Eru neysluvatnskerfin okkar of dýr og óheilsusamleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar 7. ágúst 2023 08:31 Aðgengi að hreinu neysluvatni er hverju samfélagi mikilvægt. Vatnsskortur og mengun vatns sem bera með sér óæskilegar örverur sem geta valdið sjúkdómum eru helstu ógnir við lýðheilsu okkar. Til að koma í veg fyrir vatnsborna faraldra hér á landi hefur áhersla verið lögð á að vakta og vernda vatnsbólin okkar. En er það nóg? Fyrir tólf árum síðan eða í mars árið 2011 gaf alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO út skýrslu er varðaði gæði neysluvatns í byggingum. Helstu niðurstöður hennar sýndu að léleg hönnun og stýring vatnslagnakerfa í byggingum getur valdið sjúkdómum ekkert síður en vatnsbólin sjálf gera. Í kjölfarið fóru Bretar af stað með rannsókn á því hvort að þau viðmið sem þeir byggðu á við hönnun neysluvatnskerfa í íbúðarhúsnæðum og öðrum byggingum gæfu rétta mynd af raunverulegri neysluvatnsnotkun. Í stuttu máli sagt að þá komust þeir að því að þeir yfirhönnuðu neysluvatnskerfin sem þýddi að dælur og rör kerfanna þeirra voru stærri en þau þurftu að vera og þá einnig dýrari í uppsetningu. Sverari rör þýða einnig lægri vatnshraða og minni endurnýjun vatns í lagnakerfunum. Hætta á stöðnu vatni með hættu á skaðsömum bakteríum sem því fylgir var því til staðar. Ein þeirra er Legíónellabakterían. Náttúruleg heimkynni Legíónellabakteríunnar sem einnig er kölluð hermannaveikin eru sem dæmi í vatni, en bakterían þolir hitastig frá 0–63°C og er kjörhitastig hennar um það bil 30–40°C. Legíónellabakterían getur lifað árum saman í vatnstönkum við 2–8°C og sest oft að í lokuðum endum pípulagna stórra bygginga þar sem vatnið stendur kyrrt og hitastig er ekki hátt. Meðgöngutími hermannaveiki er 2-10 dagar og dauðsföll verða í 5-30% tilfella. Bretarnir komust að því að þeir þyrftu að breyta sínum hönnunarviðmiðum hið snarasta og gerðu það fyrir stuttu síðan. Við íslenskir hönnuðir erum skyldugir til að hanna lagnakerfi samkvæmt ÍST67 en staðallinn inniheldur sérákvæði við danska staðalinn DS 439:2009 Norm for vandinstallationer. Samkvæmt rannsókn Bretanna erum við að yfirhanna neysluvatnskerfin okkar (sjá mynd). Er ekki kominn tími til að staldra við og gera svipaða rannsókn og Bretarnir gerðu í kjölfar úttektar WHO svo við íslendingar getum treyst því að neysluvatnið okkar sé það besta í heimi? Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Aðgengi að hreinu neysluvatni er hverju samfélagi mikilvægt. Vatnsskortur og mengun vatns sem bera með sér óæskilegar örverur sem geta valdið sjúkdómum eru helstu ógnir við lýðheilsu okkar. Til að koma í veg fyrir vatnsborna faraldra hér á landi hefur áhersla verið lögð á að vakta og vernda vatnsbólin okkar. En er það nóg? Fyrir tólf árum síðan eða í mars árið 2011 gaf alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO út skýrslu er varðaði gæði neysluvatns í byggingum. Helstu niðurstöður hennar sýndu að léleg hönnun og stýring vatnslagnakerfa í byggingum getur valdið sjúkdómum ekkert síður en vatnsbólin sjálf gera. Í kjölfarið fóru Bretar af stað með rannsókn á því hvort að þau viðmið sem þeir byggðu á við hönnun neysluvatnskerfa í íbúðarhúsnæðum og öðrum byggingum gæfu rétta mynd af raunverulegri neysluvatnsnotkun. Í stuttu máli sagt að þá komust þeir að því að þeir yfirhönnuðu neysluvatnskerfin sem þýddi að dælur og rör kerfanna þeirra voru stærri en þau þurftu að vera og þá einnig dýrari í uppsetningu. Sverari rör þýða einnig lægri vatnshraða og minni endurnýjun vatns í lagnakerfunum. Hætta á stöðnu vatni með hættu á skaðsömum bakteríum sem því fylgir var því til staðar. Ein þeirra er Legíónellabakterían. Náttúruleg heimkynni Legíónellabakteríunnar sem einnig er kölluð hermannaveikin eru sem dæmi í vatni, en bakterían þolir hitastig frá 0–63°C og er kjörhitastig hennar um það bil 30–40°C. Legíónellabakterían getur lifað árum saman í vatnstönkum við 2–8°C og sest oft að í lokuðum endum pípulagna stórra bygginga þar sem vatnið stendur kyrrt og hitastig er ekki hátt. Meðgöngutími hermannaveiki er 2-10 dagar og dauðsföll verða í 5-30% tilfella. Bretarnir komust að því að þeir þyrftu að breyta sínum hönnunarviðmiðum hið snarasta og gerðu það fyrir stuttu síðan. Við íslenskir hönnuðir erum skyldugir til að hanna lagnakerfi samkvæmt ÍST67 en staðallinn inniheldur sérákvæði við danska staðalinn DS 439:2009 Norm for vandinstallationer. Samkvæmt rannsókn Bretanna erum við að yfirhanna neysluvatnskerfin okkar (sjá mynd). Er ekki kominn tími til að staldra við og gera svipaða rannsókn og Bretarnir gerðu í kjölfar úttektar WHO svo við íslendingar getum treyst því að neysluvatnið okkar sé það besta í heimi? Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun