1.500 líf í okkar höndum Helgi Guðnason skrifar 11. október 2023 08:01 Ef marka má umfjöllun síðustu vikna blasa við fjölda fólksflutningar frá Íslandi til Venesúela á næstu misserum. Landið sem er oft efst á lista yfir friðsælustu lönd í heimi ætlar að flytja nauðug, börn, óléttar mæður og annað fjölskyldu fólk, til þess lands þaðan sem stærsti straumur flóttamanna í heiminum kemur. Ekki vegna þess að hér sé einhver neyð, heldur af því hægt er að finna tölur sem gefa til kynna að neyðin þar sé örlítið minni. Ekki nóg með það. Fólkið sem á að flytja burt er margt hvert öreigar því það kostaði aleigunni til að komast til Íslands, þau lögðu allt undir því Ísland tók á móti flóttafólki frá Venesúela. Ísland hafði ákveðna sérstöðu hvað það varðaði, allir sem komu fengu hæli. Það má vel vera að einhverjir telji að það hafi verið röng afstaða, en við getum ekki firrt okkur ábyrgð á því fólki sem upplifði sig boðin til landsins. Það eru hvorki náttúröfl sem við ekki ráðum við eða andlitslaust kerfi sem er á bakvið þennan harmleik. Á Íslandi er fólk sem hefur það í hendi sér að afstýra þessu, á bak við hverja hælisumsókn sem synjað er eru manneskjur. Á bak við viðmið útlendingastofu er fólk sem samdi þau. Á bak við framkvæmdavaldið eru kjörnir fulltrúar sem geta gripið í taumana. Það er fólk á bak við þá ákvörðun að endurskoða ekki þá einstæðu afstöðu Íslands að ástandið sé betra í Venesúela. Það er val að það skuli ekki gert þrátt fyrir niðurstöður rannsóknarnefndar Sameinuðu Þjóðanna að ástand mannréttinda sé að versna, þrátt fyrir yfirlýsingar Bandarískra stjórnvalda um að ástandið hafi ekki batnað, þrátt fyrir að nú nálgast fjöldi flóttamanna 8 milljónir - þá er fólk sem ákveður að ekki skuli bakkað með það að hælisleitendur frá Venesúela geti bara víst farið heim. Að breyta um afstöðu til hælisleitenda frá Venesúela krefst ekki kúvendingar í málefnum hælisleitenda. Í ljósi þess að hér eru hundruðir sem komu landsins meðan stefna stjórnvalda var allt önnur, eru forsendur til að endurskoða afstöðu stjórnvalda. Í ljósi þeirra alþjóðlegu skýrslna sem út hafa komið frá því í mars þegar ÚTL gaf út sitt endurmat, eru forsendur til þess að endurskoða afstöðu yfirvalda. Þaðkrefst ekki lagabreytinga að afstýra þessari hörmung - það þarf bara að uppfæra viðmið einnar stofnunar - að taka tillit til þess sem allar alþjóðlegar stofnanir virðast sammála um. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en glata sál sinni? Ég er ekki alveg viss hvaða sjónarmið liggja að baki þeirri afstöðu að einhvern vegin sé betra fyrir Ísland að vísa þessu fólki burt. En eru þeir sem að baki því standa virkilega sannfærðir um að það sé kostnaðarins virði? Ef við stöndum hjá og segjum ekkert, berum við þá ekki líka einhverja ábyrgð? Það er ekki of seint að afstýra þeim harmleik sem blasir við, við höfum það í hendi okkar. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ef marka má umfjöllun síðustu vikna blasa við fjölda fólksflutningar frá Íslandi til Venesúela á næstu misserum. Landið sem er oft efst á lista yfir friðsælustu lönd í heimi ætlar að flytja nauðug, börn, óléttar mæður og annað fjölskyldu fólk, til þess lands þaðan sem stærsti straumur flóttamanna í heiminum kemur. Ekki vegna þess að hér sé einhver neyð, heldur af því hægt er að finna tölur sem gefa til kynna að neyðin þar sé örlítið minni. Ekki nóg með það. Fólkið sem á að flytja burt er margt hvert öreigar því það kostaði aleigunni til að komast til Íslands, þau lögðu allt undir því Ísland tók á móti flóttafólki frá Venesúela. Ísland hafði ákveðna sérstöðu hvað það varðaði, allir sem komu fengu hæli. Það má vel vera að einhverjir telji að það hafi verið röng afstaða, en við getum ekki firrt okkur ábyrgð á því fólki sem upplifði sig boðin til landsins. Það eru hvorki náttúröfl sem við ekki ráðum við eða andlitslaust kerfi sem er á bakvið þennan harmleik. Á Íslandi er fólk sem hefur það í hendi sér að afstýra þessu, á bak við hverja hælisumsókn sem synjað er eru manneskjur. Á bak við viðmið útlendingastofu er fólk sem samdi þau. Á bak við framkvæmdavaldið eru kjörnir fulltrúar sem geta gripið í taumana. Það er fólk á bak við þá ákvörðun að endurskoða ekki þá einstæðu afstöðu Íslands að ástandið sé betra í Venesúela. Það er val að það skuli ekki gert þrátt fyrir niðurstöður rannsóknarnefndar Sameinuðu Þjóðanna að ástand mannréttinda sé að versna, þrátt fyrir yfirlýsingar Bandarískra stjórnvalda um að ástandið hafi ekki batnað, þrátt fyrir að nú nálgast fjöldi flóttamanna 8 milljónir - þá er fólk sem ákveður að ekki skuli bakkað með það að hælisleitendur frá Venesúela geti bara víst farið heim. Að breyta um afstöðu til hælisleitenda frá Venesúela krefst ekki kúvendingar í málefnum hælisleitenda. Í ljósi þess að hér eru hundruðir sem komu landsins meðan stefna stjórnvalda var allt önnur, eru forsendur til að endurskoða afstöðu stjórnvalda. Í ljósi þeirra alþjóðlegu skýrslna sem út hafa komið frá því í mars þegar ÚTL gaf út sitt endurmat, eru forsendur til þess að endurskoða afstöðu yfirvalda. Þaðkrefst ekki lagabreytinga að afstýra þessari hörmung - það þarf bara að uppfæra viðmið einnar stofnunar - að taka tillit til þess sem allar alþjóðlegar stofnanir virðast sammála um. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en glata sál sinni? Ég er ekki alveg viss hvaða sjónarmið liggja að baki þeirri afstöðu að einhvern vegin sé betra fyrir Ísland að vísa þessu fólki burt. En eru þeir sem að baki því standa virkilega sannfærðir um að það sé kostnaðarins virði? Ef við stöndum hjá og segjum ekkert, berum við þá ekki líka einhverja ábyrgð? Það er ekki of seint að afstýra þeim harmleik sem blasir við, við höfum það í hendi okkar. Höfundur er prestur.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar