Forysta BSRB axlar ekki ábyrgð á eigin kjarasamningum Ellisif Tinna Víðisdóttir skrifar 29. apríl 2023 14:00 Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð sem tryggir félagsmönnum BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur samið um við aðra opinbera vinnuveitendur. Félagsmönnum BSRB stendur þessi hækkun til boða frá seinustu mánaðarmótum en miðað við fréttaflutning seinustu daga virðist forysta BSRB ekki hafa kynnt félagsmönnum sínum þann samning. Ekki fæst betur séð en ástæðan sé sú að ætlun BSRB sé að breiða yfir eigin mistök við gerð kjarasamninga sinna. Forysta BSRB ber alfarið ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fengu ekki launahækkanir um síðustu áramót líkt og forysta Starfsgreinasambands Íslands (SGS) samdi um árið 2020. Samband íslenskra sveitarfélaga telur mikilvægt að almennir félagsmenn sem kjósa um verkfall viti hvað liggur nú þegar á borðinu. Vert er að hugleiða hvers vegna forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB fer ekki með þann ágreining sem hér um ræðir fyrir Félagsdóm. Allir kjarasamningar Sambands íslenskra sveitarfélaga bera þess merki og stöðugt er unnið að umbótum við kjarasamningsgerð og er það óumdeilt að sveitarfélögin eru í fararbroddi á íslenskum vinnumarkaði þegar kemur að baráttunni gegn ómálefnalegum launamun. Stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaga hafa stutt virðismatskerfi sveitarfélaga á störfum. Hvers vegna er gildistími samninga BSRB og SGS mismunandi? Forsvarsmenn SGS sömdu, árið 2020, um kjarasamning sem gildir út september 2023 en þeim samningi fylgir m.a. launatafla 5 sem gildir frá síðustu áramótum út samningstímann. Forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB var að sjálfsögðu boðinn sami samningur sem þau höfnuðu alfarið. Afleiðing þeirrar ákvörðunar að hafna tilboði Sambands íslenskra sveitarfélaga er sú að félagsmenn bæjarstarfsmannafélaga BSRB fengu ekki launahækkanir fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs skv. launatöflu 5. Það var mjög skýr krafa forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB að gildistími kjarasamninga þeirra væri til 31. mars 2023. Ákvörðun BSRB hefur skilað félagsmönnum þeirra lakari niðurstöðu en öðrum Með ákvörðun BSRB um að hafna sama kjarasamningi og Starfsgreinasambandið hafði undirritað tæpum tveimur mánuðum áður við Samband íslenskra sveitarfélaga á árinu 2020 braut forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB þetta jafnrétti með því að gera kröfu um kjarasamning sem að lokum skilaði lakari niðurstöðu fyrir félagsmenn þeirra. Hvaða samningstilboð er á borðinu? Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram kjarasamningstilboð, í samræmi við merki markaðarins, sem tryggir félagsmönnum bæjarstarfsmannafélaga BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur nú þegar samið um við aðra opinbera vinnuveitendur. Óbilgirni eða sjálfstæður samningsréttur? Hvert og eitt stéttarfélag hefur sjálfstæðan samningsrétt og leggur Samband íslenskra sveitarfélaga ríka áherslu á að virða hann í hvívetna en bent skal á að sjálfstæðum samningsrétti fylgir einnig rík ábyrgð. Það er ekki ólögmætt að gera ólíka kjarasamninga með mismunandi gildistíma. Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB lagði þunga áherslu á það í kjarasamningsviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga árið 2020, að samningstími kjarasamnings næði til 31. mars 2023 og höfnuðu alfarið kjarasamningi með gildistíma til 30. september 2023 sem innihélt launatöflu 5. Í ljósi þess er dapurlegt að málflutningur forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB sé nú á þann veg að Samband íslenskra sveitarfélaga sýni starfsfólki sveitarfélaga óbilgirni og mismuni þeim. Vert er að hugleiða hvers vegna forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB fer ekki með þann ágreining sem hér um ræðir fyrir Félagsdóm, sem er réttur vettvangur til að fá úrskurð í ágreiningsmálum af þessu tagi. Hvers vegna getur ekki verið um afturvirkni að ræða? Samningur bæjarstarfsmannafélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga rann út 31. mars 2023 og er að fullu efndur. Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB krefst þess nú að nýr kjarasamningur, sem þeim stendur til boða, hafi gildistíma frá 1. janúar 2023. Tveir kjarasamningar sömu samningsaðila geta ekki verið í gildi á sama tíma (þ.e. fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs). Þegar talað er um afturvirkni við kjarasamningagerð á það almennt við þegar kjaraviðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma og verið er að tryggja að samningur taki við af samningi. Hins vegar er ekki um að ræða að nýr samningur geti verið afturvirkur inn á gildistíma þess samnings sem er liðinn og hefur verið að fullu efndur af hendi sveitarfélaga. Höfundur er lögfræðingur kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð sem tryggir félagsmönnum BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur samið um við aðra opinbera vinnuveitendur. Félagsmönnum BSRB stendur þessi hækkun til boða frá seinustu mánaðarmótum en miðað við fréttaflutning seinustu daga virðist forysta BSRB ekki hafa kynnt félagsmönnum sínum þann samning. Ekki fæst betur séð en ástæðan sé sú að ætlun BSRB sé að breiða yfir eigin mistök við gerð kjarasamninga sinna. Forysta BSRB ber alfarið ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fengu ekki launahækkanir um síðustu áramót líkt og forysta Starfsgreinasambands Íslands (SGS) samdi um árið 2020. Samband íslenskra sveitarfélaga telur mikilvægt að almennir félagsmenn sem kjósa um verkfall viti hvað liggur nú þegar á borðinu. Vert er að hugleiða hvers vegna forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB fer ekki með þann ágreining sem hér um ræðir fyrir Félagsdóm. Allir kjarasamningar Sambands íslenskra sveitarfélaga bera þess merki og stöðugt er unnið að umbótum við kjarasamningsgerð og er það óumdeilt að sveitarfélögin eru í fararbroddi á íslenskum vinnumarkaði þegar kemur að baráttunni gegn ómálefnalegum launamun. Stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaga hafa stutt virðismatskerfi sveitarfélaga á störfum. Hvers vegna er gildistími samninga BSRB og SGS mismunandi? Forsvarsmenn SGS sömdu, árið 2020, um kjarasamning sem gildir út september 2023 en þeim samningi fylgir m.a. launatafla 5 sem gildir frá síðustu áramótum út samningstímann. Forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB var að sjálfsögðu boðinn sami samningur sem þau höfnuðu alfarið. Afleiðing þeirrar ákvörðunar að hafna tilboði Sambands íslenskra sveitarfélaga er sú að félagsmenn bæjarstarfsmannafélaga BSRB fengu ekki launahækkanir fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs skv. launatöflu 5. Það var mjög skýr krafa forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB að gildistími kjarasamninga þeirra væri til 31. mars 2023. Ákvörðun BSRB hefur skilað félagsmönnum þeirra lakari niðurstöðu en öðrum Með ákvörðun BSRB um að hafna sama kjarasamningi og Starfsgreinasambandið hafði undirritað tæpum tveimur mánuðum áður við Samband íslenskra sveitarfélaga á árinu 2020 braut forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB þetta jafnrétti með því að gera kröfu um kjarasamning sem að lokum skilaði lakari niðurstöðu fyrir félagsmenn þeirra. Hvaða samningstilboð er á borðinu? Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram kjarasamningstilboð, í samræmi við merki markaðarins, sem tryggir félagsmönnum bæjarstarfsmannafélaga BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur nú þegar samið um við aðra opinbera vinnuveitendur. Óbilgirni eða sjálfstæður samningsréttur? Hvert og eitt stéttarfélag hefur sjálfstæðan samningsrétt og leggur Samband íslenskra sveitarfélaga ríka áherslu á að virða hann í hvívetna en bent skal á að sjálfstæðum samningsrétti fylgir einnig rík ábyrgð. Það er ekki ólögmætt að gera ólíka kjarasamninga með mismunandi gildistíma. Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB lagði þunga áherslu á það í kjarasamningsviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga árið 2020, að samningstími kjarasamnings næði til 31. mars 2023 og höfnuðu alfarið kjarasamningi með gildistíma til 30. september 2023 sem innihélt launatöflu 5. Í ljósi þess er dapurlegt að málflutningur forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB sé nú á þann veg að Samband íslenskra sveitarfélaga sýni starfsfólki sveitarfélaga óbilgirni og mismuni þeim. Vert er að hugleiða hvers vegna forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB fer ekki með þann ágreining sem hér um ræðir fyrir Félagsdóm, sem er réttur vettvangur til að fá úrskurð í ágreiningsmálum af þessu tagi. Hvers vegna getur ekki verið um afturvirkni að ræða? Samningur bæjarstarfsmannafélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga rann út 31. mars 2023 og er að fullu efndur. Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB krefst þess nú að nýr kjarasamningur, sem þeim stendur til boða, hafi gildistíma frá 1. janúar 2023. Tveir kjarasamningar sömu samningsaðila geta ekki verið í gildi á sama tíma (þ.e. fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs). Þegar talað er um afturvirkni við kjarasamningagerð á það almennt við þegar kjaraviðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma og verið er að tryggja að samningur taki við af samningi. Hins vegar er ekki um að ræða að nýr samningur geti verið afturvirkur inn á gildistíma þess samnings sem er liðinn og hefur verið að fullu efndur af hendi sveitarfélaga. Höfundur er lögfræðingur kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun