Biden ekki sammála Netanyahu um yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. nóvember 2023 06:43 Kona heldur á hvítum fána er hún og aðrir freista þess að komast framhjá hermönnum Ísraels á leið úr Gasaborg og suður eftir. AP/Mohammed Dahman Joe Biden Bandaríkjaforseti styður ekki yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa, eins og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið til kynna að muni gerast að átökum loknum. Þetta kom fram í máli John Kirby, talsmanns Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, á blaðamannafundi í gær. Netanyahu sagði í samtali við sjónvarpsstöðina ABC að líklega myndu Ísraelsmenn þurfa að taka yfir öryggisgæslu á Gasa að átökum loknum; menn hefðu séð hvað gerðist annars. „Endurhernám hersveita Ísrael er ekki hið rétta í stöðunni,“ sagði Kirby. „Ísrael og Bandaríkin eru vinir og við þurfum ekki að vera sammála um hvert einsta orð,“ bætti hann við. „Netanyahu og Biden eru ekki alltaf á nákvæmlega sama stað varðandi öll málefni.“ Kirby sagði viðræður þurfa að eiga sér stað um framtíð Gasa að loknum átökum, þar á meðal stjórn svæðisins. Ráðamenn í Ísrael segja herferð sína gegn Hamas munu taka nokkurn tíma og hafa gengist við því að hafa ekki skýra sýn á það hvað þeir sjá fyrir sér með framhaldið. Varnarmálaráðherrann hefur gefið út að hann sjái ekki eiginlegt hernám fyrir sér en sagði að líklega myndi Ísraelsher standa í skærum við einstaka bardagahópa um langt skeið. „Það eru nokkrir kostir í stöðunni hvað varðar „daginn eftir Hamas“,“ sagði Ophir Falk, einn ráðgjafa Netanyahu. „Allar áætlanirnar eiga það sameiginlegt að það verða engin Hamas-samtök, að það verður enginn hernaður á Gasa og að það verður engin öfgahyggja á Gasa.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sjá meira
Þetta kom fram í máli John Kirby, talsmanns Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, á blaðamannafundi í gær. Netanyahu sagði í samtali við sjónvarpsstöðina ABC að líklega myndu Ísraelsmenn þurfa að taka yfir öryggisgæslu á Gasa að átökum loknum; menn hefðu séð hvað gerðist annars. „Endurhernám hersveita Ísrael er ekki hið rétta í stöðunni,“ sagði Kirby. „Ísrael og Bandaríkin eru vinir og við þurfum ekki að vera sammála um hvert einsta orð,“ bætti hann við. „Netanyahu og Biden eru ekki alltaf á nákvæmlega sama stað varðandi öll málefni.“ Kirby sagði viðræður þurfa að eiga sér stað um framtíð Gasa að loknum átökum, þar á meðal stjórn svæðisins. Ráðamenn í Ísrael segja herferð sína gegn Hamas munu taka nokkurn tíma og hafa gengist við því að hafa ekki skýra sýn á það hvað þeir sjá fyrir sér með framhaldið. Varnarmálaráðherrann hefur gefið út að hann sjái ekki eiginlegt hernám fyrir sér en sagði að líklega myndi Ísraelsher standa í skærum við einstaka bardagahópa um langt skeið. „Það eru nokkrir kostir í stöðunni hvað varðar „daginn eftir Hamas“,“ sagði Ophir Falk, einn ráðgjafa Netanyahu. „Allar áætlanirnar eiga það sameiginlegt að það verða engin Hamas-samtök, að það verður enginn hernaður á Gasa og að það verður engin öfgahyggja á Gasa.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sjá meira