Botna ekkert í dauða tíu hunda á Austurlandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júlí 2023 11:54 Sigurborg Daðadóttir er yfirdýralæknir Matvælastofnunar sem tók við rannsókn á dauða tíu hunda fyrr í mánuðinum. vísir Yfirdýralæknir MAST segir óútskýrðan dauða tíu hunda á Austurlandi einstakt mál sem stofnunin botni ekki í að svo stöddu. Málið er nú á borði lögreglu. Þann 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson hundaræktandi að tíu hundum sínum dauðum á bæ sínum í Engihlíð upp af Breiðdalsvík. Askur hafði skroppið á bæjarhátíð í nokkrar klukkustundir en þegar hann kom til baka lágu hundarnir tíu dauðir í hundagerðinu þar sem hann hafði skilið þá eftir. Þetta voru sex Síberíu Husky, einn Alaska husky, þrír Border Collie og Síberíu Husky blendingar. Matvælastofnun tók við rannsókn málsins og voru tveir hundar sendir í krufningu á tilraunastöð á Keldum. „Það er enn þá verið að bíða eftir frekari niðurstöðum úr krufningu. Þetta fór í eiturefnagreiningu og það tekur einhverjar vikur. Þannig þetta fór ekki lengra af okkar hálfu og við vísuðum þessu til lögreglu,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir Matvælastofnunar. Að hennar sögn liggur ekki fyrir að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað en engir sjáanlegir áverkar voru á hundunum. „Það er enginn grunur um sjúkdóm. Það allavega finnst ekki við krufningu og það er ekki grunur um neitt enn þá. Þetta er bara óútskýrt. Óútskýrður dauði.“ Þannig þið botnið í raun ekkert í þessu? „Það má alveg segja það, þetta er allavega mjög óljóst.“ Ljóst er að tjón eigandans hleypur á milljónum. Málið á sér engin fordæmi hérlendis en búast má við niðurstöðum eiturefnakrufningar innan nokkurra vikna. Dýr Fjarðabyggð Hundar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Þann 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson hundaræktandi að tíu hundum sínum dauðum á bæ sínum í Engihlíð upp af Breiðdalsvík. Askur hafði skroppið á bæjarhátíð í nokkrar klukkustundir en þegar hann kom til baka lágu hundarnir tíu dauðir í hundagerðinu þar sem hann hafði skilið þá eftir. Þetta voru sex Síberíu Husky, einn Alaska husky, þrír Border Collie og Síberíu Husky blendingar. Matvælastofnun tók við rannsókn málsins og voru tveir hundar sendir í krufningu á tilraunastöð á Keldum. „Það er enn þá verið að bíða eftir frekari niðurstöðum úr krufningu. Þetta fór í eiturefnagreiningu og það tekur einhverjar vikur. Þannig þetta fór ekki lengra af okkar hálfu og við vísuðum þessu til lögreglu,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir Matvælastofnunar. Að hennar sögn liggur ekki fyrir að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað en engir sjáanlegir áverkar voru á hundunum. „Það er enginn grunur um sjúkdóm. Það allavega finnst ekki við krufningu og það er ekki grunur um neitt enn þá. Þetta er bara óútskýrt. Óútskýrður dauði.“ Þannig þið botnið í raun ekkert í þessu? „Það má alveg segja það, þetta er allavega mjög óljóst.“ Ljóst er að tjón eigandans hleypur á milljónum. Málið á sér engin fordæmi hérlendis en búast má við niðurstöðum eiturefnakrufningar innan nokkurra vikna.
Dýr Fjarðabyggð Hundar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59