Bjartsýni aldarinnar Ástþór Magnússon skrifar 11. október 2023 11:00 „Þetta eru góð skrif en að láta sér detta í hug að Guðni Jóhannesson hafi kjark í eitthvað er mesta bjartsýni aldarinnar” skrifaði einn lesenda við grein mína „Tikkandi tímasprengja“ á visir.is um ástandið í Palestínu. Kjósið þann sem hefur kjark og þrautseigju Hvernig við Íslendingar tökum af skarið til að leiða heimsbyggðina til friðar þarf ekki að velta á kjarklausum stjórnmálamönnum. Íslenska þjóðin þarf að hafa kjark til að Virkja Bessastaði til friðar með því að kjósa einstakling sem hefur þann kjark, bjartsýni og þrautseigju sem þarf til að nýta embætti forseta Íslands í eitthvað annað en innihaldslausan hégóma. Leikandi létt að hitta leiðtoga og áhrifafólk Ég heyrði áhugaverða sögu, um að SUS-liðar hefðu tekið sig til og samið ályktun um að leggja skyldi embætti forseta niður, enda prjál, skraut og óþarfi, og aldeilis ekki ókeypis. Forseti gerði sér þá litið fyrir og bauð SUS-liðum á Bessastaði þar sem hann benti þeim á að forseti ætti alltaf leikandi létt með að hitta leiðtoga og áhrifafólk í öðrum löndum, ellegar fá þá í heimsókn til sín þegar svo bæri undir. Í gegnum embættið gætu Íslendingar þannig haft mjög stuttar boðleiðir hingað og þangað, í gegnum forsetann, og væri þar komið verkfæri fyrir íslenskt atvinnulíf sem myndi kosta margfalt meira ef farið væri eftir öðrum leiðum. Öllum SUS-liðunum ku hafa snúist hugur eftir þetta. Herjað á Íslendinga um vernd og framfærslu Ekki aðeins valda styrjaldir upplausn og senda milljónir manns á vergang sem herja síðan á þjóðir eins og Ísland um vernd og framfærslu. Styrjaldir auka einnig á verðbólgu með hækkun hrávöruverðs og olíu. Styrjaldir eru atvinnulífi og skattgreiðendum dýrkeyptar. Vopnaframleiðendur græða á styrjöldum, flestir aðrir sitja uppi með sárt ennið. Leika sér með eldspýtur Ferðamannaiðnaðurinn er ein stærsta atvinnugrein Íslendinga en gæti lagst í rúst á einni nóttu komi til frekari alþjóðlegra átaka. Olíuverð gæti rokið upp á einni nóttu auk þess sem ferðamönnum yrði ráðlagt að halda sig heima. Flugsæti og hótelherbergi stæðu tóm. Einnig gæti lokast fyrir útflutning frá landinu ef átök hefjast í Atlantshafi. Gjaldeyristekjur Íslendinga gætu hrunið. Óábyrgir stjórnmálamenn leika sér með eldspýtur í styrjöld við Rússland og stefna framtíð Íslensku þjóðarinnar í stórhættu með beinni þátttöku í vopnaflutningum. Virkjum Bessastaði Á næsta ári gefst Íslensku þjóðinni tækifæri að Virkja Bessastaði með því að kjósa forseta sem tekur að sér að leiða heiminn til friðar. Hugmyndafræðin var kynnt með bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsins árið 1996. Boðskapur minn fyrir 27 árum virtist Íslendingum fjarlægur, að styrjöldin kæmi heim að dyrum. En nú er það að gerast. Flóttafólk streymir til landsins í leit að vernd og framfærslu á kostnað Íslenskra skattgreiðenda. Yfirlýsingaglaður Utanríkisráðherra segist opna landið fyrir flóttamönnum frá Palestínu. Óljóst er hvort hún ráðgerir að flytja allar tvær milljónirnar sem eru í gíslingu í Gaza til Íslands til að veita vini sínum í Ísrael tækifæri að jafna íbúðabyggðina þar við jörðu. Ljóst er að það vantar mann á Bessastaði sem er fær um að berja í borðið og segja hingað og ekki lengra. Það þarf að taka allt annan pól í hæðina en að styðja styrjaldar bröltið. Forseti Íslands þarf að nota áhrifamátt embættisins til að leiða fólk saman til friðar. Fyrri grein á visir.is um þetta mál: https://www.visir.is/g/20232473646d/tikkandi-timasprengja Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
„Þetta eru góð skrif en að láta sér detta í hug að Guðni Jóhannesson hafi kjark í eitthvað er mesta bjartsýni aldarinnar” skrifaði einn lesenda við grein mína „Tikkandi tímasprengja“ á visir.is um ástandið í Palestínu. Kjósið þann sem hefur kjark og þrautseigju Hvernig við Íslendingar tökum af skarið til að leiða heimsbyggðina til friðar þarf ekki að velta á kjarklausum stjórnmálamönnum. Íslenska þjóðin þarf að hafa kjark til að Virkja Bessastaði til friðar með því að kjósa einstakling sem hefur þann kjark, bjartsýni og þrautseigju sem þarf til að nýta embætti forseta Íslands í eitthvað annað en innihaldslausan hégóma. Leikandi létt að hitta leiðtoga og áhrifafólk Ég heyrði áhugaverða sögu, um að SUS-liðar hefðu tekið sig til og samið ályktun um að leggja skyldi embætti forseta niður, enda prjál, skraut og óþarfi, og aldeilis ekki ókeypis. Forseti gerði sér þá litið fyrir og bauð SUS-liðum á Bessastaði þar sem hann benti þeim á að forseti ætti alltaf leikandi létt með að hitta leiðtoga og áhrifafólk í öðrum löndum, ellegar fá þá í heimsókn til sín þegar svo bæri undir. Í gegnum embættið gætu Íslendingar þannig haft mjög stuttar boðleiðir hingað og þangað, í gegnum forsetann, og væri þar komið verkfæri fyrir íslenskt atvinnulíf sem myndi kosta margfalt meira ef farið væri eftir öðrum leiðum. Öllum SUS-liðunum ku hafa snúist hugur eftir þetta. Herjað á Íslendinga um vernd og framfærslu Ekki aðeins valda styrjaldir upplausn og senda milljónir manns á vergang sem herja síðan á þjóðir eins og Ísland um vernd og framfærslu. Styrjaldir auka einnig á verðbólgu með hækkun hrávöruverðs og olíu. Styrjaldir eru atvinnulífi og skattgreiðendum dýrkeyptar. Vopnaframleiðendur græða á styrjöldum, flestir aðrir sitja uppi með sárt ennið. Leika sér með eldspýtur Ferðamannaiðnaðurinn er ein stærsta atvinnugrein Íslendinga en gæti lagst í rúst á einni nóttu komi til frekari alþjóðlegra átaka. Olíuverð gæti rokið upp á einni nóttu auk þess sem ferðamönnum yrði ráðlagt að halda sig heima. Flugsæti og hótelherbergi stæðu tóm. Einnig gæti lokast fyrir útflutning frá landinu ef átök hefjast í Atlantshafi. Gjaldeyristekjur Íslendinga gætu hrunið. Óábyrgir stjórnmálamenn leika sér með eldspýtur í styrjöld við Rússland og stefna framtíð Íslensku þjóðarinnar í stórhættu með beinni þátttöku í vopnaflutningum. Virkjum Bessastaði Á næsta ári gefst Íslensku þjóðinni tækifæri að Virkja Bessastaði með því að kjósa forseta sem tekur að sér að leiða heiminn til friðar. Hugmyndafræðin var kynnt með bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsins árið 1996. Boðskapur minn fyrir 27 árum virtist Íslendingum fjarlægur, að styrjöldin kæmi heim að dyrum. En nú er það að gerast. Flóttafólk streymir til landsins í leit að vernd og framfærslu á kostnað Íslenskra skattgreiðenda. Yfirlýsingaglaður Utanríkisráðherra segist opna landið fyrir flóttamönnum frá Palestínu. Óljóst er hvort hún ráðgerir að flytja allar tvær milljónirnar sem eru í gíslingu í Gaza til Íslands til að veita vini sínum í Ísrael tækifæri að jafna íbúðabyggðina þar við jörðu. Ljóst er að það vantar mann á Bessastaði sem er fær um að berja í borðið og segja hingað og ekki lengra. Það þarf að taka allt annan pól í hæðina en að styðja styrjaldar bröltið. Forseti Íslands þarf að nota áhrifamátt embættisins til að leiða fólk saman til friðar. Fyrri grein á visir.is um þetta mál: https://www.visir.is/g/20232473646d/tikkandi-timasprengja Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar