Af vindvélum og þjóðarmorði Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 20. desember 2023 16:01 Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. Þrátt fyrir það hefur Ísland lengi haft sterka rödd á alþjóðavettvanginum, úr öllu samhengi við smæð sína. Rödd sem hefur áhrif. Rödd sem eftir er tekið. Íslenskt tónlistarfólk skarar reglulega fram úr og fer sigurför um heiminn, á hátt sem margfalt stærri þjóðir geta ekki státað sig af, og reglulega beinist sviðsljósið að Íslandi, ef ekki vegna eldgosa, þá vegna kvennasamstöðu eða annarrar réttindabaráttu. Nú fremur Ísraelsríki þjóðarmorð. Árásir Ísraelshers á óbreytta borgara á Gazasvæðinu eru með öllu ófyrirgefanlegar, sama í hvaða samhengi þær skoðast. Ekkert sögulegt samhengi, hvorki til langs eða skamms tíma, getur réttlætt þessar aðgerðir á nokkurn máta, enda hafa Sameinuðu þjóðirnar kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Á tímapunkti sem þessum er ótækt að þjóð sem fremur stríðsglæpi, og hefur myrt um 20.000 íbúa Gazasvæðisins á örfáum vikum, þar af helmingurinn börn, fái að nýta stóra sviðið í Malmö til þess að þurrka blóðið af höndum sér með öflugum vindvélunum. Ríkissjónvarp eða ríkisstjórn? Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur lýst því yfir að söngvakeppnin sé keppni ríkissjónvarpsstöðva, ekki ríkisstjórna. Auk þess uppfylli ríkissjónvarpið í Ísrael, KAN, öll skilyrði sem uppfylla þarf til að keppa og hafi tekið þátt í fimmtíu ár. Þessi meinti greinarmunur á ríkissjónvarpi og ríkisstjórnum er tæknilegur. Almenningur lítur á fulltrúa sjónvarpsstöðvanna sem fulltrúa þeirra þjóða sem taka þátt. Á því er enginn vafi. Ekki nokkur manneskja hefur kallað Käärijä fulltrúa Yleisradio. Hann var einfaldlega fulltrúi Finna. Ekkert okkar heldur með Ελληνική Ραδιοφωνία Τηλεόραση, eða Hellenísku útvarpssamsteypunni. Við höldum einfaldlega með Grikklandi. Þessi tæknilegi greinarmunur er skálkaskjól. Afsökun Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva til að taka ekki afstöðu. Afstöðu sem væri þeim dýrkeypt, enda er Moroccan Oil tvennt í senn; Vellauðugt ísraelskt fyrirtæki, þrátt fyrir nafnið—og aðalstuðningsaðili Eurovision. Þá getur fimmtíu ára hefðarréttur aldrei réttlætt þátttöku. Ísrael hefur fengið að taka þátt í fimm áratugi, þrátt fyrir að hafa í þessa fimm áratugi haldið uppi stöðugum árásum á Palestínubúa og hernumið sífellt stærri part af landi þeirra. Drögum okkur úr keppninni Ísrael er nú spáð öðru sæti í keppninni af veðbönkum, jafnvel þó enn hafi ekki eitt einasta lag verið gefið út. Vel getur farið svo að ísraelski keppandinn vinni og keppnin verði því haldin í Tel Aviv að einu og hálfu ári liðnu. Verður þá Gaza brunarústir einar, aðeins 80 km frá sviðinu? Ætlum við þá að mæta og dansa, því um næst á líkum sundursprengdra palestínskra barna? Íslenskt tónlistarfólk á ekki að gefa ímyndarhreinsun Ísraelsríkis vægi með því að deila með þeim sviði í keppni sem var upphaflega sett á laggirnar í þeim tilgangi að stuðla að friði. Ríkisútvarpið á einfaldlega að draga sig úr keppninni, nema að Ísrael verði vikið úr henni. Með sniðgöngunni setjum við fótinn niður og notum okkar forréttindarödd til að þrýsta á skipuleggjendur keppninnar að gefa Ísrael ekki þennan vettvang til að skapa jákvætt umtal um sig. Við bindum varla endi á þjóðarmorð með sniðgöngu á söngvakeppni, en við sýnum íbúum Palestínu—sem fer sífækkandi— að okkur sé ekki sama. Að við séum að fylgjast með. Að við séum ekki samþykk þessum árásum á mennskuna. Að partýið sé ekki þess virði. Höfundur er félagi í FÁSES, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, formaður Siðmenntar og áhugakona um júróvisjón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Auðbjörg K. Straumland Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisútvarpið Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. Þrátt fyrir það hefur Ísland lengi haft sterka rödd á alþjóðavettvanginum, úr öllu samhengi við smæð sína. Rödd sem hefur áhrif. Rödd sem eftir er tekið. Íslenskt tónlistarfólk skarar reglulega fram úr og fer sigurför um heiminn, á hátt sem margfalt stærri þjóðir geta ekki státað sig af, og reglulega beinist sviðsljósið að Íslandi, ef ekki vegna eldgosa, þá vegna kvennasamstöðu eða annarrar réttindabaráttu. Nú fremur Ísraelsríki þjóðarmorð. Árásir Ísraelshers á óbreytta borgara á Gazasvæðinu eru með öllu ófyrirgefanlegar, sama í hvaða samhengi þær skoðast. Ekkert sögulegt samhengi, hvorki til langs eða skamms tíma, getur réttlætt þessar aðgerðir á nokkurn máta, enda hafa Sameinuðu þjóðirnar kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Á tímapunkti sem þessum er ótækt að þjóð sem fremur stríðsglæpi, og hefur myrt um 20.000 íbúa Gazasvæðisins á örfáum vikum, þar af helmingurinn börn, fái að nýta stóra sviðið í Malmö til þess að þurrka blóðið af höndum sér með öflugum vindvélunum. Ríkissjónvarp eða ríkisstjórn? Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur lýst því yfir að söngvakeppnin sé keppni ríkissjónvarpsstöðva, ekki ríkisstjórna. Auk þess uppfylli ríkissjónvarpið í Ísrael, KAN, öll skilyrði sem uppfylla þarf til að keppa og hafi tekið þátt í fimmtíu ár. Þessi meinti greinarmunur á ríkissjónvarpi og ríkisstjórnum er tæknilegur. Almenningur lítur á fulltrúa sjónvarpsstöðvanna sem fulltrúa þeirra þjóða sem taka þátt. Á því er enginn vafi. Ekki nokkur manneskja hefur kallað Käärijä fulltrúa Yleisradio. Hann var einfaldlega fulltrúi Finna. Ekkert okkar heldur með Ελληνική Ραδιοφωνία Τηλεόραση, eða Hellenísku útvarpssamsteypunni. Við höldum einfaldlega með Grikklandi. Þessi tæknilegi greinarmunur er skálkaskjól. Afsökun Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva til að taka ekki afstöðu. Afstöðu sem væri þeim dýrkeypt, enda er Moroccan Oil tvennt í senn; Vellauðugt ísraelskt fyrirtæki, þrátt fyrir nafnið—og aðalstuðningsaðili Eurovision. Þá getur fimmtíu ára hefðarréttur aldrei réttlætt þátttöku. Ísrael hefur fengið að taka þátt í fimm áratugi, þrátt fyrir að hafa í þessa fimm áratugi haldið uppi stöðugum árásum á Palestínubúa og hernumið sífellt stærri part af landi þeirra. Drögum okkur úr keppninni Ísrael er nú spáð öðru sæti í keppninni af veðbönkum, jafnvel þó enn hafi ekki eitt einasta lag verið gefið út. Vel getur farið svo að ísraelski keppandinn vinni og keppnin verði því haldin í Tel Aviv að einu og hálfu ári liðnu. Verður þá Gaza brunarústir einar, aðeins 80 km frá sviðinu? Ætlum við þá að mæta og dansa, því um næst á líkum sundursprengdra palestínskra barna? Íslenskt tónlistarfólk á ekki að gefa ímyndarhreinsun Ísraelsríkis vægi með því að deila með þeim sviði í keppni sem var upphaflega sett á laggirnar í þeim tilgangi að stuðla að friði. Ríkisútvarpið á einfaldlega að draga sig úr keppninni, nema að Ísrael verði vikið úr henni. Með sniðgöngunni setjum við fótinn niður og notum okkar forréttindarödd til að þrýsta á skipuleggjendur keppninnar að gefa Ísrael ekki þennan vettvang til að skapa jákvætt umtal um sig. Við bindum varla endi á þjóðarmorð með sniðgöngu á söngvakeppni, en við sýnum íbúum Palestínu—sem fer sífækkandi— að okkur sé ekki sama. Að við séum að fylgjast með. Að við séum ekki samþykk þessum árásum á mennskuna. Að partýið sé ekki þess virði. Höfundur er félagi í FÁSES, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, formaður Siðmenntar og áhugakona um júróvisjón.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar