. Murtan er bleikjuafbrigði sem hefur verið einkennandi fyrir Þingvallavatn sem er meðal annars þekkt fyrir að þar lifa fjögur afbrigði bleikju: Sílableikja, kuðungableikja, dverbleikja og svo murta auk hins einstaka ísaldarurriðastofns. Í frétt Ríkissjónvarpsins er rætt við Finn Ingimarsson, sem er forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs sem hefur vaktað lífríkið í Þingvallavatni ásamt öðrum. Hann segir að miklar breytingar hafi mátt greina síðastliðið haust, hrun murtustofnsins. Að veiða Þingvallaurriða á stöng er einhvers konar hástig stangveiðinnar á Íslandi. Um er að ræða gríðarlega öflugan fisk. Sá sem hér sést var 10 punda. Bjarni Brynjólfsson veiðimaður lætur að liggja að stofninn hafi ekki verið grisjaður sem skyldi undanfarin ár.vísir/jakob Murtan vill helst vera í köldu vatni og talið er að hitastig vatns, sem hækkað hefur um tvö hálft til tvö stig alla mánuði ársins, hafi þarna áhrif. Krabbadýr, sem er helsta fæða murtunar, hafa verið slök. Og svo það að urriðastofninn í vatninu hefur styrkst mjög á undanförnum árum. En murtan er mikilvæg fæða urriðans. Og Bjarni víkur að því, án þess þó að gera lítið úr öðrum umhverfisþáttum. „Hvað halda menn að gerist ef þú setur hundrað úlfa inn í lokað hólf með um fimm þúsund lömbum og enginn sér um að halda stofni úlfanna í skefjum? Þannig er einfaldlega samband stórurriðans í vatninu og murtunnar sem er hans kjörfæða – urriðinn er úlfurinn í vatninu og murtan lambið,“ segir Bjarni til útskýringar á dæmisögu sinni. Hann bætir svo við spádómi sem fær ískalt vatn til að renna milli skinns og hörunds flestra veiðimanna, en Þingvallavatn þykir vera musteri stangveiðimanna. Ekki síst vegna hins einstaka urriða sem í vatninu finnst en menn hafa reynt að vernda hann undanfarin ár. „Ég spái því að næsta frétt verði um hrun urriðastofnsins.“
Dýr Dýraheilbrigði Þingvellir Stangveiði Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira