Carbfix fær styrk til að þróa verkefni í norðvesturhluta Bandaríkjanna Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2023 08:36 Styrkurinn, sem er til tveggja ára, er veittur samkvæmt ákvæðum bandarískra laga um innviðauppbyggingu sem lúta að þróun og uppbyggingu á lofthreinsitækni. Carbfix Bandaríska orkumálaráðuneytið hefur styrkt Carbfix og samstarfsaðila þeirra um þrjár milljónir bandaríkjadala, um 400 milljónir króna, til að þróa verkefni um föngun kolefnis úr andrúmslofti og bindingu þess í jarðlögum í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Frá þessu segir í tilkynningu frá Carbfix. Þar segir að um sé að ræða samstarfsverkefni þrettán aðila undir forystu RMI, Carbfix og Pacific Northwest National Laboratory (PNNL). Nefnist verkefnið Ankeron Carbon Management Hub og er markmið þess að koma á fót miðstöð fyrir hreinsun á koltvísýring úr andrúmsloftinu (e. Direct Air Capture/DAC) og varanlega bindingu þess, meðal annars í basaltjarðlögum með Carbfix aðferðinni. Fram kemur að norðvesturhluti Bandaríkjanna henti einkar vel til slíks verkefnis. Þar séu miklar grænar orkuauðlindir og einnig basaltjarðlög sem geti bundið milljarða tonna af koltvísýringi varanlega í formi steinda. „Styrkurinn, sem er til tveggja ára, er veittur samkvæmt ákvæðum bandarískra laga um innviðauppbyggingu (e. Bipartisan Infrastructure Law) sem lúta að þróun og uppbyggingu á lofthreinsitækni. Féð verður nýttur í frumþróun á umgjörð verkefnisins, fýsileikakönnun og fyrstu hönnun,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að RMI sé sjálfstæð og óhagnaðardrifin bandarísk stofnun sem vinni að framgangi grænna orku- og loftslagslausna. Hún leiði þróun á umgjörð verkefnisins og viðskiptalegum hliðum þess. „Carbfix og PNNL leiða athugun á margvíslegum vísindalegum og tæknilegum þáttum. Á meðal annarra þátttakenda á þessu stigi eru AES, sem er leiðandi í þróun grænna orkukosta í Bandaríkjunum, og breiður hópur fyrirtækja í fremstu röð í þróun tækni til að vinna gegn loftslagsvánni: Blue Planet, Heirloom, LanzaTech, Removr, Sustaera og Twelve. Washington State University Tri-Cities styður samfélagslegan hluta verkefnisins og Náttúruauðlindastofnun Washington-ríkis er tæknilegur ráðgjafi. Verkfræðiráðgjöf verður veitt af Fluor. Stefnt er að því að fá fleiri samstarfsaðila að verkefninu á síðari stigum.“ Bergur Sigfússon, yfirmaður kolefnisföngunar og niðurdælingar hjá Carbfix. Carbfix Nauðsynlegur liður Haft er eftir Bergi Sigfússyni, yfirmanni kolefnisföngunar og niðurdælingar hjá Carbfix, að föngun og binding á hluta þess koltvísýringi sem þegar hafi verið losað í andrúmsloftið sé nauðsynlegur liður í að ná tökum á loftslagsvánni, ásamt öðrum aðgerðum. „Við erum ákaflega stolt af því að sannreynd tækni okkar til steindabindingar sé hluti af þessu mikilvæga verkefni, sem er skipað framúrskarandi samstarfsaðilum. Það sem skiptir mestu við uppbyggingu á bæði sannreyndum og nýjum loftslagsverkefnum er að þau standi á sterkum vísindalegum grunni. Við gerum áfram ítrustu kröfur í þeim efnum og byggjum á yfir 10 ára reynslu af því að beita aðferð okkar til að binda CO2 í jarðlögum á Íslandi,“ segir Bergur. Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Carbfix. Þar segir að um sé að ræða samstarfsverkefni þrettán aðila undir forystu RMI, Carbfix og Pacific Northwest National Laboratory (PNNL). Nefnist verkefnið Ankeron Carbon Management Hub og er markmið þess að koma á fót miðstöð fyrir hreinsun á koltvísýring úr andrúmsloftinu (e. Direct Air Capture/DAC) og varanlega bindingu þess, meðal annars í basaltjarðlögum með Carbfix aðferðinni. Fram kemur að norðvesturhluti Bandaríkjanna henti einkar vel til slíks verkefnis. Þar séu miklar grænar orkuauðlindir og einnig basaltjarðlög sem geti bundið milljarða tonna af koltvísýringi varanlega í formi steinda. „Styrkurinn, sem er til tveggja ára, er veittur samkvæmt ákvæðum bandarískra laga um innviðauppbyggingu (e. Bipartisan Infrastructure Law) sem lúta að þróun og uppbyggingu á lofthreinsitækni. Féð verður nýttur í frumþróun á umgjörð verkefnisins, fýsileikakönnun og fyrstu hönnun,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að RMI sé sjálfstæð og óhagnaðardrifin bandarísk stofnun sem vinni að framgangi grænna orku- og loftslagslausna. Hún leiði þróun á umgjörð verkefnisins og viðskiptalegum hliðum þess. „Carbfix og PNNL leiða athugun á margvíslegum vísindalegum og tæknilegum þáttum. Á meðal annarra þátttakenda á þessu stigi eru AES, sem er leiðandi í þróun grænna orkukosta í Bandaríkjunum, og breiður hópur fyrirtækja í fremstu röð í þróun tækni til að vinna gegn loftslagsvánni: Blue Planet, Heirloom, LanzaTech, Removr, Sustaera og Twelve. Washington State University Tri-Cities styður samfélagslegan hluta verkefnisins og Náttúruauðlindastofnun Washington-ríkis er tæknilegur ráðgjafi. Verkfræðiráðgjöf verður veitt af Fluor. Stefnt er að því að fá fleiri samstarfsaðila að verkefninu á síðari stigum.“ Bergur Sigfússon, yfirmaður kolefnisföngunar og niðurdælingar hjá Carbfix. Carbfix Nauðsynlegur liður Haft er eftir Bergi Sigfússyni, yfirmanni kolefnisföngunar og niðurdælingar hjá Carbfix, að föngun og binding á hluta þess koltvísýringi sem þegar hafi verið losað í andrúmsloftið sé nauðsynlegur liður í að ná tökum á loftslagsvánni, ásamt öðrum aðgerðum. „Við erum ákaflega stolt af því að sannreynd tækni okkar til steindabindingar sé hluti af þessu mikilvæga verkefni, sem er skipað framúrskarandi samstarfsaðilum. Það sem skiptir mestu við uppbyggingu á bæði sannreyndum og nýjum loftslagsverkefnum er að þau standi á sterkum vísindalegum grunni. Við gerum áfram ítrustu kröfur í þeim efnum og byggjum á yfir 10 ára reynslu af því að beita aðferð okkar til að binda CO2 í jarðlögum á Íslandi,“ segir Bergur.
Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira