Býður öllum grunnskólabörnum á fund Árni Sæberg skrifar 7. desember 2023 14:12 Dagur heldur ansi fjölmennan fund á morgun. Vísir/arnar Borgarstjóri hefur boðað alla unglinga í grunnskólum Reykjavíkur á fund til að ræða mögulega seinkun á skólabyrjun á unglingastigi. Í fréttatilkynningu um fundinn segir að hann hefjist klukkan 10:15, á morgun föstudag. Fundurinn verði haldinn í gegnum fjarfundarbúnað og ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra verði Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í svefni og Ólöf Kristín Sívertsen frá fagskrifstofu grunnskóla í Reykjavíkurborg á fundinum. Nemendurnir sitji fundinn í sínum kennslustofum og fundurinn verði gagnvirkur þar sem unglingarnir svara spurningum um efni fundarins í snjalltækjum. Eins verði hægt að koma á framfæri spurningum og athugasemdum í gegnum kennarana sem koma þeim áfram til pallborðsins. Til skoðunar um nokkurt skeið að leyfa börnunum að sofa út Seinkun skólabyrjunar hafi verið til skoðunar um nokkurt skeið og þær tilraunir sem hafa verið gerðar gefi góða raun. Í haust hafi starfshópur verið að störfum við að móta tillögur að fyrirkomulagi seinkunar á skólabyrjun og í starfshópnum séu meðal annarra þrír fulltrúar ungmenna og það hafi reynst einstaklega vel. Ráðlagður svefntími hjá unglingum á aldrinum fjórtán til sautján ára sé átta til tíu klukkustundir á sólarhring. Þrátt fyrir aukna vitundarvakningu um mikilvægi svefns þá sofi margir unglingar of lítið og það að það fjölgi sífellt í þeim hópi á milli ára sé mikið áhyggjuefni. Á sama tíma og fleiri unglingar sofa of lítið sýni rannsóknir að andleg líðan þeirra fer versnandi en þekkt séu tengsl svefns og andlegrar heilsu. Ekki gengið á skipulagt skólastarf Í tilkynningunni segir að niðurstöður fundarins verði nýttar til að útfæra seinkun á upphafi skóladagsins. Til hliðsjónar verði rannsóknir um áhrif þessa á svefn unglinga sem þurfi að útfæra í takt við Menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast, svo breytingarnar styðji við nám, lýðheilsu og góðan skólabrag. Hugað verði að því að ekki verði gengið á skipulagt skólastarf eða ákvæði í námskrá. Það sé til dæmis hægt að gera með nánara samspili skóla- og frístundastarfs og þeirra sem veita frístundaþjónustu eins og íþróttafélög. Eins þurfi að huga að því hvernig breytingarnar geti komið til móts við óskir skólastjórnenda og starfsfólks um undirbúningstíma fyrir eða eftir skipulagðan skóladag. Skóla - og menntamál Grunnskólar Svefn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Í fréttatilkynningu um fundinn segir að hann hefjist klukkan 10:15, á morgun föstudag. Fundurinn verði haldinn í gegnum fjarfundarbúnað og ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra verði Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í svefni og Ólöf Kristín Sívertsen frá fagskrifstofu grunnskóla í Reykjavíkurborg á fundinum. Nemendurnir sitji fundinn í sínum kennslustofum og fundurinn verði gagnvirkur þar sem unglingarnir svara spurningum um efni fundarins í snjalltækjum. Eins verði hægt að koma á framfæri spurningum og athugasemdum í gegnum kennarana sem koma þeim áfram til pallborðsins. Til skoðunar um nokkurt skeið að leyfa börnunum að sofa út Seinkun skólabyrjunar hafi verið til skoðunar um nokkurt skeið og þær tilraunir sem hafa verið gerðar gefi góða raun. Í haust hafi starfshópur verið að störfum við að móta tillögur að fyrirkomulagi seinkunar á skólabyrjun og í starfshópnum séu meðal annarra þrír fulltrúar ungmenna og það hafi reynst einstaklega vel. Ráðlagður svefntími hjá unglingum á aldrinum fjórtán til sautján ára sé átta til tíu klukkustundir á sólarhring. Þrátt fyrir aukna vitundarvakningu um mikilvægi svefns þá sofi margir unglingar of lítið og það að það fjölgi sífellt í þeim hópi á milli ára sé mikið áhyggjuefni. Á sama tíma og fleiri unglingar sofa of lítið sýni rannsóknir að andleg líðan þeirra fer versnandi en þekkt séu tengsl svefns og andlegrar heilsu. Ekki gengið á skipulagt skólastarf Í tilkynningunni segir að niðurstöður fundarins verði nýttar til að útfæra seinkun á upphafi skóladagsins. Til hliðsjónar verði rannsóknir um áhrif þessa á svefn unglinga sem þurfi að útfæra í takt við Menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast, svo breytingarnar styðji við nám, lýðheilsu og góðan skólabrag. Hugað verði að því að ekki verði gengið á skipulagt skólastarf eða ákvæði í námskrá. Það sé til dæmis hægt að gera með nánara samspili skóla- og frístundastarfs og þeirra sem veita frístundaþjónustu eins og íþróttafélög. Eins þurfi að huga að því hvernig breytingarnar geti komið til móts við óskir skólastjórnenda og starfsfólks um undirbúningstíma fyrir eða eftir skipulagðan skóladag.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Svefn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira