Fyrst fór murtan og þá er urriðinn væntanlega á förum líka Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2022 15:03 Þingvallavatn er einstakt meðal annars vegna þess að þar hafa þrifist fjölmargar ferskvatnsfisktegundir svo sem murta en stofninn er nú hruninn. Murtan er helsta fæða íslandarurriðans sem í vatninu býr. vísir/vilhelm Bjarni Brynjólfsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrrverandi upplýsingafulltrúi, er þaulvanur stangveiðimaður til fjölmargra ára og áratuga. Hann telur að brátt geti orðið um ísaldarurriðann í Þingvallavatni. Bjarni veltir fyrir sér, á Facebook-síðu sinni, frétt sem birtist í fréttatíma Ríkissjónvarpsins í vikunni sem fjallar um hrun murtustofnsins í Þingvallavatni. Murtan er bleikjuafbrigði sem hefur verið einkennandi fyrir Þingvallavatn sem er meðal annars þekkt fyrir að þar lifa fjögur afbrigði bleikju: Sílableikja, kuðungableikja, dverbleikja og svo murta auk hins einstaka ísaldarurriðastofns. Í frétt Ríkissjónvarpsins er rætt við Finn Ingimarsson, sem er forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs sem hefur vaktað lífríkið í Þingvallavatni ásamt öðrum. Hann segir að miklar breytingar hafi mátt greina síðastliðið haust, hrun murtustofnsins. Að veiða Þingvallaurriða á stöng er einhvers konar hástig stangveiðinnar á Íslandi. Um er að ræða gríðarlega öflugan fisk. Sá sem hér sést var 10 punda. Bjarni Brynjólfsson veiðimaður lætur að liggja að stofninn hafi ekki verið grisjaður sem skyldi undanfarin ár.vísir/jakob Murtan vill helst vera í köldu vatni og talið er að hitastig vatns, sem hækkað hefur um tvö hálft til tvö stig alla mánuði ársins, hafi þarna áhrif. Krabbadýr, sem er helsta fæða murtunar, hafa verið slök. Og svo það að urriðastofninn í vatninu hefur styrkst mjög á undanförnum árum. En murtan er mikilvæg fæða urriðans. Og Bjarni víkur að því, án þess þó að gera lítið úr öðrum umhverfisþáttum. „Hvað halda menn að gerist ef þú setur hundrað úlfa inn í lokað hólf með um fimm þúsund lömbum og enginn sér um að halda stofni úlfanna í skefjum? Þannig er einfaldlega samband stórurriðans í vatninu og murtunnar sem er hans kjörfæða – urriðinn er úlfurinn í vatninu og murtan lambið,“ segir Bjarni til útskýringar á dæmisögu sinni. Hann bætir svo við spádómi sem fær ískalt vatn til að renna milli skinns og hörunds flestra veiðimanna, en Þingvallavatn þykir vera musteri stangveiðimanna. Ekki síst vegna hins einstaka urriða sem í vatninu finnst en menn hafa reynt að vernda hann undanfarin ár. „Ég spái því að næsta frétt verði um hrun urriðastofnsins.“ Dýr Dýraheilbrigði Þingvellir Stangveiði Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Bjarni veltir fyrir sér, á Facebook-síðu sinni, frétt sem birtist í fréttatíma Ríkissjónvarpsins í vikunni sem fjallar um hrun murtustofnsins í Þingvallavatni. Murtan er bleikjuafbrigði sem hefur verið einkennandi fyrir Þingvallavatn sem er meðal annars þekkt fyrir að þar lifa fjögur afbrigði bleikju: Sílableikja, kuðungableikja, dverbleikja og svo murta auk hins einstaka ísaldarurriðastofns. Í frétt Ríkissjónvarpsins er rætt við Finn Ingimarsson, sem er forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs sem hefur vaktað lífríkið í Þingvallavatni ásamt öðrum. Hann segir að miklar breytingar hafi mátt greina síðastliðið haust, hrun murtustofnsins. Að veiða Þingvallaurriða á stöng er einhvers konar hástig stangveiðinnar á Íslandi. Um er að ræða gríðarlega öflugan fisk. Sá sem hér sést var 10 punda. Bjarni Brynjólfsson veiðimaður lætur að liggja að stofninn hafi ekki verið grisjaður sem skyldi undanfarin ár.vísir/jakob Murtan vill helst vera í köldu vatni og talið er að hitastig vatns, sem hækkað hefur um tvö hálft til tvö stig alla mánuði ársins, hafi þarna áhrif. Krabbadýr, sem er helsta fæða murtunar, hafa verið slök. Og svo það að urriðastofninn í vatninu hefur styrkst mjög á undanförnum árum. En murtan er mikilvæg fæða urriðans. Og Bjarni víkur að því, án þess þó að gera lítið úr öðrum umhverfisþáttum. „Hvað halda menn að gerist ef þú setur hundrað úlfa inn í lokað hólf með um fimm þúsund lömbum og enginn sér um að halda stofni úlfanna í skefjum? Þannig er einfaldlega samband stórurriðans í vatninu og murtunnar sem er hans kjörfæða – urriðinn er úlfurinn í vatninu og murtan lambið,“ segir Bjarni til útskýringar á dæmisögu sinni. Hann bætir svo við spádómi sem fær ískalt vatn til að renna milli skinns og hörunds flestra veiðimanna, en Þingvallavatn þykir vera musteri stangveiðimanna. Ekki síst vegna hins einstaka urriða sem í vatninu finnst en menn hafa reynt að vernda hann undanfarin ár. „Ég spái því að næsta frétt verði um hrun urriðastofnsins.“
Dýr Dýraheilbrigði Þingvellir Stangveiði Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira