Frelsi leikskólanna Stefanía Sigurðardóttir skrifar 28. nóvember 2023 07:01 Þegar styttist í jólin þurfa foreldrar leiksskólabarna að bóka sumarfríið sitt hjá sínum vinnuveitanda til að eiga einhverja von um að geta verið í fríi með börnunum sínum. Fyrir allnokkru myndaðist sú hefð sem síðar varð regla að leiksskólar lokuðu í 4 vikur á hverju sumri. Án þess að hafa gögn fyrir mér í því þá giska ég að þeir loki flestir ef ekki allir í júlí og eitthvað þar um kring. Leikskólarnir hafa val um nákvæma tímasetningu en þeir skulu vera lokaðir í 4 vikur. Um það er ekki val. Hentar öllum foreldrum að taka sumarfrí í júlí? Margir foreldrar ná eflaust að skrá sig í frí á þeim tíma sem leiksskólanum er lokað en það er ekki sjálfgefið. Dæmi eru um að báðir foreldrar vinni í þannig umhverfi að hvorugt þeirra kemst í frí í júlí. Þetta á til dæmis við um starfsfólk í heilbrigðiskerfinu. Landspítalinn lokar jú ekki og þá þurfa foreldrarnir að finna einhvern til að vera með leiksskólabarninu á meðan þeir eru í vinnu og síðan fer barnið aftur í frí frá leikskólanum þegar foreldrarnir fá frí. Undirmönnun leikskóla vegna sumarleyfa Leikskólastjóri benti mér á það nýlega, að það sé ekki þannig að allir starfsmenn leikskóla vilji taka sumarfrí á sama, fyrirfram boðaða, tíma. Starfsmenn eiga líka oft inni lengra frí en 4 vikur og því þarf að ná að manna leikskólann þegar þeir starfsmenn klára fríið sitt. Áður en það leikskólum var almennt lokað í 4 vikur var mjög algengt að skólafólk starfaði þar í afleysingum á sumrin. Nú er hins vegar snúnara að manna afleysingar, því sumarstarfsmenn vilja ekki 4 vikna leyfi í júlí. Þá stöndum við kannski uppi með það að leiksskólinn sé undirmannaður í kringum um þessar fjórar vikur með auknu álagi á starfsmenn skólanna og foreldra barnanna. Leiksskólastjórinn velti líka upp þeirri spurningu hvort að með því að minnka möguleika nema á að vinna á sumrin í leiksskólum þá dragi úr möguleikum ungs fólks að kynnast starfi leikskóla. Hvatinn til þess að fara í nám á þessu sviði væri því minni. Þessa tilgátu ber að skoða því ef það er raunin að nemar séu að missa það tækifæri að kynnast þessu mikilvæga starfi þá eigum við að skoða leiðir til að opna þann möguleika á ný. Mega leikskólar ekki stjórna þessu sjálfir? Hvað er þá til ráða? Ég er ekki að mælast til þess að við minnkum sumarfrí barna né starfsmanna leiksskóla. Ég veit að það er nauðsynlegt fyrir börn og fullorðna að fá samfellt nokkra vikna frí. En ætti ekki að leyfa leikskólunum sjálfum að ráða hvort þeir loki í fjórar vikur á hverju sumri eða hvort þeir útfæri þetta með öðrum hætti? Leikskólar gætu leyft foreldrum að óska eftir fríi á þeim tíma sem hentar þeirra fjölskyldu, leyft starfsmönnum að velja sér frí og fengið skólafólk í afleysingar. Allt þetta yrði sett í vald hvers leiksskóla fyrir sig og skólarnir gætu sjálfir ákveðið hvað hentar þeim best með tilliti til mönnunar og faglegs starfs. Höfundur er foreldri barns á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefanía Sigurðardóttir Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar styttist í jólin þurfa foreldrar leiksskólabarna að bóka sumarfríið sitt hjá sínum vinnuveitanda til að eiga einhverja von um að geta verið í fríi með börnunum sínum. Fyrir allnokkru myndaðist sú hefð sem síðar varð regla að leiksskólar lokuðu í 4 vikur á hverju sumri. Án þess að hafa gögn fyrir mér í því þá giska ég að þeir loki flestir ef ekki allir í júlí og eitthvað þar um kring. Leikskólarnir hafa val um nákvæma tímasetningu en þeir skulu vera lokaðir í 4 vikur. Um það er ekki val. Hentar öllum foreldrum að taka sumarfrí í júlí? Margir foreldrar ná eflaust að skrá sig í frí á þeim tíma sem leiksskólanum er lokað en það er ekki sjálfgefið. Dæmi eru um að báðir foreldrar vinni í þannig umhverfi að hvorugt þeirra kemst í frí í júlí. Þetta á til dæmis við um starfsfólk í heilbrigðiskerfinu. Landspítalinn lokar jú ekki og þá þurfa foreldrarnir að finna einhvern til að vera með leiksskólabarninu á meðan þeir eru í vinnu og síðan fer barnið aftur í frí frá leikskólanum þegar foreldrarnir fá frí. Undirmönnun leikskóla vegna sumarleyfa Leikskólastjóri benti mér á það nýlega, að það sé ekki þannig að allir starfsmenn leikskóla vilji taka sumarfrí á sama, fyrirfram boðaða, tíma. Starfsmenn eiga líka oft inni lengra frí en 4 vikur og því þarf að ná að manna leikskólann þegar þeir starfsmenn klára fríið sitt. Áður en það leikskólum var almennt lokað í 4 vikur var mjög algengt að skólafólk starfaði þar í afleysingum á sumrin. Nú er hins vegar snúnara að manna afleysingar, því sumarstarfsmenn vilja ekki 4 vikna leyfi í júlí. Þá stöndum við kannski uppi með það að leiksskólinn sé undirmannaður í kringum um þessar fjórar vikur með auknu álagi á starfsmenn skólanna og foreldra barnanna. Leiksskólastjórinn velti líka upp þeirri spurningu hvort að með því að minnka möguleika nema á að vinna á sumrin í leiksskólum þá dragi úr möguleikum ungs fólks að kynnast starfi leikskóla. Hvatinn til þess að fara í nám á þessu sviði væri því minni. Þessa tilgátu ber að skoða því ef það er raunin að nemar séu að missa það tækifæri að kynnast þessu mikilvæga starfi þá eigum við að skoða leiðir til að opna þann möguleika á ný. Mega leikskólar ekki stjórna þessu sjálfir? Hvað er þá til ráða? Ég er ekki að mælast til þess að við minnkum sumarfrí barna né starfsmanna leiksskóla. Ég veit að það er nauðsynlegt fyrir börn og fullorðna að fá samfellt nokkra vikna frí. En ætti ekki að leyfa leikskólunum sjálfum að ráða hvort þeir loki í fjórar vikur á hverju sumri eða hvort þeir útfæri þetta með öðrum hætti? Leikskólar gætu leyft foreldrum að óska eftir fríi á þeim tíma sem hentar þeirra fjölskyldu, leyft starfsmönnum að velja sér frí og fengið skólafólk í afleysingar. Allt þetta yrði sett í vald hvers leiksskóla fyrir sig og skólarnir gætu sjálfir ákveðið hvað hentar þeim best með tilliti til mönnunar og faglegs starfs. Höfundur er foreldri barns á leikskóla.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun