Krónan - mælitæki eða orsök hagsveiflna? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 7. desember 2023 14:00 Nýr Kveiksþáttur í Ríkissjónvarpinu hefur óvænt vakið upp kunnuglegar deilur í samfélaginu, en þær snúast um íslensku krónuna og þann skaða sem það fyrirbæri hefur valdið og er að valda alþýðu þessa lands. Það er dagljóst að hér á landi eru sveiflur í kaupmætti mun meiri en vera þyrfti ef ekki væri notast við minnsta gjaldmiðil í heimi sem sveiflast eins og laufblað í vindi, þó aðallega í þá átt að missa verðgildi, sitt með þeim búsifjum sem það veldur þeim sem þiggja laun sín í þessum gjaldmiðli, en þurfa að kaupa varning sem er verðlagður eftir því hvað hann kostar í erlendum gjaldmiðlum. Þegar krónan var sett á fót fyrir 100 árum, jafngilti ein íslensk króna einni danskri krónu. Í dag, þegar tekið er tillit til myntbreytingarinnar árið 1981, kostar ein dönsk króna 2000 íslenskar. Er einhver sem vill reyna að halda því fram að þetta sé íslenskum almenningi í hag? Þá erum við ekki farin að tala um þá staðreynd að hér eru þau kjör sem skuldarar búa til alltaf verri en þau sem gerast í nágrannaríkjunum. Í dag eru stýrivextir seðlabankans 9,25%. Þeir eru líka í hæstu hæðum í evrulöndunum, en í dag eru stýrivextir Evrópska seðlabankans 4,5%Það kom fram í máli Dr. Katrínar Ólafsdóttur, dósents í hagfræði og eins fremsta hagspekings landsins í þættinum að “við munum alltaf hafa hærra vaxtastig en önnur lönd, bara út af krónunni”. En af hverju er þetta svona? Jú, það er vegna þess að ákveðnir aðilar hafa hag af því að hafa þetta svona. Eins og kom vel fram í þættinum stuðlar verðbólgan sem fylgir krónunni að eignatilfærslu í samfélaginu. Þannig fara verðmæti úr vösum almennings og alþýðu í vasa þeirra sem hagnast á þessu kerfi, fyrst og fremst þeirra sem hafa tekjur í erlendri mynt en greiða laun í krónum. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sá sig knúinn til að gagnrýna þáttinn og kallaði hann “eiginlega hneyksli”, sem er býsna mikið í lagt! En hvað var það í þættinum, (sem mér fannst reyndar upplýsandi og vel unninn, enda í grunninn byggður á viðtölum við fólk sem vel þekkir til) sem olli þessum viðbrögðum utanríkisráðherra? Jú, fyrir utan það að finnast viðtalið við Jón Daníelsson undarlega klippt (en það var tekið gegnum fjarfundabúnað í tölvu) þá sagði hann að þátturinn hafi verið “samfelldur áróður gegn íslensku krónunni, sem þó hefur verið einn grunnurinn að miklum hagvexti undanfarinn áratug, verulegum kaupmáttarvexti og háu atvinnustigi.” Það er líka mikið í lagt að halda þessu fram, enda dregur Bjarni í land í nýrri færslu á facebook og segir að það sem “andstæðingar íslensku krónunnar ættu að gera er að efna til málefnalegrar umræðu um raunverulega ástæðu verðbólgu og vaxta í landinu í stað þess að benda á gjaldmiðilinn, mælitækið, sem sökudólg.” Hvað er það sem gengur ekki upp í þessari röksemdafærslu? Jú, í þeirri fyrri er krónan “grunnurinn” að öllum jákvæðum hreyfingum í hagkerfinu undanfarinn áratug, en þegar kemur að þeim neikvæðu er hún orðin að “mælitæki”. Þá eru hinar “raunverulegu” ástæður orðnar einhverjar allt aðrar. Auðvitað er það svo að íslenskt efnahagslíf þarf að lúta mörgum kröftum, þar á meðal ástandinu í umheiminum og má nefna stríð í Úkraínu, fjármálahrunið 2008, Covid 19 og gríðarlegan vöxt ferðaþjónustu um allan heim (en fjöldi ferðamanna á heimsvísu hefur meira en tvöfaldast síðan frá síðustu aldamótum) sem dæmi um slíkt. Og það er auðvitað rétt að krónan er mælitæki á kraftana í í íslensku efnahagslífi, skárra væri það nú! En hún er líka sjálfstæður gerandi og ekki bara til góðs eins og Bjarni virðist halda fram á þessum tímapunkti. Hann hefur áður haldið fram annarri skoðun, t.d. þegar hann sagði árið 2008 í grein í Fréttablaðinu að “Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu.” Það er rétt hjá Bjarna. En það er önnur saga. