Hús-næði Hjálmar Sveinsson skrifar 8. nóvember 2023 08:31 Orðið húsnæði felur í sér fyrirheit um öryggi og skjól. Ríki og sveitarfélög setja sér húsnæðisstefnu til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegu verði. Samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar um aukið framboð á íbúðum, sem borgarstjóri og innviðaráðherra undirrituði í ársbyrjun, er afar mikilvægt. Þar er kveðið á um að byggðar verði 16 000 íbúðir í Reykjavík á árunum 2023 til 2032 og einnig, sem er ekki síður mikilvægt, er gert ráð fyrir að 35 prósent þessara 16 þúsund íbúða verði félagslegt og hagkvæmt húsnæði. Tímamótasamkomulag Samkomulagið markar tímamót en setur jafnframt kvaðir á borg og ríki að framfylgja því. Það felur í sér mikilvæga framtíðarsýn og réttlátt húsnæðiskerfi. Nákvæmlega þess vegna sætir nokkurri furðu að Reykjavík skuli, enn sem komið er, vera eina sveitarfélagið sem gert hefur slíkt samkomulag. Umræða um húsnæðismál hefur verið áberandi undanfarnar vikur. Rætt er um botnfrosinn markað og hávaxtastefnu Seðlabankans og þröngum lánaskilyrðum kennt um. Það er vissulega slæmt en ástandið er skilgetið afkvæmi sveiflukennds efnahagslífs. Húsnæðismarkaðurinn í Reykjavík er reyndar ekki botnfrosinn. Ekki ennþá. Í dag eru um 2800 íbúðir í byggingu í Reykjavík, aðrar 2700 áætlaðar íbúðir eru á lóðum sem búið er að deiliskipuleggja, og því hægt að byggja strax, og álíka margar á byggingarhæfum lóðum. Auk þess er gert ráð fyrir 9000 lóðum á þróunarsvæðum í borginni. Það er sem sé til nóg af deiliskipulögðum og byggingarhæfum lóðum. En fjármagn, á viðráðanlegu verði, virðist vanta til að byggja meira. Af þeim sökum er óvíst að takist að framfylgja metnaðarfullum markmiðum húsnæðissamkomulagsins fyrr en verðbólguskrímslið hefur verið hrakið aftur inn í helli sinn. Hvað með öruggt húsnæði á leigumarkaði? Það vekur athygli mína að í allri húsnæðisumræðunni er varla minnst á leigumarkaðinn. Kannski vegna tilhneigingar til að tala þann markað niður. Ólíklegasta fólk talar jafnvel um “leiguliða” þegar leigjendur ber á góma. Það er talað um að fólk sé “fast á leigumarkaði”. En ætti það ekki að vera ánægjulegur valkostur frekar en bölvaldur að leigja húsnæði? Í ágætu Silfri á Rúv á mánudaginn voru ungmenni spurð hvort sæju fyrir sér að geta keypt íbúð. Þau sáu það yfirleitt ekki fyrir sér. En að leigja? Þau voru ekki spurð að því. Ætti það ekki að vera góður valkostur fyrir þau sem hafa ekki efni á að kaupa eða vilja ekki steypa sér í rússíbanareið ævilangra skulda verðtryggðra eða óverðtryggðra lána í íslensku hávaxtaumhverfi? Gæti ekki verið skynsamlegt að byggja upp slíkt kerfi hagkvæms og öruggs langtímaleigumarkaðar til hliðar við séreignakerfið eins og þekkist í nágrannalöndum okkar? Segja má að vísir að því sé kominn með samningum ríkis og sveitarfélaga um stofnframlög. Húsnæðisfélag verkalýðshreyfingarinnar Bjarg hefur á örfáum árum byggt 1000 langtímaleiguíbúðir á grundvelli stofnframlaga víðs vegar um borgina á örfáum árum. Sú uppbygging miðar við fólk á vinnumarkaði með lágar tekjur. Er ekki kominn tími til að taka aðeins stærri skref og stofna húsnæðisfélög sem byggja upp hagkvæmt húsnæði á félagslegum forsendum fyrir fleiri sem hér búa og starfa? Það gæti skapað fólki alvöru húsnæði og samrýmdist húsnæðissáttmálanum. Húsnæði er annað og meira en hilluvara. Í orðinu felst mikilvægt fyrirheit. Fyrsta skrefið gæti verið að hætta að tala leigumarkaðinn niður og. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Samfylkingin Húsnæðismál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Orðið húsnæði felur í sér fyrirheit um öryggi og skjól. Ríki og sveitarfélög setja sér húsnæðisstefnu til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegu verði. Samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar um aukið framboð á íbúðum, sem borgarstjóri og innviðaráðherra undirrituði í ársbyrjun, er afar mikilvægt. Þar er kveðið á um að byggðar verði 16 000 íbúðir í Reykjavík á árunum 2023 til 2032 og einnig, sem er ekki síður mikilvægt, er gert ráð fyrir að 35 prósent þessara 16 þúsund íbúða verði félagslegt og hagkvæmt húsnæði. Tímamótasamkomulag Samkomulagið markar tímamót en setur jafnframt kvaðir á borg og ríki að framfylgja því. Það felur í sér mikilvæga framtíðarsýn og réttlátt húsnæðiskerfi. Nákvæmlega þess vegna sætir nokkurri furðu að Reykjavík skuli, enn sem komið er, vera eina sveitarfélagið sem gert hefur slíkt samkomulag. Umræða um húsnæðismál hefur verið áberandi undanfarnar vikur. Rætt er um botnfrosinn markað og hávaxtastefnu Seðlabankans og þröngum lánaskilyrðum kennt um. Það er vissulega slæmt en ástandið er skilgetið afkvæmi sveiflukennds efnahagslífs. Húsnæðismarkaðurinn í Reykjavík er reyndar ekki botnfrosinn. Ekki ennþá. Í dag eru um 2800 íbúðir í byggingu í Reykjavík, aðrar 2700 áætlaðar íbúðir eru á lóðum sem búið er að deiliskipuleggja, og því hægt að byggja strax, og álíka margar á byggingarhæfum lóðum. Auk þess er gert ráð fyrir 9000 lóðum á þróunarsvæðum í borginni. Það er sem sé til nóg af deiliskipulögðum og byggingarhæfum lóðum. En fjármagn, á viðráðanlegu verði, virðist vanta til að byggja meira. Af þeim sökum er óvíst að takist að framfylgja metnaðarfullum markmiðum húsnæðissamkomulagsins fyrr en verðbólguskrímslið hefur verið hrakið aftur inn í helli sinn. Hvað með öruggt húsnæði á leigumarkaði? Það vekur athygli mína að í allri húsnæðisumræðunni er varla minnst á leigumarkaðinn. Kannski vegna tilhneigingar til að tala þann markað niður. Ólíklegasta fólk talar jafnvel um “leiguliða” þegar leigjendur ber á góma. Það er talað um að fólk sé “fast á leigumarkaði”. En ætti það ekki að vera ánægjulegur valkostur frekar en bölvaldur að leigja húsnæði? Í ágætu Silfri á Rúv á mánudaginn voru ungmenni spurð hvort sæju fyrir sér að geta keypt íbúð. Þau sáu það yfirleitt ekki fyrir sér. En að leigja? Þau voru ekki spurð að því. Ætti það ekki að vera góður valkostur fyrir þau sem hafa ekki efni á að kaupa eða vilja ekki steypa sér í rússíbanareið ævilangra skulda verðtryggðra eða óverðtryggðra lána í íslensku hávaxtaumhverfi? Gæti ekki verið skynsamlegt að byggja upp slíkt kerfi hagkvæms og öruggs langtímaleigumarkaðar til hliðar við séreignakerfið eins og þekkist í nágrannalöndum okkar? Segja má að vísir að því sé kominn með samningum ríkis og sveitarfélaga um stofnframlög. Húsnæðisfélag verkalýðshreyfingarinnar Bjarg hefur á örfáum árum byggt 1000 langtímaleiguíbúðir á grundvelli stofnframlaga víðs vegar um borgina á örfáum árum. Sú uppbygging miðar við fólk á vinnumarkaði með lágar tekjur. Er ekki kominn tími til að taka aðeins stærri skref og stofna húsnæðisfélög sem byggja upp hagkvæmt húsnæði á félagslegum forsendum fyrir fleiri sem hér búa og starfa? Það gæti skapað fólki alvöru húsnæði og samrýmdist húsnæðissáttmálanum. Húsnæði er annað og meira en hilluvara. Í orðinu felst mikilvægt fyrirheit. Fyrsta skrefið gæti verið að hætta að tala leigumarkaðinn niður og. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun