Friðarhugvekja Guðjón Jensson skrifar 10. desember 2023 13:31 Í janúar 1961 átti sér stað vestur í Bandaríkjunum athöfn sem þar er haldin ætíð á sama stað á áþekkum tíma. Tilefnið er að fráfarandi forseti ávarpar þjóð sína og felur eftirmanni sínum það vald sem fylgir forseta Bandaríkjanna. Dwigth Eisenhower hélt eftirminnilega ræðu sem oft hefur verið síðan vitnað til. Þessi forseti varð heimskunnur í síðari heimstyrjödinni fyrir að vera æðsti yfirmaður bandaríkjahers í Evrópu á miklum örlagatímum. Sjálfsagt hefur enginn annar haft jafnmikla yfirsýn á vopnabúnað, styrjaldatækni og allt það sem lýtur að ófrið. Og hvað sagði þessi furrum yfirhershöfðingi og fráfarandi forseti þennan janúardag 1961. Hann aðvaraði bandarísku þjóðina og þar með alla heimsbyggðina gagnvart sífellt vaxandi hernaðarumsvifum. Taldi hann mikla vá fyrir dyrum að hergagnaframeiðslan væri sífellt að færa sig upp á skaftið að ná undirtökunum við stjórn Bandaríkjanna og þar með heimsins. Um þessa óvenjulegu ræðu fyrrum yfirhershöfðingjans hafa margir fundir verið haldnir sem og ráðstefnur. Það hafa verið ritaðar fjöldinn allur af bókum um þessa ræðu og margt hefur verið ritað og rætt undir áhrifum varnaðarorða forsetans fyrrverandi. Í haust sem leið gerðu Hamas skæruliðasamtökin mjög ámælisverða og fólskulega árás á Ísrael. Ekkert er það sem afsakar þessi voðaverk. En hugum dálítið hvað síðan hefur gerst: Varla leið sólarhringur frá þessum árásum að gríðarstórar herflutningaflugvélar lentu troðfullar af hergögnum í Ísrael. Gróflega hefur þeim verið flogið 12-15.000 km og um 12 tímabelti frá austurströnd BNA. Og síðan hafa verið framdar gríðarlegar árásir gegn öllum þeim sem búa á Gaza og engum hlíft að undanskyldum nokkrum dögum þá um vopnahlé örfáa daga var samið. Áleitin spurning er hvort þetta hafi allt verið af ráðnum hug komið í kring? Þvilík grimmd gangvart óbreyttum borgurum hefur vart þekkstt í langan tíma. Og nú á dögunum var borin upp tillaga af framkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóðanna um áframhaldandi vopnahlé. Þá gerist það að fulltrúi mesta hernaðarveldis heims, BNA beitir neitunarvaldi. Bretar sátu hjá. Mátti ekki gera hlé á gróðavoninni að selja enn meira af vopnum? Það er sérkennilegt að á dögunum bárust þær fréttir frá BNA að hagvöxtur þar í landi hefur lengi vel ekki mælst meiri. Hernaðarumsvif BNA hafa því miður haft mikil áhrif á hagvöxt og er miður að framleiðsla og sala vopna sé megindrifkraftur efnahagslífsins þar vestra. Mannréttindi og lýðræði er af mörgum veraldlegum forystumönnum ekki talin vera svo mikilvæg. Það er eins og ekkert megi trufla gróðavonina og hagvöxtinn. Mannúðin er ekki talin upp á margra fiska virði talin. Við minnumst hryllilegra einræðisherra fortíðarinnar. Hvort nöfn Benjamins Natayaho og Wladimir Pútins bætast við, skal ekkert fullyrða. Því miður er framkoma þeirra beggja gagnvart mannkyninu hreint skelfileg og þeirra minnst sem einhverra verstu friðarspilla heimsbyggðarinnar. Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Í janúar 1961 átti sér stað vestur í Bandaríkjunum athöfn sem þar er haldin ætíð á sama stað á áþekkum tíma. Tilefnið er að fráfarandi forseti ávarpar þjóð sína og felur eftirmanni sínum það vald sem fylgir forseta Bandaríkjanna. Dwigth Eisenhower hélt eftirminnilega ræðu sem oft hefur verið síðan vitnað til. Þessi forseti varð heimskunnur í síðari heimstyrjödinni fyrir að vera æðsti yfirmaður bandaríkjahers í Evrópu á miklum örlagatímum. Sjálfsagt hefur enginn annar haft jafnmikla yfirsýn á vopnabúnað, styrjaldatækni og allt það sem lýtur að ófrið. Og hvað sagði þessi furrum yfirhershöfðingi og fráfarandi forseti þennan janúardag 1961. Hann aðvaraði bandarísku þjóðina og þar með alla heimsbyggðina gagnvart sífellt vaxandi hernaðarumsvifum. Taldi hann mikla vá fyrir dyrum að hergagnaframeiðslan væri sífellt að færa sig upp á skaftið að ná undirtökunum við stjórn Bandaríkjanna og þar með heimsins. Um þessa óvenjulegu ræðu fyrrum yfirhershöfðingjans hafa margir fundir verið haldnir sem og ráðstefnur. Það hafa verið ritaðar fjöldinn allur af bókum um þessa ræðu og margt hefur verið ritað og rætt undir áhrifum varnaðarorða forsetans fyrrverandi. Í haust sem leið gerðu Hamas skæruliðasamtökin mjög ámælisverða og fólskulega árás á Ísrael. Ekkert er það sem afsakar þessi voðaverk. En hugum dálítið hvað síðan hefur gerst: Varla leið sólarhringur frá þessum árásum að gríðarstórar herflutningaflugvélar lentu troðfullar af hergögnum í Ísrael. Gróflega hefur þeim verið flogið 12-15.000 km og um 12 tímabelti frá austurströnd BNA. Og síðan hafa verið framdar gríðarlegar árásir gegn öllum þeim sem búa á Gaza og engum hlíft að undanskyldum nokkrum dögum þá um vopnahlé örfáa daga var samið. Áleitin spurning er hvort þetta hafi allt verið af ráðnum hug komið í kring? Þvilík grimmd gangvart óbreyttum borgurum hefur vart þekkstt í langan tíma. Og nú á dögunum var borin upp tillaga af framkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóðanna um áframhaldandi vopnahlé. Þá gerist það að fulltrúi mesta hernaðarveldis heims, BNA beitir neitunarvaldi. Bretar sátu hjá. Mátti ekki gera hlé á gróðavoninni að selja enn meira af vopnum? Það er sérkennilegt að á dögunum bárust þær fréttir frá BNA að hagvöxtur þar í landi hefur lengi vel ekki mælst meiri. Hernaðarumsvif BNA hafa því miður haft mikil áhrif á hagvöxt og er miður að framleiðsla og sala vopna sé megindrifkraftur efnahagslífsins þar vestra. Mannréttindi og lýðræði er af mörgum veraldlegum forystumönnum ekki talin vera svo mikilvæg. Það er eins og ekkert megi trufla gróðavonina og hagvöxtinn. Mannúðin er ekki talin upp á margra fiska virði talin. Við minnumst hryllilegra einræðisherra fortíðarinnar. Hvort nöfn Benjamins Natayaho og Wladimir Pútins bætast við, skal ekkert fullyrða. Því miður er framkoma þeirra beggja gagnvart mannkyninu hreint skelfileg og þeirra minnst sem einhverra verstu friðarspilla heimsbyggðarinnar. Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun