Vilja stytta vinnuvikuna enn frekar Lillý Valgerður Pétursdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 6. desember 2022 23:18 Friðrik Jónsson, formaður BHM segir styttingu vinnuvikunnar hafa tekist mjög vel. Starfsfólk sé ánægt með breytinguna. Nú þurfi vinnulöggjöfin að breytast og óskað sé eftir því að vinnuvikan sé stytt enn frekar. Ný skýrsla KPMG um það hvernig stytting vinnuvikunnar hefur tekist sýnir að fólk sé almennt ánægt með styttinguna. Sömuleiðis hafi launakostnaður ekki hækkað. Styttingin var tilraunaverkefni og var stofnunum ríkisins heimilt að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ræða vinnuvikuna frekar og nauðsynlegt sé að tryggja að fyrri markmiðum sé náð með góðum árangri áður en frekari skref séu tekin. Þúsundir starfsfólks hafa nú upplifað styttingu vinnuvikunnar á eigin skinni og segir formaður BHM að vinnulöggjöfin þurfi að endurspegla raunveruleikann. Kjarasamningar losna hjá félaginu í mars á næsta ári og hefur BHM lýst því yfir meðal annars að þau vilji að vinnuvikan verði stytt enn frekar eða niður í 35 klukkustundir. „Við höfum sett fram þá megin stefnu í BHM að við viljum gjarnan sjá 35 tíma vinnuviku, 32 stunda vinnuviku í vaktavinnu. En það sem við setjum fram í okkar megin áherslum er að við viljum gjarnan sjá að vinnulöggjöfin endurspegli þann raunveruleika sem þegar er orðinn á íslenskum vinnumarkaði. Það er að segja, vinnulöggjöfin segir í dag að vinnuvikan sé 40 vinnustundir, í reynd er hún komin niður í 36 stundir. […] þá er eðlilegt að vinnulöggjöfin fari að minnsta kosti að endurspegla þennan raunveruleika,“ sagði Friðrik. Viðtalið við Friðrik sem og við fjármálaráðherra má sjá að ofan. Viðtal Friðriks hefst á 01:33. Kjaramál Stytting vinnuvikunnar Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki tímabært að ræða frekari styttingu Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun. 6. desember 2022 19:20 Stofnanir fóru alla leið með styttingu vinnutímans en fylgdu ekki lykilmarkmiðum Meirihluti stofnana ríkisins innleiddi hámarksstyttingu vinnutímans án þess að fylgja eftir markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu. Þetta er á meðal niðurstaðna í KPMG sem vann stöðumat fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið um innleiðingu betri vinnutíma í dagvinnu. 6. desember 2022 15:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Ný skýrsla KPMG um það hvernig stytting vinnuvikunnar hefur tekist sýnir að fólk sé almennt ánægt með styttinguna. Sömuleiðis hafi launakostnaður ekki hækkað. Styttingin var tilraunaverkefni og var stofnunum ríkisins heimilt að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ræða vinnuvikuna frekar og nauðsynlegt sé að tryggja að fyrri markmiðum sé náð með góðum árangri áður en frekari skref séu tekin. Þúsundir starfsfólks hafa nú upplifað styttingu vinnuvikunnar á eigin skinni og segir formaður BHM að vinnulöggjöfin þurfi að endurspegla raunveruleikann. Kjarasamningar losna hjá félaginu í mars á næsta ári og hefur BHM lýst því yfir meðal annars að þau vilji að vinnuvikan verði stytt enn frekar eða niður í 35 klukkustundir. „Við höfum sett fram þá megin stefnu í BHM að við viljum gjarnan sjá 35 tíma vinnuviku, 32 stunda vinnuviku í vaktavinnu. En það sem við setjum fram í okkar megin áherslum er að við viljum gjarnan sjá að vinnulöggjöfin endurspegli þann raunveruleika sem þegar er orðinn á íslenskum vinnumarkaði. Það er að segja, vinnulöggjöfin segir í dag að vinnuvikan sé 40 vinnustundir, í reynd er hún komin niður í 36 stundir. […] þá er eðlilegt að vinnulöggjöfin fari að minnsta kosti að endurspegla þennan raunveruleika,“ sagði Friðrik. Viðtalið við Friðrik sem og við fjármálaráðherra má sjá að ofan. Viðtal Friðriks hefst á 01:33.
Kjaramál Stytting vinnuvikunnar Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki tímabært að ræða frekari styttingu Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun. 6. desember 2022 19:20 Stofnanir fóru alla leið með styttingu vinnutímans en fylgdu ekki lykilmarkmiðum Meirihluti stofnana ríkisins innleiddi hámarksstyttingu vinnutímans án þess að fylgja eftir markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu. Þetta er á meðal niðurstaðna í KPMG sem vann stöðumat fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið um innleiðingu betri vinnutíma í dagvinnu. 6. desember 2022 15:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Ekki tímabært að ræða frekari styttingu Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun. 6. desember 2022 19:20
Stofnanir fóru alla leið með styttingu vinnutímans en fylgdu ekki lykilmarkmiðum Meirihluti stofnana ríkisins innleiddi hámarksstyttingu vinnutímans án þess að fylgja eftir markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu. Þetta er á meðal niðurstaðna í KPMG sem vann stöðumat fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið um innleiðingu betri vinnutíma í dagvinnu. 6. desember 2022 15:45