Bein útsending: Rostungur í fjörunni á Álftanesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2023 15:49 Rostungurinn hefur lítið hreyft sig undanfarna klukkustund. Vísir/Vilhelm Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir. Fólk er varað við því að koma ekki nær en hundrað metra frá rostungnum Þóra Jónasdóttir dýralæknir hjá Matvælastofnun segir í samtali við fréttastofu að lögregla reyni að takmarka ferðir fólks að dýrinu. Þar sé öryggi fólks í fyrirrúmi. „Rostungar geta ferðast hratt ef þeim finnst þeim ógnað og geta ráðist að fóli. Notað höggtennur ef þeir telja sig þurfa að verja sig. Geta einnig borið smitsjúkdóma. Með tilliti til velferðar dýrsins er vont að stressa það í hvíld,“ segir Þóra. Lögregla ætli að skoða aðstæður og leiðbeina fólki um að vera ekki of nálægt dýrinu. Starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar og dýralæknir hjá Matvælastofnun eru á leið á vettvang að meta ástand dýrsins. „Við ætlum að reyna að skoða núna þessar myndir af sárum og ætlum að fara þangað að meta aðstæður,“ segir Þóra. Það sé á ábyrgð sveitarfélagsins að bregðast við. Fylgjast má með streymi úr fjörunni á Stöð 2 Vísi, hér að neðan. Jón Sólmundsson fiskifræðingur lýsti því í samtali við Vísi í morgun þar sem hann hjólaði úr Norðurbænum í Hafnarfirði niður hjá Hrafnistu að Herjólfsgötu og sá hann syndandi í flæðarmálinu. „Síðan hjólaði ég og hann synti þarna við hliðina á mér alveg inn í höfnina að Fjörukránni. Hann kafaði öðru hverju ofan í sjóinn og svo kom hann upp í Hafnargarðinn.“ „Hann var líka forvitinn, það var svolítið af fólki sem stoppaði til að horfa á hann og hann virtist vera að spá í það líka,“ sagði Jón um forvitinn rostunginn. „Svo fór ég í vinnunni og hann synti út í fjörðinn aftur.“ Hvert vissi Jón eðlilega ekki en ekki löngu síðar var hann kominn upp í fjöru hjá nágrönnum Hafnfirðinga á Álftanesi. Ljósmyndari Vísis náði nokkrum myndum af Rollsa.Vísir/Vilhelm Garðabær Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Rostungur samferða manni á leið í vinnu Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð. 7. júní 2023 10:41 Farandrostungurinn Þór farinn frá Þórshöfn Rostungurinn Þór, sem gerði sig heimakominn á Þórshöfn í gær, er farinn. Skólastjórinn í bænum segir gaman að hafa fengið hann í heimsókn og hann sé alltaf velkominn aftur, enda hafi hann reynst mikið aðdráttarafl þegar kemur að ferðamönnum. 9. apríl 2023 10:21 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Þóra Jónasdóttir dýralæknir hjá Matvælastofnun segir í samtali við fréttastofu að lögregla reyni að takmarka ferðir fólks að dýrinu. Þar sé öryggi fólks í fyrirrúmi. „Rostungar geta ferðast hratt ef þeim finnst þeim ógnað og geta ráðist að fóli. Notað höggtennur ef þeir telja sig þurfa að verja sig. Geta einnig borið smitsjúkdóma. Með tilliti til velferðar dýrsins er vont að stressa það í hvíld,“ segir Þóra. Lögregla ætli að skoða aðstæður og leiðbeina fólki um að vera ekki of nálægt dýrinu. Starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar og dýralæknir hjá Matvælastofnun eru á leið á vettvang að meta ástand dýrsins. „Við ætlum að reyna að skoða núna þessar myndir af sárum og ætlum að fara þangað að meta aðstæður,“ segir Þóra. Það sé á ábyrgð sveitarfélagsins að bregðast við. Fylgjast má með streymi úr fjörunni á Stöð 2 Vísi, hér að neðan. Jón Sólmundsson fiskifræðingur lýsti því í samtali við Vísi í morgun þar sem hann hjólaði úr Norðurbænum í Hafnarfirði niður hjá Hrafnistu að Herjólfsgötu og sá hann syndandi í flæðarmálinu. „Síðan hjólaði ég og hann synti þarna við hliðina á mér alveg inn í höfnina að Fjörukránni. Hann kafaði öðru hverju ofan í sjóinn og svo kom hann upp í Hafnargarðinn.“ „Hann var líka forvitinn, það var svolítið af fólki sem stoppaði til að horfa á hann og hann virtist vera að spá í það líka,“ sagði Jón um forvitinn rostunginn. „Svo fór ég í vinnunni og hann synti út í fjörðinn aftur.“ Hvert vissi Jón eðlilega ekki en ekki löngu síðar var hann kominn upp í fjöru hjá nágrönnum Hafnfirðinga á Álftanesi. Ljósmyndari Vísis náði nokkrum myndum af Rollsa.Vísir/Vilhelm
Garðabær Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Rostungur samferða manni á leið í vinnu Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð. 7. júní 2023 10:41 Farandrostungurinn Þór farinn frá Þórshöfn Rostungurinn Þór, sem gerði sig heimakominn á Þórshöfn í gær, er farinn. Skólastjórinn í bænum segir gaman að hafa fengið hann í heimsókn og hann sé alltaf velkominn aftur, enda hafi hann reynst mikið aðdráttarafl þegar kemur að ferðamönnum. 9. apríl 2023 10:21 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Rostungur samferða manni á leið í vinnu Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð. 7. júní 2023 10:41
Farandrostungurinn Þór farinn frá Þórshöfn Rostungurinn Þór, sem gerði sig heimakominn á Þórshöfn í gær, er farinn. Skólastjórinn í bænum segir gaman að hafa fengið hann í heimsókn og hann sé alltaf velkominn aftur, enda hafi hann reynst mikið aðdráttarafl þegar kemur að ferðamönnum. 9. apríl 2023 10:21