Missti nær allar eigur sínar í bruna en ekki kettlinginn Leó Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 19:55 Hinn tólf ára Kristófer heldur hér á Leó litla sem fannst heill á húfi eftir bruna síðastliðið laugardagskvöld. Helga Sóley, móðir Kristófers, er vongóð um að hinn kisi fjölskyldunnar snúi aftur heim og það er margt sem bendir til þess að hann muni gera að. Vísir/Egill Það er ekki nema von að hinum 12 ára gamla Kristófer Adam Stefánssyni hafi brugðið við að sjá herbergið sitt eftir að eldur kviknaði út frá hleðslutæki síðastliðið laugardagskvöld. Helga Sóley Hilmarsdóttir, móðir hans, segir eldsvoðann hafa verið líkt og þruma úr heiðskíru lofti. „Við ætluðum bara að hafa það huggulegt og fara að horfa á einhvern þátt og svona þegar litlan væri sofnuð en þá fór bara allt í gang bara reykskynjarinn á fullt og við sjáum bara stíga reyk út úr herberginu og drengurinn nálgast herbergið og kallar bara „mamma! það er eldur!“ og þá bara logar púði í rúminu hjá honum.“ Kristófer missti nær allar sínar eigur í brunanum en þó blessunarlega ekki kettlinginn Leó. Kristófer brýnir fyrir öllum að huga vel að eldvörnum.Vísir/Egill Þið voruð svolítið hrædd um að Leó væri týndur á einhverjum tímapunkti. „Já, af því hann er lítill og svartur og það var allt svart hérna inni í reyk og allt þannig að já, við vorum svolítið stressuð um hann en hann fannst sem betur fer,“ segir Kristófer feginn. Eruði bestu vinir? „Já hann er mjög skemmtilegur sko.“ En Leó litli er ekki eini kisinn á heimilinu því fjölskyldan á líka fjögurra ára fress sem hún hefur ekki séð frá bruna en ekki er öll von úti. „Þegar við mættum hérna núna þá tókum við eftir því að það eru bæði komin kattarspor hérna fyrir utan gluggann og hann er búinn að koma og fá sér að borða. Það eru allar líkur á að hann komi heim.“ Kristófer er reynslunni ríkari eftir eldsvoðann. Nær allt sem var í herbergi Kristófers er ónýtt eftir brunann.Vísir/egill „Passa þarf að hafa ekki hleðslutæki upp í rúminu svo það kvikni ekki í rúminu ykkar eða herberginu ykkar aða bara jafnvel húsinu ykkar,“ segir Kristófer ábyrgðarfullur en hann og litli bróðir hans hringdu á slökkviliðið þegar eldurinn kom upp og náðu því þannig mögulega að forða frekara tjóni. Garðabær Slökkvilið Dýr Kettir Tengdar fréttir „Mamma, það er eldur!“ Eldur kviknaði í herbergi tólf ára drengs í fjölbýlishúsi í Garðabænum um helgina. Móðir drengsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins en þurfti að lokum að játa sig sigraða og flýja með börnin út á svalir. 6. febrúar 2023 18:02 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Við ætluðum bara að hafa það huggulegt og fara að horfa á einhvern þátt og svona þegar litlan væri sofnuð en þá fór bara allt í gang bara reykskynjarinn á fullt og við sjáum bara stíga reyk út úr herberginu og drengurinn nálgast herbergið og kallar bara „mamma! það er eldur!“ og þá bara logar púði í rúminu hjá honum.“ Kristófer missti nær allar sínar eigur í brunanum en þó blessunarlega ekki kettlinginn Leó. Kristófer brýnir fyrir öllum að huga vel að eldvörnum.Vísir/Egill Þið voruð svolítið hrædd um að Leó væri týndur á einhverjum tímapunkti. „Já, af því hann er lítill og svartur og það var allt svart hérna inni í reyk og allt þannig að já, við vorum svolítið stressuð um hann en hann fannst sem betur fer,“ segir Kristófer feginn. Eruði bestu vinir? „Já hann er mjög skemmtilegur sko.“ En Leó litli er ekki eini kisinn á heimilinu því fjölskyldan á líka fjögurra ára fress sem hún hefur ekki séð frá bruna en ekki er öll von úti. „Þegar við mættum hérna núna þá tókum við eftir því að það eru bæði komin kattarspor hérna fyrir utan gluggann og hann er búinn að koma og fá sér að borða. Það eru allar líkur á að hann komi heim.“ Kristófer er reynslunni ríkari eftir eldsvoðann. Nær allt sem var í herbergi Kristófers er ónýtt eftir brunann.Vísir/egill „Passa þarf að hafa ekki hleðslutæki upp í rúminu svo það kvikni ekki í rúminu ykkar eða herberginu ykkar aða bara jafnvel húsinu ykkar,“ segir Kristófer ábyrgðarfullur en hann og litli bróðir hans hringdu á slökkviliðið þegar eldurinn kom upp og náðu því þannig mögulega að forða frekara tjóni.
Garðabær Slökkvilið Dýr Kettir Tengdar fréttir „Mamma, það er eldur!“ Eldur kviknaði í herbergi tólf ára drengs í fjölbýlishúsi í Garðabænum um helgina. Móðir drengsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins en þurfti að lokum að játa sig sigraða og flýja með börnin út á svalir. 6. febrúar 2023 18:02 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Mamma, það er eldur!“ Eldur kviknaði í herbergi tólf ára drengs í fjölbýlishúsi í Garðabænum um helgina. Móðir drengsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins en þurfti að lokum að játa sig sigraða og flýja með börnin út á svalir. 6. febrúar 2023 18:02