Afar ósáttur við auglýsingar BSRB sem hann telur ólöglegar Helena Rós Sturludóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 24. maí 2023 12:00 Kjartan Már bæjarstjóri með auglýsingu BSRB í nafni Reykjanesbæjar. Hann segist hafa fengið athugasemdir vegna hennar. Vísir/Helena Rós Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, er allt annað en sáttur við auglýsingar BSRB í nafni Reykjanesbæjar þar sem óskað er eftir nægjusömum starfskrafti. Félagsmenn í Starfsmannafélagi Suðurnesja lögðu niður störf í grunnskólum í dag og fjölmenntu á bókasafn bæjarsins í morgun og hittu fyrir bæjarstjórann. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ljóst að aðgerðir í tíu sveitarfélögum hafi mikil áhrif. Um sé að ræða neyðarúrræði til að ná fram kröfum um jöfn laun fyrir sambærileg störf. Krafa BSRB er sú að félagar þeirra fái sömu laun og samið hefur verið um fyrir aðra starfsmenn sem vinna sömu eða sambærileg störf og að sú launahækkun miði við 1. janúar eins og hjá öðrum, en ekki 1. apríl eins og sveitafélögin gera kröfu um í viðræðum. Sonja Ýr segir félagsmenn BSRB ánægða með auglýsingaherferðina umdeildu. Trausti Björgvinsson, formaður Starfsmannasambands Suðurnesja og húsvörður í grunnskóla, ávarpaði bæjarstjóra á bókasafninu í morgun. Hann sagði fólk upplifa það að vera stöðugt minnt á mikilvægi sitt en væri á sama tíma mismunað í launum. Þetta væri fólk sem hefði staðið ýmislegt af sér í kórónuveirufaraldrinum og fært fram fórnir. Kjartan Már bæjarstjóri áréttaði að Samband íslenskra sveitarfélaga hefði komið að samningnum fyrir hönd Reykjanesbæjar eins og fleiri sveitarfélaga. Hann hvatti til þess að lausn fyndist hið fyrsta. Þá sagðist hann ósáttur við auglýsingaherferð BSRB í nafni Reykjanesbæjar. Í auglýsingunum er óskað eftir nægjusömum starfskrafti. Taldi hann auglýsingarnar ólöglegar og hvatti til þess að þær yrðu endurskoðaðar. Auglýsingarnar vöktu athygli fyrr í mánuðinum en þar er fleiri sveitarfélögum gerð upp leit að starfskrafti sem ýmist þurfi að vera meðvirkur eða nægjusamur. Helena Rós Sturludóttir, fréttamaður okkar, ræddi við Kjartan að loknum fundi með starfsmönnum grunnskóla. Ástandið væri slæmt í grunnskólum bæjarins. Þá ræddi Helena Rós við Trausta sem segir kjánalegt af Sambandi íslenskra sveitarfélaga að leggja til að BSRB fari dómstólaleiðina til að leita réttar síns. Fundur BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara á mánudag skilaði ekki árangri. Ekki hefur verið boðaður annar fundur í ljósi þess hversu langt ber á milli deiluaðila. Kjaramál Reykjanesbær Grunnskólar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. 22. maí 2023 20:03 Amma kölluð út í morgun vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust af fullum þunga í morgun í níu sveitarfélögum. Samband íslenskra sveitarfélaga og BSRB funduðu hjá ríkissáttasemjara síðdegis en enn er langt í land. Amma var kölluð út í morgun vegna verkfalla í leikskólanum hjá einu barnabarninu. 22. maí 2023 18:49 Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ljóst að aðgerðir í tíu sveitarfélögum hafi mikil áhrif. Um sé að ræða neyðarúrræði til að ná fram kröfum um jöfn laun fyrir sambærileg störf. Krafa BSRB er sú að félagar þeirra fái sömu laun og samið hefur verið um fyrir aðra starfsmenn sem vinna sömu eða sambærileg störf og að sú launahækkun miði við 1. janúar eins og hjá öðrum, en ekki 1. apríl eins og sveitafélögin gera kröfu um í viðræðum. Sonja Ýr segir félagsmenn BSRB ánægða með auglýsingaherferðina umdeildu. Trausti Björgvinsson, formaður Starfsmannasambands Suðurnesja og húsvörður í grunnskóla, ávarpaði bæjarstjóra á bókasafninu í morgun. Hann sagði fólk upplifa það að vera stöðugt minnt á mikilvægi sitt en væri á sama tíma mismunað í launum. Þetta væri fólk sem hefði staðið ýmislegt af sér í kórónuveirufaraldrinum og fært fram fórnir. Kjartan Már bæjarstjóri áréttaði að Samband íslenskra sveitarfélaga hefði komið að samningnum fyrir hönd Reykjanesbæjar eins og fleiri sveitarfélaga. Hann hvatti til þess að lausn fyndist hið fyrsta. Þá sagðist hann ósáttur við auglýsingaherferð BSRB í nafni Reykjanesbæjar. Í auglýsingunum er óskað eftir nægjusömum starfskrafti. Taldi hann auglýsingarnar ólöglegar og hvatti til þess að þær yrðu endurskoðaðar. Auglýsingarnar vöktu athygli fyrr í mánuðinum en þar er fleiri sveitarfélögum gerð upp leit að starfskrafti sem ýmist þurfi að vera meðvirkur eða nægjusamur. Helena Rós Sturludóttir, fréttamaður okkar, ræddi við Kjartan að loknum fundi með starfsmönnum grunnskóla. Ástandið væri slæmt í grunnskólum bæjarins. Þá ræddi Helena Rós við Trausta sem segir kjánalegt af Sambandi íslenskra sveitarfélaga að leggja til að BSRB fari dómstólaleiðina til að leita réttar síns. Fundur BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara á mánudag skilaði ekki árangri. Ekki hefur verið boðaður annar fundur í ljósi þess hversu langt ber á milli deiluaðila.
Kjaramál Reykjanesbær Grunnskólar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. 22. maí 2023 20:03 Amma kölluð út í morgun vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust af fullum þunga í morgun í níu sveitarfélögum. Samband íslenskra sveitarfélaga og BSRB funduðu hjá ríkissáttasemjara síðdegis en enn er langt í land. Amma var kölluð út í morgun vegna verkfalla í leikskólanum hjá einu barnabarninu. 22. maí 2023 18:49 Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira
Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. 22. maí 2023 20:03
Amma kölluð út í morgun vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust af fullum þunga í morgun í níu sveitarfélögum. Samband íslenskra sveitarfélaga og BSRB funduðu hjá ríkissáttasemjara síðdegis en enn er langt í land. Amma var kölluð út í morgun vegna verkfalla í leikskólanum hjá einu barnabarninu. 22. maí 2023 18:49
Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57