Bjartsýni aldarinnar Ástþór Magnússon skrifar 11. október 2023 11:00 „Þetta eru góð skrif en að láta sér detta í hug að Guðni Jóhannesson hafi kjark í eitthvað er mesta bjartsýni aldarinnar” skrifaði einn lesenda við grein mína „Tikkandi tímasprengja“ á visir.is um ástandið í Palestínu. Kjósið þann sem hefur kjark og þrautseigju Hvernig við Íslendingar tökum af skarið til að leiða heimsbyggðina til friðar þarf ekki að velta á kjarklausum stjórnmálamönnum. Íslenska þjóðin þarf að hafa kjark til að Virkja Bessastaði til friðar með því að kjósa einstakling sem hefur þann kjark, bjartsýni og þrautseigju sem þarf til að nýta embætti forseta Íslands í eitthvað annað en innihaldslausan hégóma. Leikandi létt að hitta leiðtoga og áhrifafólk Ég heyrði áhugaverða sögu, um að SUS-liðar hefðu tekið sig til og samið ályktun um að leggja skyldi embætti forseta niður, enda prjál, skraut og óþarfi, og aldeilis ekki ókeypis. Forseti gerði sér þá litið fyrir og bauð SUS-liðum á Bessastaði þar sem hann benti þeim á að forseti ætti alltaf leikandi létt með að hitta leiðtoga og áhrifafólk í öðrum löndum, ellegar fá þá í heimsókn til sín þegar svo bæri undir. Í gegnum embættið gætu Íslendingar þannig haft mjög stuttar boðleiðir hingað og þangað, í gegnum forsetann, og væri þar komið verkfæri fyrir íslenskt atvinnulíf sem myndi kosta margfalt meira ef farið væri eftir öðrum leiðum. Öllum SUS-liðunum ku hafa snúist hugur eftir þetta. Herjað á Íslendinga um vernd og framfærslu Ekki aðeins valda styrjaldir upplausn og senda milljónir manns á vergang sem herja síðan á þjóðir eins og Ísland um vernd og framfærslu. Styrjaldir auka einnig á verðbólgu með hækkun hrávöruverðs og olíu. Styrjaldir eru atvinnulífi og skattgreiðendum dýrkeyptar. Vopnaframleiðendur græða á styrjöldum, flestir aðrir sitja uppi með sárt ennið. Leika sér með eldspýtur Ferðamannaiðnaðurinn er ein stærsta atvinnugrein Íslendinga en gæti lagst í rúst á einni nóttu komi til frekari alþjóðlegra átaka. Olíuverð gæti rokið upp á einni nóttu auk þess sem ferðamönnum yrði ráðlagt að halda sig heima. Flugsæti og hótelherbergi stæðu tóm. Einnig gæti lokast fyrir útflutning frá landinu ef átök hefjast í Atlantshafi. Gjaldeyristekjur Íslendinga gætu hrunið. Óábyrgir stjórnmálamenn leika sér með eldspýtur í styrjöld við Rússland og stefna framtíð Íslensku þjóðarinnar í stórhættu með beinni þátttöku í vopnaflutningum. Virkjum Bessastaði Á næsta ári gefst Íslensku þjóðinni tækifæri að Virkja Bessastaði með því að kjósa forseta sem tekur að sér að leiða heiminn til friðar. Hugmyndafræðin var kynnt með bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsins árið 1996. Boðskapur minn fyrir 27 árum virtist Íslendingum fjarlægur, að styrjöldin kæmi heim að dyrum. En nú er það að gerast. Flóttafólk streymir til landsins í leit að vernd og framfærslu á kostnað Íslenskra skattgreiðenda. Yfirlýsingaglaður Utanríkisráðherra segist opna landið fyrir flóttamönnum frá Palestínu. Óljóst er hvort hún ráðgerir að flytja allar tvær milljónirnar sem eru í gíslingu í Gaza til Íslands til að veita vini sínum í Ísrael tækifæri að jafna íbúðabyggðina þar við jörðu. Ljóst er að það vantar mann á Bessastaði sem er fær um að berja í borðið og segja hingað og ekki lengra. Það þarf að taka allt annan pól í hæðina en að styðja styrjaldar bröltið. Forseti Íslands þarf að nota áhrifamátt embættisins til að leiða fólk saman til friðar. Fyrri grein á visir.is um þetta mál: https://www.visir.is/g/20232473646d/tikkandi-timasprengja Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
„Þetta eru góð skrif en að láta sér detta í hug að Guðni Jóhannesson hafi kjark í eitthvað er mesta bjartsýni aldarinnar” skrifaði einn lesenda við grein mína „Tikkandi tímasprengja“ á visir.is um ástandið í Palestínu. Kjósið þann sem hefur kjark og þrautseigju Hvernig við Íslendingar tökum af skarið til að leiða heimsbyggðina til friðar þarf ekki að velta á kjarklausum stjórnmálamönnum. Íslenska þjóðin þarf að hafa kjark til að Virkja Bessastaði til friðar með því að kjósa einstakling sem hefur þann kjark, bjartsýni og þrautseigju sem þarf til að nýta embætti forseta Íslands í eitthvað annað en innihaldslausan hégóma. Leikandi létt að hitta leiðtoga og áhrifafólk Ég heyrði áhugaverða sögu, um að SUS-liðar hefðu tekið sig til og samið ályktun um að leggja skyldi embætti forseta niður, enda prjál, skraut og óþarfi, og aldeilis ekki ókeypis. Forseti gerði sér þá litið fyrir og bauð SUS-liðum á Bessastaði þar sem hann benti þeim á að forseti ætti alltaf leikandi létt með að hitta leiðtoga og áhrifafólk í öðrum löndum, ellegar fá þá í heimsókn til sín þegar svo bæri undir. Í gegnum embættið gætu Íslendingar þannig haft mjög stuttar boðleiðir hingað og þangað, í gegnum forsetann, og væri þar komið verkfæri fyrir íslenskt atvinnulíf sem myndi kosta margfalt meira ef farið væri eftir öðrum leiðum. Öllum SUS-liðunum ku hafa snúist hugur eftir þetta. Herjað á Íslendinga um vernd og framfærslu Ekki aðeins valda styrjaldir upplausn og senda milljónir manns á vergang sem herja síðan á þjóðir eins og Ísland um vernd og framfærslu. Styrjaldir auka einnig á verðbólgu með hækkun hrávöruverðs og olíu. Styrjaldir eru atvinnulífi og skattgreiðendum dýrkeyptar. Vopnaframleiðendur græða á styrjöldum, flestir aðrir sitja uppi með sárt ennið. Leika sér með eldspýtur Ferðamannaiðnaðurinn er ein stærsta atvinnugrein Íslendinga en gæti lagst í rúst á einni nóttu komi til frekari alþjóðlegra átaka. Olíuverð gæti rokið upp á einni nóttu auk þess sem ferðamönnum yrði ráðlagt að halda sig heima. Flugsæti og hótelherbergi stæðu tóm. Einnig gæti lokast fyrir útflutning frá landinu ef átök hefjast í Atlantshafi. Gjaldeyristekjur Íslendinga gætu hrunið. Óábyrgir stjórnmálamenn leika sér með eldspýtur í styrjöld við Rússland og stefna framtíð Íslensku þjóðarinnar í stórhættu með beinni þátttöku í vopnaflutningum. Virkjum Bessastaði Á næsta ári gefst Íslensku þjóðinni tækifæri að Virkja Bessastaði með því að kjósa forseta sem tekur að sér að leiða heiminn til friðar. Hugmyndafræðin var kynnt með bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsins árið 1996. Boðskapur minn fyrir 27 árum virtist Íslendingum fjarlægur, að styrjöldin kæmi heim að dyrum. En nú er það að gerast. Flóttafólk streymir til landsins í leit að vernd og framfærslu á kostnað Íslenskra skattgreiðenda. Yfirlýsingaglaður Utanríkisráðherra segist opna landið fyrir flóttamönnum frá Palestínu. Óljóst er hvort hún ráðgerir að flytja allar tvær milljónirnar sem eru í gíslingu í Gaza til Íslands til að veita vini sínum í Ísrael tækifæri að jafna íbúðabyggðina þar við jörðu. Ljóst er að það vantar mann á Bessastaði sem er fær um að berja í borðið og segja hingað og ekki lengra. Það þarf að taka allt annan pól í hæðina en að styðja styrjaldar bröltið. Forseti Íslands þarf að nota áhrifamátt embættisins til að leiða fólk saman til friðar. Fyrri grein á visir.is um þetta mál: https://www.visir.is/g/20232473646d/tikkandi-timasprengja Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar