Mun 55 ára æskulýðsstarf enda í dag? Steinar Þór Ólafsson skrifar 6. desember 2022 08:00 Í lok síðustu aldar var lyft grettistaki í að koma heilsu íslenskra ungmenna frá þeim slæma stað sem þau voru á til betri vegar. Þáverandi borgarstjóri Reykjavíkurlistans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í samstarfi við ríkið stórefldu íþrótta- og æskulýðsstarf borgarinnar til að færa málaflokkinn á hærra plan. Verkefnið heppnaðist svo vel að hingað hafa þjóðir og borgir heimsins komið síðastliðna tvo áratugi til að læra af okkur um það sem kallað hefur verið "íslenska forvarnarmódelið". Nú eru aftur ákveðnar blikur á lofti. Þó áfengis- og vímuefnaneysla sé ekki rót vandans að þessu sinni er hann annarskonar og á nýlegu heilbrigðisþingi tileinkað lýðheilsu mátti heyra þvert á línur heilbrigðiskerfisins hvurslags þjóðarátak væri nauðsynlegt í lýðheilsumálum. Rannsóknir á vegum Embætti landlæknis hafa sömuleiðis sýnt okkur að fyrir hverja krónu sem sett er í forvarnir sparast tvær kerfislega á seinni stigum t.a.m. í félagslegri þjónustu og innan heilbrigðiskerfisins. Í sársaukafullum en þó skiljanlegum hagræðingaraðgerðum sem kynntar voru í síðustu viku stendur nú til að loka Siglunesi í Nauthólsvík og færa starfsemina “í framtíðinni” í hendur íþróttafélags. Starfsemi Siglunes er einstök, fyrst og fremst fyrir þær sakir að þar er ekki rekið hefðbundið íþróttastarf. Iðkendur stunda ekki æfingar, keppa ekki og þar er engin afreksstefna. Þar fá hinsvegar öll börn, og sér í lagi þau sem ekki finna sig í hefðbundnu afreksstarfi íþróttafélaganna, að finna kröftum sínum viðnám til að eflast og þroskast á jafningja grundvelli. Mikilvægur fjölbreytileiki í íslenska forvarnarmódelinu. Þetta þekkja fyrrum starfsmenn vel og síðustu daga hefur vakna hreyfing um sjötíu fyrrum starfsmanna Siglunes sem reynt hafa með samtakamætti að senda frá sér neyðarkall svo tryggja megi að börn framtíðarinnar njóti þeirrar útimenntunar og heilsueflingar sem starfsemin hefur falið í sér hjá um þúsund einstaklingum hvert einasta sumar. Þessi hópur, sem á það eitt sameiginlegt að hafa starfað í Siglunesi einhvern tímann á síðustu þremur áratugum, mun standa fyrir táknrænum mótmælum í hádeginu í dag. Fyrir fund borgarstjórnar verður blásið í neyðarflautu þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt. Okkar síðasta neyðarkall um að taka mál Siglunes til skoðunar áður en ákveðið verður að loka 55 ára farsælli starfseminni endanlega enda sannað að fjölbreytt æskulýðsstarf er forsenda heilbrigðra samfélaga. Höfundur er íþrótta- og heilsufræðingur, iðkandi í Siglunesi 1997-2001 og sumarstarfsmaður í Siglunesi 2008-2011. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Siglingaíþróttir Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í lok síðustu aldar var lyft grettistaki í að koma heilsu íslenskra ungmenna frá þeim slæma stað sem þau voru á til betri vegar. Þáverandi borgarstjóri Reykjavíkurlistans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í samstarfi við ríkið stórefldu íþrótta- og æskulýðsstarf borgarinnar til að færa málaflokkinn á hærra plan. Verkefnið heppnaðist svo vel að hingað hafa þjóðir og borgir heimsins komið síðastliðna tvo áratugi til að læra af okkur um það sem kallað hefur verið "íslenska forvarnarmódelið". Nú eru aftur ákveðnar blikur á lofti. Þó áfengis- og vímuefnaneysla sé ekki rót vandans að þessu sinni er hann annarskonar og á nýlegu heilbrigðisþingi tileinkað lýðheilsu mátti heyra þvert á línur heilbrigðiskerfisins hvurslags þjóðarátak væri nauðsynlegt í lýðheilsumálum. Rannsóknir á vegum Embætti landlæknis hafa sömuleiðis sýnt okkur að fyrir hverja krónu sem sett er í forvarnir sparast tvær kerfislega á seinni stigum t.a.m. í félagslegri þjónustu og innan heilbrigðiskerfisins. Í sársaukafullum en þó skiljanlegum hagræðingaraðgerðum sem kynntar voru í síðustu viku stendur nú til að loka Siglunesi í Nauthólsvík og færa starfsemina “í framtíðinni” í hendur íþróttafélags. Starfsemi Siglunes er einstök, fyrst og fremst fyrir þær sakir að þar er ekki rekið hefðbundið íþróttastarf. Iðkendur stunda ekki æfingar, keppa ekki og þar er engin afreksstefna. Þar fá hinsvegar öll börn, og sér í lagi þau sem ekki finna sig í hefðbundnu afreksstarfi íþróttafélaganna, að finna kröftum sínum viðnám til að eflast og þroskast á jafningja grundvelli. Mikilvægur fjölbreytileiki í íslenska forvarnarmódelinu. Þetta þekkja fyrrum starfsmenn vel og síðustu daga hefur vakna hreyfing um sjötíu fyrrum starfsmanna Siglunes sem reynt hafa með samtakamætti að senda frá sér neyðarkall svo tryggja megi að börn framtíðarinnar njóti þeirrar útimenntunar og heilsueflingar sem starfsemin hefur falið í sér hjá um þúsund einstaklingum hvert einasta sumar. Þessi hópur, sem á það eitt sameiginlegt að hafa starfað í Siglunesi einhvern tímann á síðustu þremur áratugum, mun standa fyrir táknrænum mótmælum í hádeginu í dag. Fyrir fund borgarstjórnar verður blásið í neyðarflautu þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt. Okkar síðasta neyðarkall um að taka mál Siglunes til skoðunar áður en ákveðið verður að loka 55 ára farsælli starfseminni endanlega enda sannað að fjölbreytt æskulýðsstarf er forsenda heilbrigðra samfélaga. Höfundur er íþrótta- og heilsufræðingur, iðkandi í Siglunesi 1997-2001 og sumarstarfsmaður í Siglunesi 2008-2011.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun