Lundi með gigt í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2023 20:30 Lundinn Karen í Vestmannaeyjum, sem er með gigt en er þó öll að koma til vegna góðrar meðhöndlunar, sem hún hefur fengið á safninu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lundi í Vestmannaeyjum, sem heitir Karen er nú í sérstakri meðferð því hún er með gigt og líður oft illa vegna þess. Á milli verkja fær hún að fara í dagdvöl með hinum lundunum en hún er einstaklega klár að synda. Það hefur verið mikið að gera á Sea Life Trust safninu í Vestmannaeyjum í sumar enda mikið af ferðamönnum í eyjunni. Það eru alþjóðleg góðgerðasamtök, sem reka safnið. Lundarnir þar vekja alltaf mikinn áhuga fólks en þar eru 10 lundar til sýnis, sem fólk keppist við að mynda þegar þeir synda eða stilla sér upp fyrir framan myndavélarnar. En inn á safninu er lundi með gigt, sem dvelur á sérstakri sjúkrastofuþar sem hann fær sérstaka meðhöndlun. Ástæðan er sú að þar er sérstök sjúkrastofa þar sem hugað er að veikindum lundanna ef þeir eru slappir eða eitthvað lélegir. Oft hressast þeir við ef þeir fá ný veidda loðna en hún er þó ekki alltaf þeginn því Karen hunsar oft loðnuna. „Þegar hún kom til okkar þá gat hún rosalega lítið labbað og átti mjög erfitt með gang en hún er búin að vera í stöðugri endurhæfingu hjá okkur. Hún er með gigt í mjöðmunum,” segir Þóra Gísladóttir, framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum og bætir við. „Það er búið að vera að vinna rosalega mikið með hana og þá með fæturna sérstaklega. Karen er ofboðslega klár að synda, það virðist ekki þvælast fyrir henni en hún á erfitt með gang eins og maður getur séð, þá haltrar hún um en er orðin miklu betri en hún var.” Þóra segir að Karen fari alltaf í dagdvöl til hinna lundann á daginn. „Þá fer hún í dagdvöl og fær að synda með þeim og henni finnst það rosalega gaman en hún er í herberginu sína yfir nóttina á meðan það er engin til að fylgjast með,” segir Þóra. Þóra Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Þóra segir að á pysjutímabilinu sem stendur nú yfir í Vestmannaeyjum komi alltaf einhverjar pysjur til þeirra á sjúkrastofu safnsins. “Já, það er rétt og meðhöndlun á pysjum er allt önnur núna heldur en hún var hér áður fyrr. Við leggjum rosalega mikla áherslu núna til dæmis að fólk noti hanska því það áttar sig kannski ekki á þvi hvað fitan á höndunum okkar hefur slæmar afleiðingar fyrir pysjurnar til dæmis,” segir Þóra. Heimasíða safnsins Vestmannaeyjar Fuglar Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar Sjá meira
Það hefur verið mikið að gera á Sea Life Trust safninu í Vestmannaeyjum í sumar enda mikið af ferðamönnum í eyjunni. Það eru alþjóðleg góðgerðasamtök, sem reka safnið. Lundarnir þar vekja alltaf mikinn áhuga fólks en þar eru 10 lundar til sýnis, sem fólk keppist við að mynda þegar þeir synda eða stilla sér upp fyrir framan myndavélarnar. En inn á safninu er lundi með gigt, sem dvelur á sérstakri sjúkrastofuþar sem hann fær sérstaka meðhöndlun. Ástæðan er sú að þar er sérstök sjúkrastofa þar sem hugað er að veikindum lundanna ef þeir eru slappir eða eitthvað lélegir. Oft hressast þeir við ef þeir fá ný veidda loðna en hún er þó ekki alltaf þeginn því Karen hunsar oft loðnuna. „Þegar hún kom til okkar þá gat hún rosalega lítið labbað og átti mjög erfitt með gang en hún er búin að vera í stöðugri endurhæfingu hjá okkur. Hún er með gigt í mjöðmunum,” segir Þóra Gísladóttir, framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum og bætir við. „Það er búið að vera að vinna rosalega mikið með hana og þá með fæturna sérstaklega. Karen er ofboðslega klár að synda, það virðist ekki þvælast fyrir henni en hún á erfitt með gang eins og maður getur séð, þá haltrar hún um en er orðin miklu betri en hún var.” Þóra segir að Karen fari alltaf í dagdvöl til hinna lundann á daginn. „Þá fer hún í dagdvöl og fær að synda með þeim og henni finnst það rosalega gaman en hún er í herberginu sína yfir nóttina á meðan það er engin til að fylgjast með,” segir Þóra. Þóra Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Þóra segir að á pysjutímabilinu sem stendur nú yfir í Vestmannaeyjum komi alltaf einhverjar pysjur til þeirra á sjúkrastofu safnsins. “Já, það er rétt og meðhöndlun á pysjum er allt önnur núna heldur en hún var hér áður fyrr. Við leggjum rosalega mikla áherslu núna til dæmis að fólk noti hanska því það áttar sig kannski ekki á þvi hvað fitan á höndunum okkar hefur slæmar afleiðingar fyrir pysjurnar til dæmis,” segir Þóra. Heimasíða safnsins
Vestmannaeyjar Fuglar Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar Sjá meira