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Samfylkingin Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nýr Kveiksþáttur í Ríkissjónvarpinu hefur óvænt vakið upp kunnuglegar deilur í samfélaginu, en þær snúast um íslensku krónuna og þann skaða sem það fyrirbæri hefur valdið og er að valda alþýðu þessa lands. Það er dagljóst að hér á landi eru sveiflur í kaupmætti mun meiri en vera þyrfti ef ekki væri notast við minnsta gjaldmiðil í heimi sem sveiflast eins og laufblað í vindi, þó aðallega í þá átt að missa verðgildi, sitt með þeim búsifjum sem það veldur þeim sem þiggja laun sín í þessum gjaldmiðli, en þurfa að kaupa varning sem er verðlagður eftir því hvað hann kostar í erlendum gjaldmiðlum. Þegar krónan var sett á fót fyrir 100 árum, jafngilti ein íslensk króna einni danskri krónu. Í dag, þegar tekið er tillit til myntbreytingarinnar árið 1981, kostar ein dönsk króna 2000 íslenskar. Er einhver sem vill reyna að halda því fram að þetta sé íslenskum almenningi í hag? Þá erum við ekki farin að tala um þá staðreynd að hér eru þau kjör sem skuldarar búa til alltaf verri en þau sem gerast í nágrannaríkjunum. Í dag eru stýrivextir seðlabankans 9,25%. Þeir eru líka í hæstu hæðum í evrulöndunum, en í dag eru stýrivextir Evrópska seðlabankans 4,5%Það kom fram í máli Dr. Katrínar Ólafsdóttur, dósents í hagfræði og eins fremsta hagspekings landsins í þættinum að “við munum alltaf hafa hærra vaxtastig en önnur lönd, bara út af krónunni”. En af hverju er þetta svona? Jú, það er vegna þess að ákveðnir aðilar hafa hag af því að hafa þetta svona. Eins og kom vel fram í þættinum stuðlar verðbólgan sem fylgir krónunni að eignatilfærslu í samfélaginu. Þannig fara verðmæti úr vösum almennings og alþýðu í vasa þeirra sem hagnast á þessu kerfi, fyrst og fremst þeirra sem hafa tekjur í erlendri mynt en greiða laun í krónum. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sá sig knúinn til að gagnrýna þáttinn og kallaði hann “eiginlega hneyksli”, sem er býsna mikið í lagt! En hvað var það í þættinum, (sem mér fannst reyndar upplýsandi og vel unninn, enda í grunninn byggður á viðtölum við fólk sem vel þekkir til) sem olli þessum viðbrögðum utanríkisráðherra? Jú, fyrir utan það að finnast viðtalið við Jón Daníelsson undarlega klippt (en það var tekið gegnum fjarfundabúnað í tölvu) þá sagði hann að þátturinn hafi verið “samfelldur áróður gegn íslensku krónunni, sem þó hefur verið einn grunnurinn að miklum hagvexti undanfarinn áratug, verulegum kaupmáttarvexti og háu atvinnustigi.” Það er líka mikið í lagt að halda þessu fram, enda dregur Bjarni í land í nýrri færslu á facebook og segir að það sem “andstæðingar íslensku krónunnar ættu að gera er að efna til málefnalegrar umræðu um raunverulega ástæðu verðbólgu og vaxta í landinu í stað þess að benda á gjaldmiðilinn, mælitækið, sem sökudólg.” Hvað er það sem gengur ekki upp í þessari röksemdafærslu? Jú, í þeirri fyrri er krónan “grunnurinn” að öllum jákvæðum hreyfingum í hagkerfinu undanfarinn áratug, en þegar kemur að þeim neikvæðu er hún orðin að “mælitæki”. Þá eru hinar “raunverulegu” ástæður orðnar einhverjar allt aðrar. Auðvitað er það svo að íslenskt efnahagslíf þarf að lúta mörgum kröftum, þar á meðal ástandinu í umheiminum og má nefna stríð í Úkraínu, fjármálahrunið 2008, Covid 19 og gríðarlegan vöxt ferðaþjónustu um allan heim (en fjöldi ferðamanna á heimsvísu hefur meira en tvöfaldast síðan frá síðustu aldamótum) sem dæmi um slíkt. Og það er auðvitað rétt að krónan er mælitæki á kraftana í í íslensku efnahagslífi, skárra væri það nú! En hún er líka sjálfstæður gerandi og ekki bara til góðs eins og Bjarni virðist halda fram á þessum tímapunkti. Hann hefur áður haldið fram annarri skoðun, t.d. þegar hann sagði árið 2008 í grein í Fréttablaðinu að “Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu.” Það er rétt hjá Bjarna. En það er önnur saga. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun