Glæpurinn kynlífsmansal Jódís Skúladóttir skrifar 13. desember 2023 11:00 Við Íslendingar höfum sýnt það með löggjöf og samfélagslegri sátt að við lítum kynferðisbrot sérstaklega alvarlegum augum. Kynlífsmansal er alvarlegasta kynferðisbrot sem hægt er að fremja og því þurfa valdhafar hvers tíma að leggja sig fram við að endurspegla vilja þjóðarinnar í þessum efnum. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar sem lýsa því skýrt yfir að við berum lagalega ábyrgð gagnvart þolendum mansals þó þeir hafi ekki orðið fyrir mansali á Íslandi. Ekki er svo síður mikilvægt að árétta að við berum sem samfélag líka siðferðislegar skuldbindingar sem manneskjur gagnvart þeim sem brotið hefur verið á með þesum alvarlega hætti. Við vitum í dag hversu alvarleg og langvarandi áhrif kynferðisbrot hafa á þolendur enda sýna allar rannsóknir fram á það. Rannsókn Stígamóta frá árinu 2022 sýnir að vændi hefur alvarlegri afleiðingar á brotaþola en önnur kynferðisbrot og því er auðvelt að gera sér í hugarlund að þolendur kynlífsmansals þurfi að kljást við enn alvarlegri afleiðingar. Hluti af afmennskun og niðurbroti mansalsþolenda er að taka af þeim gild skilríki þannig að þau séu háð kvölurum sínum um ferðafrelsi. Fólk er þannig yfirleitt flutt milli landa á fölsuðum skilríkjum til að gera því erfiðara að leita sér aðstoðar. Það er einhvers konar ný vídd í þolendaskömmun að gera þolendur mansals ábyrga fyrir þeim hörmungum sem þau hafa orðið fyrir og ákæra slíka einstaklinga fyrir skjalafals vegna hinna fölsuðu skilríkja. Að nota það gegn mansalsþolendum að þau hafi komið til landsins á fölsuðum skilríkjum má segja að sé sambærilegt við að nota það gegn þeim að þau hafi orðið fyrir kynferðisbroti. Samkvæmt íslenskum lögum stendur þolendum mansals til boða að fá húsnæði, fjárhags- og lögfræðiaðstoð og í boði er dvalarleyfi fyrir staðfesta þolendur mansals. Með lagabreytingu frá árinu 2019 standa þessi úrræði einnig til boða fyrir hugsanlega þolendur mansals. Vilji löggjafans er skýr og það er vilji almennings líka. Þolendur kynlífsmansals eiga alltaf að njóta vafans og lagatæknileg atriði eiga aldrei að standa í vegi fyrir réttlátri meðferð þeirra mála. Þessum hópi , sem fyrst og fremst samanstendur af konum sem hingað hafa komið gegnum hryllilegar aðstæður eigum við að veita skjól. Ég geri orð hæstvirts dómsmálaráðherra frá því í október í svari við fyrirspurn um mansal á Íslandi að mínum: „Það er viðvarandi verkefni hverrar þjóðar að berjast gegn mansali og mikilvægt að sofna ekki á verðinum.“ Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Mansal Alþingi Vinstri græn Kynferðisofbeldi Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum sýnt það með löggjöf og samfélagslegri sátt að við lítum kynferðisbrot sérstaklega alvarlegum augum. Kynlífsmansal er alvarlegasta kynferðisbrot sem hægt er að fremja og því þurfa valdhafar hvers tíma að leggja sig fram við að endurspegla vilja þjóðarinnar í þessum efnum. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar sem lýsa því skýrt yfir að við berum lagalega ábyrgð gagnvart þolendum mansals þó þeir hafi ekki orðið fyrir mansali á Íslandi. Ekki er svo síður mikilvægt að árétta að við berum sem samfélag líka siðferðislegar skuldbindingar sem manneskjur gagnvart þeim sem brotið hefur verið á með þesum alvarlega hætti. Við vitum í dag hversu alvarleg og langvarandi áhrif kynferðisbrot hafa á þolendur enda sýna allar rannsóknir fram á það. Rannsókn Stígamóta frá árinu 2022 sýnir að vændi hefur alvarlegri afleiðingar á brotaþola en önnur kynferðisbrot og því er auðvelt að gera sér í hugarlund að þolendur kynlífsmansals þurfi að kljást við enn alvarlegri afleiðingar. Hluti af afmennskun og niðurbroti mansalsþolenda er að taka af þeim gild skilríki þannig að þau séu háð kvölurum sínum um ferðafrelsi. Fólk er þannig yfirleitt flutt milli landa á fölsuðum skilríkjum til að gera því erfiðara að leita sér aðstoðar. Það er einhvers konar ný vídd í þolendaskömmun að gera þolendur mansals ábyrga fyrir þeim hörmungum sem þau hafa orðið fyrir og ákæra slíka einstaklinga fyrir skjalafals vegna hinna fölsuðu skilríkja. Að nota það gegn mansalsþolendum að þau hafi komið til landsins á fölsuðum skilríkjum má segja að sé sambærilegt við að nota það gegn þeim að þau hafi orðið fyrir kynferðisbroti. Samkvæmt íslenskum lögum stendur þolendum mansals til boða að fá húsnæði, fjárhags- og lögfræðiaðstoð og í boði er dvalarleyfi fyrir staðfesta þolendur mansals. Með lagabreytingu frá árinu 2019 standa þessi úrræði einnig til boða fyrir hugsanlega þolendur mansals. Vilji löggjafans er skýr og það er vilji almennings líka. Þolendur kynlífsmansals eiga alltaf að njóta vafans og lagatæknileg atriði eiga aldrei að standa í vegi fyrir réttlátri meðferð þeirra mála. Þessum hópi , sem fyrst og fremst samanstendur af konum sem hingað hafa komið gegnum hryllilegar aðstæður eigum við að veita skjól. Ég geri orð hæstvirts dómsmálaráðherra frá því í október í svari við fyrirspurn um mansal á Íslandi að mínum: „Það er viðvarandi verkefni hverrar þjóðar að berjast gegn mansali og mikilvægt að sofna ekki á verðinum.“ Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun