Grafalvarlegt mál að bíðtíminn skuli vera þrjú ár Védís Einarsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 12:00 Í svari sem ég fékk frá Þroska-og hegðunarstöð (ÞOH) vegna tilvísunar sem barst þeim í febrúar 2022, var mér tjáð að þá hafi biðin verið 18-20 mánuðir, en fæ núna í febrúar 2023 tilkynningu um að biðin sé 30-36 mánuðir og þar af leiðandi mun ekki vera möguleiki á greiningu fyrr en eftir rúm tvö ár. Ástæðan sem er gefin fyrir þessum biðtíma sé fjöldi tilvísana og óviðráðanlegar aðstæður. Nú biðla ég til yfirvalda, að ef þetta er staðan hjá þroska og hegðunarstöðvarinnar þá er þetta grafalvarlegt mál og hér þarf að grípa inn sem fyrst. Einnig eigum við sem eigum börn á biðlista skilið nánari og almennileg svör við því hvernig það megi vera að staðan sé svona alvarleg. Allar helstu rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun hefur mikil áhrif á þroskaferli barna og er fyrirbyggjandi, ekki aðeins fyrir barnið sjálft og fjölskyldur þeirra, heldur fyrir kerfið og samfélagið allt.Eitt af lykilorðum um hlutverk ÞOH er að „stuðla að því að frávik finnist snemma…svo grípa megi inn í með viðeigandi úrræðum“ og að „efla lífsgæði og framtíðarhorfur barna, draga úr hamlandi áhrifum hvers kyns frávika í þroska og hegðun og vinna gegn þróun alvarlegri vanda.“ Það er ekki mikið að marka þessi orð ÞOH og ekki hefur gengið vel að bregðast við biðtímanum þegar hann er orðinn allt að þrjú ár. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra um biðtíma hjá ÞOH var biðtíminn árið 2020 7-10 mánuðir og fjárhagstölur voru 288.220.538. Árið 2021 var svo veitt sérstakt viðbótar fjármagn upp á 75 milljónir í tímabundið átaksverkefni til að stytta biðlista þar sem þessi langi biðlisti eykur vanda barna sem þurfa á þjónustunni að halda. Í grein sem birtist á ruv.is 30. mars 2022 segir móðir barns að þau séu búin að bíða í 21 mánuð að komast að. Í sömu grein stendur „747 börn bíða eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarstöð vegna taugaraskana og annarra erfiðleika. Forstöðumaður stofnunarinnar segir í skriflegu svari að biðlistinn sé því miður skelfilega langur. Biðtíminn eftir greiningum getur verið frá 12-20 mánuðum, lengst þurfa börn að bíða eftir einhverfurófsgreiningu„. Það er ansi margt sem breytist í þroska barn á 3 árum og hef ég miklar áhyggjur af öllum þeim börnum sem bíða eftir að komast að og fá viðeigandi hjálp áður en vandinn verður enn meiri. Hvaða afleiðingar mun þetta hafa fyrir börnin og hver ætlar að bera ábyrgðina? Höfundur er iðjuþjálfi. Heimildir: „Það skiptir máli að byrja snemma” Þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar (bvs.is) 0253.pdf (althingi.is) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/23/Throska-og-hegdunarstodinni-veitt-aukid-fe-til-ad-stytta-bid-barna-eftir-greiningu/ https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-03-30-hefur-bedid-i-21-manud-og-finnst-kerfid-hafa-brugdist Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Sjá meira
Í svari sem ég fékk frá Þroska-og hegðunarstöð (ÞOH) vegna tilvísunar sem barst þeim í febrúar 2022, var mér tjáð að þá hafi biðin verið 18-20 mánuðir, en fæ núna í febrúar 2023 tilkynningu um að biðin sé 30-36 mánuðir og þar af leiðandi mun ekki vera möguleiki á greiningu fyrr en eftir rúm tvö ár. Ástæðan sem er gefin fyrir þessum biðtíma sé fjöldi tilvísana og óviðráðanlegar aðstæður. Nú biðla ég til yfirvalda, að ef þetta er staðan hjá þroska og hegðunarstöðvarinnar þá er þetta grafalvarlegt mál og hér þarf að grípa inn sem fyrst. Einnig eigum við sem eigum börn á biðlista skilið nánari og almennileg svör við því hvernig það megi vera að staðan sé svona alvarleg. Allar helstu rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun hefur mikil áhrif á þroskaferli barna og er fyrirbyggjandi, ekki aðeins fyrir barnið sjálft og fjölskyldur þeirra, heldur fyrir kerfið og samfélagið allt.Eitt af lykilorðum um hlutverk ÞOH er að „stuðla að því að frávik finnist snemma…svo grípa megi inn í með viðeigandi úrræðum“ og að „efla lífsgæði og framtíðarhorfur barna, draga úr hamlandi áhrifum hvers kyns frávika í þroska og hegðun og vinna gegn þróun alvarlegri vanda.“ Það er ekki mikið að marka þessi orð ÞOH og ekki hefur gengið vel að bregðast við biðtímanum þegar hann er orðinn allt að þrjú ár. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra um biðtíma hjá ÞOH var biðtíminn árið 2020 7-10 mánuðir og fjárhagstölur voru 288.220.538. Árið 2021 var svo veitt sérstakt viðbótar fjármagn upp á 75 milljónir í tímabundið átaksverkefni til að stytta biðlista þar sem þessi langi biðlisti eykur vanda barna sem þurfa á þjónustunni að halda. Í grein sem birtist á ruv.is 30. mars 2022 segir móðir barns að þau séu búin að bíða í 21 mánuð að komast að. Í sömu grein stendur „747 börn bíða eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarstöð vegna taugaraskana og annarra erfiðleika. Forstöðumaður stofnunarinnar segir í skriflegu svari að biðlistinn sé því miður skelfilega langur. Biðtíminn eftir greiningum getur verið frá 12-20 mánuðum, lengst þurfa börn að bíða eftir einhverfurófsgreiningu„. Það er ansi margt sem breytist í þroska barn á 3 árum og hef ég miklar áhyggjur af öllum þeim börnum sem bíða eftir að komast að og fá viðeigandi hjálp áður en vandinn verður enn meiri. Hvaða afleiðingar mun þetta hafa fyrir börnin og hver ætlar að bera ábyrgðina? Höfundur er iðjuþjálfi. Heimildir: „Það skiptir máli að byrja snemma” Þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar (bvs.is) 0253.pdf (althingi.is) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/23/Throska-og-hegdunarstodinni-veitt-aukid-fe-til-ad-stytta-bid-barna-eftir-greiningu/ https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-03-30-hefur-bedid-i-21-manud-og-finnst-kerfid-hafa-brugdist
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun