Mikilvægt fyrsta skref í heildarendurskoðun á örorkukerfinu Jódís Skúladóttir skrifar 1. desember 2022 14:30 Fyrir þinginu liggur nú frumvarp félags og vinnumarkaðsráðherra um lengingu á greiðslutímabili endurhæfingarlífeyris. Um er að ræða mikilvægt fyrsta skref í heildarendurskoðun á örorkukerfinu. Þau sem af ólíkum ástæðum falla út af vinnumarkaði vegna slysa eða veikinda eiga allt undir því að ná heilsu og komast aftur út í lífið til leiks og starfa. Þarfirnar hvað varðar endurhæfingu eru einstaklingsbundnar og það sama á við um ástæður þess að einstaklingar gætu þurft á endurhæfingunni að halda. Það getur verið biðtími meðan verið er að fjalla um mál og því er mikilvægt að við vinnum í skilvirkni kerfisins sem hefur marga góða valkosti eins og til dæmis Reykjalund og Birtu. Önnur úrræði sem ekki eru í opinbera kerfinu geta einnig verið mikilvæg, til að mynda Hugarafl sem grípur fjölmarga einstaklinga og hjálpar þeim. Fólk sem þarf endurhæfingu þarf tíma til þess að ná upp styrk og færni á ný. Nú er það svo að fólk sem fer á endurhæfingarlífeyri fær greiðslutímabil í allt að 3 ár. Frumvarpinu er ætlað að mæta þeim hópi einstaklinga sem þurfa lengri endurhæfingu til þess að komast út á vinnumarkað, oftast nær er það vegna þess að heilsufarslega hefur fólk ekki verið tilbúið í starfstengda endurhæfingu. Það er að hefja aftur störf í einhverju mæli meðfram endurhæfingu. Það má alveg færa rök fyrir því að 3 ár, að ekki sé talað um 5 ár, sé langur tími utan vinnumarkaðar. En ef við horfum á stóru myndina, ævi einnar manneskju sem alla jafna gæti verið í um 50 ár á vinnumarkaði er þetta lítill tími. Sé litið til þess að með því að lengja tímabilið erum við í raun fyrst þá að gefa fólki tækifæri á mæta aftur til þátttöku í samfélaginu. Fólki sem hafði ekki haft tækifæri til þess að klára endurhæfingu því 3 árin voru búin. Það er bæði verðmætt fyrir þá einstaklinga sem lenda í þessum aðstæðum sem og samfélaginu að við náum að styðja fólk sem lendir í áföllum, heilsu bresti eða slysum. Það er ekki um stóran hóp að ræða sem mun þurfa að nýta sér allt 5 ára tímabilið til endurhæfingar en hver einasta manneskja sem fær það svigrúm sem til þarf til að komast aftur út í lífið skiptir miklu máli. Annað hefur verið mér hugleikið en það mikilvægi þess að nota aðferðir sem byggja á starfstengdri endurhæfingu sem felst í því að koma fólki sem er að hefja endurhæfingu sem fyrst aftur í starf að einhverju litlu leyti til að halda tengingunni. Því minni tími sem fólk er frá þátttöku í samfélaginu því meiri líkur á endurkomu er reglan. Yfirfærslan getur samt verið erfið, það geta komið bakslög og þar þarf vinnumarkaðurinn að sýna ábyrgð. Hvort sem um ræðir einkageirann, ríki eða sveitarfélög, verðum við að gera betur. Besta endurhæfingin er á vinnumarkaði. Við þurfum að taka vel á móti fólki, bjóða þeim hlutastörf út frá reynslu, færni og menntun svo að fólk geti unnið sig upp í fulla getu ef kostur er. Það eru ekki öll störf sem krefjast viðveru frá 8-16 og það eru ekki öll störf unnin í akkorði. Mikilvægt er að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og fagni þeim mannauð sem getur eflt vinnumarkaðinn og styðji fólk og gefi því svigrúm. Vinnumarkaður framtíðarinnar verður að breytast og þangað skulum við stefna. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Eldri borgarar Félagsmál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir þinginu liggur nú frumvarp félags og vinnumarkaðsráðherra um lengingu á greiðslutímabili endurhæfingarlífeyris. Um er að ræða mikilvægt fyrsta skref í heildarendurskoðun á örorkukerfinu. Þau sem af ólíkum ástæðum falla út af vinnumarkaði vegna slysa eða veikinda eiga allt undir því að ná heilsu og komast aftur út í lífið til leiks og starfa. Þarfirnar hvað varðar endurhæfingu eru einstaklingsbundnar og það sama á við um ástæður þess að einstaklingar gætu þurft á endurhæfingunni að halda. Það getur verið biðtími meðan verið er að fjalla um mál og því er mikilvægt að við vinnum í skilvirkni kerfisins sem hefur marga góða valkosti eins og til dæmis Reykjalund og Birtu. Önnur úrræði sem ekki eru í opinbera kerfinu geta einnig verið mikilvæg, til að mynda Hugarafl sem grípur fjölmarga einstaklinga og hjálpar þeim. Fólk sem þarf endurhæfingu þarf tíma til þess að ná upp styrk og færni á ný. Nú er það svo að fólk sem fer á endurhæfingarlífeyri fær greiðslutímabil í allt að 3 ár. Frumvarpinu er ætlað að mæta þeim hópi einstaklinga sem þurfa lengri endurhæfingu til þess að komast út á vinnumarkað, oftast nær er það vegna þess að heilsufarslega hefur fólk ekki verið tilbúið í starfstengda endurhæfingu. Það er að hefja aftur störf í einhverju mæli meðfram endurhæfingu. Það má alveg færa rök fyrir því að 3 ár, að ekki sé talað um 5 ár, sé langur tími utan vinnumarkaðar. En ef við horfum á stóru myndina, ævi einnar manneskju sem alla jafna gæti verið í um 50 ár á vinnumarkaði er þetta lítill tími. Sé litið til þess að með því að lengja tímabilið erum við í raun fyrst þá að gefa fólki tækifæri á mæta aftur til þátttöku í samfélaginu. Fólki sem hafði ekki haft tækifæri til þess að klára endurhæfingu því 3 árin voru búin. Það er bæði verðmætt fyrir þá einstaklinga sem lenda í þessum aðstæðum sem og samfélaginu að við náum að styðja fólk sem lendir í áföllum, heilsu bresti eða slysum. Það er ekki um stóran hóp að ræða sem mun þurfa að nýta sér allt 5 ára tímabilið til endurhæfingar en hver einasta manneskja sem fær það svigrúm sem til þarf til að komast aftur út í lífið skiptir miklu máli. Annað hefur verið mér hugleikið en það mikilvægi þess að nota aðferðir sem byggja á starfstengdri endurhæfingu sem felst í því að koma fólki sem er að hefja endurhæfingu sem fyrst aftur í starf að einhverju litlu leyti til að halda tengingunni. Því minni tími sem fólk er frá þátttöku í samfélaginu því meiri líkur á endurkomu er reglan. Yfirfærslan getur samt verið erfið, það geta komið bakslög og þar þarf vinnumarkaðurinn að sýna ábyrgð. Hvort sem um ræðir einkageirann, ríki eða sveitarfélög, verðum við að gera betur. Besta endurhæfingin er á vinnumarkaði. Við þurfum að taka vel á móti fólki, bjóða þeim hlutastörf út frá reynslu, færni og menntun svo að fólk geti unnið sig upp í fulla getu ef kostur er. Það eru ekki öll störf sem krefjast viðveru frá 8-16 og það eru ekki öll störf unnin í akkorði. Mikilvægt er að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og fagni þeim mannauð sem getur eflt vinnumarkaðinn og styðji fólk og gefi því svigrúm. Vinnumarkaður framtíðarinnar verður að breytast og þangað skulum við stefna. Höfundur er þingmaður VG.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun