Mikilvægi inngildingar innflytjenda og hlutverk nærsamfélags Nichole Leigh Mosty skrifar 9. desember 2022 08:01 Fyrir tveimur vikum síðan sat ég ásamt Borgarstjóra Reykjavíkurborgar Degi B. Eggertssyni og Ráðherra Félags og vinnumarkaðs ráðuneytis Guðmundi Inga Guðbrandssonar að skrifa undir mikilvægan samning vegna samræmdrar móttöku flóttafólks. Ég óska þess að þið hugið vel að þessari stund…sem ÉG sat með þessum tveimur mikilvægum mönnum, kona af erlendum uppruna, innflytjandi og Forstöðukona Fjölmenningarseturs. Þetta augnablik .. það var merking inngildingar. Með gerð slíks samnings erum við sem þjóð að segja að við viljum tryggja að vel sé tekið á móti fólki sem flytur til Íslands og að inngilding innflytjenda sé okkar mikilvæg. Sleppum því að ræða um flóttafólk, hælisleitendur eða aðra skilgreiningu á því hvernig fólk ber þá merkilegu skilgreiningu innflytjendur og hugum frekar að okkar hlutverki sem samfélag og hvernig megi tryggja að hver einstaklingur sem veitt er leyfi til að dvelja á Íslandi fái tækifæri til að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Markmið okkar þarf að vera að öllum sé mætt með reisn og að allir sem hér dvelja óháð uppruna fái jöfn tækifæri til að ná framförum og að vera virkir þátttakendur í nærsamfélaginu. Sveitarfélög eru nærsamfélagið þar sem við sækjum þjónustu, félagslega tengingu og leggjum okkur fram við að sjá framþróun. Það er sömuleiðis staðan þar sem gagnkvæm aðlögun innflytjenda á sér stað. Þetta er leikvöllurinn þar sem bæði innflytjendur og heimamenn blandast saman og eiga samskipti í daglegu lífi, hvort sem það er á vinnustaðnum, í skólanum, í verslunum eða jafnvel í strætóskýlinu. Ég var svo lánsöm að kynnast þó nokkrum Íslendingum í strætóskýlinu á mínu fyrstu árum hérlendis. Þegar hugsað er um hvernig samfélagið á Íslandi virkar er hægt að segja að heilt yfir séu allskonar tækifæri fyrir gagnkvæma aðlögun að eiga sér stað. Við erum lítið og öruggt samfélag þar sem félagsleg samskipti ættu að virka sem suðupottur fyrir tilvist ólíkra menningar og fólks. Áður en haldið er áfram að ræða mikilvægi sveitarfélaganna tengt inngildingu innflytjenda vil ég fyrst ræða aðeins skilgreininguna á inngildingu (gagnkvæma aðlögun). Inngilding er „samruni jafningja inn í samfélag einstaklinga af mismunandi hópum“ Þess vegna snýst inngilding ekki bara um að veita leyfi og taka á móti innflytjendum heldur snýst það meira um að tilgreina alla þátttöku þeirra í samfélaginu, óháð því hvaðan þau koma eða að á hvaða forsendum. Til dæmis eru flóttafólk innflytjendur alveg eins og hvít kona frá Bandaríkjunum sem flutti hingað vegna ástar. Þegar sveitarfélag og samfélag almennt stuðlar að inngildu innflytjenda erum við að byggja upp sterkari, innihaldsríkari og menningarlega fjölbreyttara samfélag með nauðsynlegum ávinningi fyrir íslenskan þjóð almennt og innflytjendurna sjálfa. Við þurfum að skilja að innflytjendur koma með miklu meira en ferðatösku og draum um að dvelja á Íslandi. Mikilvægra er að að þeir koma með færni sína, vinnuþorsta, fjölbreyttar hugmyndir og menningu með sér. Þeir geta aukið hagvöxt og lífgað upp á heilu hverfin og samfélagið. Þar sem þróunin hérlendis hefur verið sú að ungt fólk er farið að yfirgefa dreifbýlið upp til hópa til að sækjast eftir tækifæri til menntunar eða tækifæri til „betra lífs í borgum“ hafa innflytjendur farið í að finna sér vinnu á landsbyggðinni og þá oftast í ferðaþjónustunni sem er svo gríðarlega mikilvægur iðnaður hérlendis. Sambærileg þróun hefur átt sér stað víða um Evrópu og í Norður Ameríku þar sem innflytjendur eru farnir að dvelja og þeir hafa fengið vinnu við landbúnaðarstörf og raunin er sú að vinnan í þessum löndum væri nánast engin t.d. með og við uppskeru án þeirra. Til dæmis eru innflytjendur áætluð 73% landbúnaðarstarfsmanna í Bandaríkjunum og alls er matvæla- og landbúnaðargeirinn þarlendi 1.053 trilljón dollara iðnaður. Þó að innflytjendur geti fyllt upp í ákveðið gat á vinnumarkaði og jafnvel bætt útsvar sveitarfélaga á landsbyggðinni er mikilvægt skilja að það er ekki nóg. Velsæld þeirra og okkar felst ekki í því að vinnumarkaðurinn sé ekki einn og sér nýttur sem verkfæri til að taka á móti innflytjendum. Við þurfum að ræða hvað inngilding er frá báðum hliðum. Sveitarfélögin gegna mikilvægu hlutverki í því að tryggja að inngilding eigi sér stað. Sveitarfélögin geta boðið upp á persónulegan og óformlegan stuðning við fyrsta skrefin sem innflytjendur þurfa á að halda. Markvissa móttöku og upplýsingamiðlun til nýrra íbúa sérstaklega innflytjenda, getur haft svo mikil áhrif á farsæla dvöl. Sveitarfélögin ættu gera miklu meira en að tryggja það að mæta grunnþörfum íbúanna, heldur ættu sveitarfélögin að skapa stórt félagslegt tengslanet, byggja upp þjónustu sem stuðlar að góðum tengslum milli íbúanna innan nærsamfélagsins. Sveitarfélög veita fólki af öllum uppruna mikilvægar upplýsingar og þjónustu og ættu að veita stuðning sem er grunn atriði í að valdefla og styðja við aðlögun innflytjenda. Inngilding innflytjenda, flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd er lykillinn að framtíðar velferð og samheldni ekki bara í nærsamfélaginu heldur líka á Íslandi almennt. Inngilding snýst ekki um að bjarga eða þola innflytjendur heldur um að byggja upp sterkara, jafnréttara og fjölbreyttara Ísland þar sem allir geta lifað með reisn og geta þá boðið fram krafta sína til samfélagslegrar framþróunar. Höfundur er forstöðumaður Fjölmenningaseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Nichole Leigh Mosty Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur vikum síðan sat ég ásamt Borgarstjóra Reykjavíkurborgar Degi B. Eggertssyni og Ráðherra Félags og vinnumarkaðs ráðuneytis Guðmundi Inga Guðbrandssonar að skrifa undir mikilvægan samning vegna samræmdrar móttöku flóttafólks. Ég óska þess að þið hugið vel að þessari stund…sem ÉG sat með þessum tveimur mikilvægum mönnum, kona af erlendum uppruna, innflytjandi og Forstöðukona Fjölmenningarseturs. Þetta augnablik .. það var merking inngildingar. Með gerð slíks samnings erum við sem þjóð að segja að við viljum tryggja að vel sé tekið á móti fólki sem flytur til Íslands og að inngilding innflytjenda sé okkar mikilvæg. Sleppum því að ræða um flóttafólk, hælisleitendur eða aðra skilgreiningu á því hvernig fólk ber þá merkilegu skilgreiningu innflytjendur og hugum frekar að okkar hlutverki sem samfélag og hvernig megi tryggja að hver einstaklingur sem veitt er leyfi til að dvelja á Íslandi fái tækifæri til að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Markmið okkar þarf að vera að öllum sé mætt með reisn og að allir sem hér dvelja óháð uppruna fái jöfn tækifæri til að ná framförum og að vera virkir þátttakendur í nærsamfélaginu. Sveitarfélög eru nærsamfélagið þar sem við sækjum þjónustu, félagslega tengingu og leggjum okkur fram við að sjá framþróun. Það er sömuleiðis staðan þar sem gagnkvæm aðlögun innflytjenda á sér stað. Þetta er leikvöllurinn þar sem bæði innflytjendur og heimamenn blandast saman og eiga samskipti í daglegu lífi, hvort sem það er á vinnustaðnum, í skólanum, í verslunum eða jafnvel í strætóskýlinu. Ég var svo lánsöm að kynnast þó nokkrum Íslendingum í strætóskýlinu á mínu fyrstu árum hérlendis. Þegar hugsað er um hvernig samfélagið á Íslandi virkar er hægt að segja að heilt yfir séu allskonar tækifæri fyrir gagnkvæma aðlögun að eiga sér stað. Við erum lítið og öruggt samfélag þar sem félagsleg samskipti ættu að virka sem suðupottur fyrir tilvist ólíkra menningar og fólks. Áður en haldið er áfram að ræða mikilvægi sveitarfélaganna tengt inngildingu innflytjenda vil ég fyrst ræða aðeins skilgreininguna á inngildingu (gagnkvæma aðlögun). Inngilding er „samruni jafningja inn í samfélag einstaklinga af mismunandi hópum“ Þess vegna snýst inngilding ekki bara um að veita leyfi og taka á móti innflytjendum heldur snýst það meira um að tilgreina alla þátttöku þeirra í samfélaginu, óháð því hvaðan þau koma eða að á hvaða forsendum. Til dæmis eru flóttafólk innflytjendur alveg eins og hvít kona frá Bandaríkjunum sem flutti hingað vegna ástar. Þegar sveitarfélag og samfélag almennt stuðlar að inngildu innflytjenda erum við að byggja upp sterkari, innihaldsríkari og menningarlega fjölbreyttara samfélag með nauðsynlegum ávinningi fyrir íslenskan þjóð almennt og innflytjendurna sjálfa. Við þurfum að skilja að innflytjendur koma með miklu meira en ferðatösku og draum um að dvelja á Íslandi. Mikilvægra er að að þeir koma með færni sína, vinnuþorsta, fjölbreyttar hugmyndir og menningu með sér. Þeir geta aukið hagvöxt og lífgað upp á heilu hverfin og samfélagið. Þar sem þróunin hérlendis hefur verið sú að ungt fólk er farið að yfirgefa dreifbýlið upp til hópa til að sækjast eftir tækifæri til menntunar eða tækifæri til „betra lífs í borgum“ hafa innflytjendur farið í að finna sér vinnu á landsbyggðinni og þá oftast í ferðaþjónustunni sem er svo gríðarlega mikilvægur iðnaður hérlendis. Sambærileg þróun hefur átt sér stað víða um Evrópu og í Norður Ameríku þar sem innflytjendur eru farnir að dvelja og þeir hafa fengið vinnu við landbúnaðarstörf og raunin er sú að vinnan í þessum löndum væri nánast engin t.d. með og við uppskeru án þeirra. Til dæmis eru innflytjendur áætluð 73% landbúnaðarstarfsmanna í Bandaríkjunum og alls er matvæla- og landbúnaðargeirinn þarlendi 1.053 trilljón dollara iðnaður. Þó að innflytjendur geti fyllt upp í ákveðið gat á vinnumarkaði og jafnvel bætt útsvar sveitarfélaga á landsbyggðinni er mikilvægt skilja að það er ekki nóg. Velsæld þeirra og okkar felst ekki í því að vinnumarkaðurinn sé ekki einn og sér nýttur sem verkfæri til að taka á móti innflytjendum. Við þurfum að ræða hvað inngilding er frá báðum hliðum. Sveitarfélögin gegna mikilvægu hlutverki í því að tryggja að inngilding eigi sér stað. Sveitarfélögin geta boðið upp á persónulegan og óformlegan stuðning við fyrsta skrefin sem innflytjendur þurfa á að halda. Markvissa móttöku og upplýsingamiðlun til nýrra íbúa sérstaklega innflytjenda, getur haft svo mikil áhrif á farsæla dvöl. Sveitarfélögin ættu gera miklu meira en að tryggja það að mæta grunnþörfum íbúanna, heldur ættu sveitarfélögin að skapa stórt félagslegt tengslanet, byggja upp þjónustu sem stuðlar að góðum tengslum milli íbúanna innan nærsamfélagsins. Sveitarfélög veita fólki af öllum uppruna mikilvægar upplýsingar og þjónustu og ættu að veita stuðning sem er grunn atriði í að valdefla og styðja við aðlögun innflytjenda. Inngilding innflytjenda, flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd er lykillinn að framtíðar velferð og samheldni ekki bara í nærsamfélaginu heldur líka á Íslandi almennt. Inngilding snýst ekki um að bjarga eða þola innflytjendur heldur um að byggja upp sterkara, jafnréttara og fjölbreyttara Ísland þar sem allir geta lifað með reisn og geta þá boðið fram krafta sína til samfélagslegrar framþróunar. Höfundur er forstöðumaður Fjölmenningaseturs.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar