Ekki forsendur til skólahalds í Grímsey Árni Sæberg skrifar 14. desember 2023 10:01 Ekki verður hægt að sækja grunnskóla í Grímsey á komandi skólaönn. Vísir/Jóhann K Upplýsingaöflun bæjarráðs Akureyrarbæjar hefur leitt í ljós að ekki séu forsendur til skólahalds í Grímsey. Skólahald var fellt niður árið 2019 en foreldrar þriggja barna óskuðu eftir því að það yrði endurvakið. Í nýjustu fundargerð bæjarráðs Akureyrarbæjar segir að fræðslu- og lýðheilsuráð bæjarins hafi samþykkt fyrir sitt leyti að endurvekja skólahald í Grímsey á vorönn 2024, að því gefnu að þrír nemendur ætli að hefja þar skólagöngu. Staðan verði endurmetin í maí 2024. Fræðslu- og lýðheilsuráð hafi vísað málinu til bæjarráðs þann 13. nóvember síðastliðinn. Bæjarráð hafi þá falið Kristínu Jóhannesdóttur, sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs, að afla frekari upplýsinga um málið og leggja fyrir bæjarráð. Í fundargerðinni segir að bæjarráð leggi áherslu á samfellda skólagöngu barna og greiðan aðgang að frístundastarfi í samræmi við barnalög og því sé réttast að barn gangi aðeins í einn skóla, þar sem aðgangur að frístundastarfi er góður. Þó ríki skilningur á aðstæðum fjölskyldna, þar sem annað foreldri stundar sína atvinnu að stórum hluta í Grímsey. Vilji sé til að koma til móts við foreldra barna sem eiga búsetu í Grímsey með auknum sveigjanleika til náms með stuðningi frá skóla barns, í allt að þrjár vikur á önn. Bæjarráð feli sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að skapa þá umgjörð í samstarfi við skóla barnanna og kynna hana foreldrum. „Upplýsingaöflun hefur leitt í ljós að ekki séu forsendur til skólahalds í Grímsey.“ Grímsey Akureyri Grunnskólar Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Í nýjustu fundargerð bæjarráðs Akureyrarbæjar segir að fræðslu- og lýðheilsuráð bæjarins hafi samþykkt fyrir sitt leyti að endurvekja skólahald í Grímsey á vorönn 2024, að því gefnu að þrír nemendur ætli að hefja þar skólagöngu. Staðan verði endurmetin í maí 2024. Fræðslu- og lýðheilsuráð hafi vísað málinu til bæjarráðs þann 13. nóvember síðastliðinn. Bæjarráð hafi þá falið Kristínu Jóhannesdóttur, sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs, að afla frekari upplýsinga um málið og leggja fyrir bæjarráð. Í fundargerðinni segir að bæjarráð leggi áherslu á samfellda skólagöngu barna og greiðan aðgang að frístundastarfi í samræmi við barnalög og því sé réttast að barn gangi aðeins í einn skóla, þar sem aðgangur að frístundastarfi er góður. Þó ríki skilningur á aðstæðum fjölskyldna, þar sem annað foreldri stundar sína atvinnu að stórum hluta í Grímsey. Vilji sé til að koma til móts við foreldra barna sem eiga búsetu í Grímsey með auknum sveigjanleika til náms með stuðningi frá skóla barns, í allt að þrjár vikur á önn. Bæjarráð feli sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að skapa þá umgjörð í samstarfi við skóla barnanna og kynna hana foreldrum. „Upplýsingaöflun hefur leitt í ljós að ekki séu forsendur til skólahalds í Grímsey.“
Grímsey Akureyri Grunnskólar Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira