Hvar eru gögnin? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 29. júní 2023 13:30 Þegar matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tók fyrirvaralaust ákvörðun um stöðvun veiða á langreyðum við Ísland 20. júní sl. óskuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) samstundis eftir afriti af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra frá matvælaráðuneytinu. Það liðu sex dagar þar til svar barst frá ráðuneytinu eftir ítrekun SFS. Þá var beiðnin sögð umfangsmikil og tæki „einhvern tíma“ að safna saman gögnum og gera tilbúin til afhendingar. Nú eru liðnir heilir níu dagar og engin gögn í sjónmáli. Í vikunni var lögfræðilegt álit LEX lögmannsstofu á lögmæti ákvörðunar matvælaráðherra birt. Niðurstaða þess álits var skýr, ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva veiðar á langreyðum fór í bága við lög og var ekki reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Það var svo tveimur dögum eftir birtingu lögfræðilegs álits LEX sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kom fram á forsíðu Morgunblaðsins með yfirlýsingu fyrir matvælaráðherrann um að gögn um lögmæti ákvörðunar ráðherrans væru væntanleg. Hvað gæti skýrt þessar tafir og tafaleiki? Gæti það verið að enginn lagalegur rökstuðningur hafi legið til grundvallar, að ráðherrann hafi einfaldlega farið fram í krafti pólitískra skammtímahagsmuna og skeytt engu um alvarlegar afleiðingar ákvörðunar sinnar. Gæti verið að nú sitji fólk í matvælaráðuneytinu að reyna að rökstyðja sig afturábak að ólögmætri ákvörðun. Ítarleg lagaleg greining LEX lögmannsstofu leiddi í ljós, svo ekki verður um villst, að ráðherrann braut stjórnarskrá með framferði sínu, braut sett lög ásamt því að fara á svig við stjórnsýslureglur sem eru til verndar borgaranna og virti að vettugi meðalhóf við ákvörðunina. Ekkert mat fór fram á svo íþyngjandi ákvörðun og enginn sjálfstæð rannsókn fór fram af hálfu ráðherrans eftir að hún fékk álit fagráðs í hendur. Álit sem tók í engu á lögmæti ákvörðunarinnar, var rýrt að rökstuðningi að öðru leiti og unnið var í andstöðu við ákvæði stjórnsýslulaga. Það skýrir kannski nýtilkominn óróleika forsætisráðherra í þessu máli að hún hefur í gegnum tíðina verið föst fyrir í því að ráðherrar rökstyðji ákvarðanir sínar ítarlega, að ráðherrar ráðfæri sig við sérfræðinga við hvert skref – líka um lagaleg atriði, að ráðherrar fresti ákvörðunum ef ekki gefst nægilegur tími til að rannsaka, að ráðherrar ráðfæri sig við þingið við veigamiklar ákvarðanir, að ráðherrar fari að lögum og að gagnsæi ríki í hvívetna í stjórnsýslunni. Það hljóta því að vera þung skref fyrir forsætisráðherrann að þurfa nú að verja þessa ólögmætu ákvörðun matvælaráðherra. En við hjá SFS bíðum enn eftir gögnum úr matvælaráðuneytinu, höldum áfram að ítreka beiðnina og standa vörð um hagsmuni þjóðar þegar kemur að sjálfbærri og löglegri nýtingu sjávarauðlindarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Sjá meira
Þegar matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tók fyrirvaralaust ákvörðun um stöðvun veiða á langreyðum við Ísland 20. júní sl. óskuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) samstundis eftir afriti af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra frá matvælaráðuneytinu. Það liðu sex dagar þar til svar barst frá ráðuneytinu eftir ítrekun SFS. Þá var beiðnin sögð umfangsmikil og tæki „einhvern tíma“ að safna saman gögnum og gera tilbúin til afhendingar. Nú eru liðnir heilir níu dagar og engin gögn í sjónmáli. Í vikunni var lögfræðilegt álit LEX lögmannsstofu á lögmæti ákvörðunar matvælaráðherra birt. Niðurstaða þess álits var skýr, ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva veiðar á langreyðum fór í bága við lög og var ekki reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Það var svo tveimur dögum eftir birtingu lögfræðilegs álits LEX sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kom fram á forsíðu Morgunblaðsins með yfirlýsingu fyrir matvælaráðherrann um að gögn um lögmæti ákvörðunar ráðherrans væru væntanleg. Hvað gæti skýrt þessar tafir og tafaleiki? Gæti það verið að enginn lagalegur rökstuðningur hafi legið til grundvallar, að ráðherrann hafi einfaldlega farið fram í krafti pólitískra skammtímahagsmuna og skeytt engu um alvarlegar afleiðingar ákvörðunar sinnar. Gæti verið að nú sitji fólk í matvælaráðuneytinu að reyna að rökstyðja sig afturábak að ólögmætri ákvörðun. Ítarleg lagaleg greining LEX lögmannsstofu leiddi í ljós, svo ekki verður um villst, að ráðherrann braut stjórnarskrá með framferði sínu, braut sett lög ásamt því að fara á svig við stjórnsýslureglur sem eru til verndar borgaranna og virti að vettugi meðalhóf við ákvörðunina. Ekkert mat fór fram á svo íþyngjandi ákvörðun og enginn sjálfstæð rannsókn fór fram af hálfu ráðherrans eftir að hún fékk álit fagráðs í hendur. Álit sem tók í engu á lögmæti ákvörðunarinnar, var rýrt að rökstuðningi að öðru leiti og unnið var í andstöðu við ákvæði stjórnsýslulaga. Það skýrir kannski nýtilkominn óróleika forsætisráðherra í þessu máli að hún hefur í gegnum tíðina verið föst fyrir í því að ráðherrar rökstyðji ákvarðanir sínar ítarlega, að ráðherrar ráðfæri sig við sérfræðinga við hvert skref – líka um lagaleg atriði, að ráðherrar fresti ákvörðunum ef ekki gefst nægilegur tími til að rannsaka, að ráðherrar ráðfæri sig við þingið við veigamiklar ákvarðanir, að ráðherrar fari að lögum og að gagnsæi ríki í hvívetna í stjórnsýslunni. Það hljóta því að vera þung skref fyrir forsætisráðherrann að þurfa nú að verja þessa ólögmætu ákvörðun matvælaráðherra. En við hjá SFS bíðum enn eftir gögnum úr matvælaráðuneytinu, höldum áfram að ítreka beiðnina og standa vörð um hagsmuni þjóðar þegar kemur að sjálfbærri og löglegri nýtingu sjávarauðlindarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar