Tíu þúsund króna dagsektir lögmætar að mati ráðuneytis Lovísa Arnardóttir skrifar 20. desember 2023 17:11 Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra. Ráðuneyti hennar hefur úrskurðað að ákvarðanir MAST í máli nautgripabónda voru í samræmi við lög. Samsett Matvælaráðuneytið hefur staðfest lögmæti dagsekta Matvælastofnunar (MAST) á bónda vegna alvarlegra brota í búrekstri hans á lögum um dýravelferð og reglugerð um velferð nautgripa. Dagsektirnar voru tíu þúsund krónur á dag. Brot bóndans sneru öll að hreinleika væri ábótavant á dýrum og á legusvæði. Hann var ósáttur við að lagðar væru hann dagsektir vegna brota á lögum um dýravelferð vegna þess að hann ætlaði fljótlega að hætta mjólkurframleiðslu og mótmælti af þeim sökum. Fjallað er um málið á vef MAST. Bóndinn krafðist þess að dagsektirnar yrðu lækkaðar eða felldar niður. Þá sagði hann MAST ekki hafa gætt meðalhófs og hafa brotið gegn rannsóknar- og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Því hafnaði Matvælastofnun en bóndinn kærði þá synjun til ráðuneytisins og sagði MAST hafa brotið á stjórnsýslulögum með dagsektunum. Innheimtu dagsektanna var síðar hætt þegar allar mjólkurkýr voru farnar og betri umgjörð komin á ungneyti. Ekki orðið við beiðnum um úrbætur Málið á sér nokkuð langan aðdraganda en það var fyrst í ágúst 2022 sem eftirlitsdýralæknir fór á bæinn eftir að mál bóndans hafði komið á borð þeirra. Honum hafði verið gefinn frestur til sumarsins til úrbóta. Fram kemur í úrskurði ráðuneytisins að MAST hafi eftir það gert ítrekaðar athugasemdir við búskapinn og aðbúnað dýranna og gert kröfur um úrbætur en að bóndinn hafi ekki orðið við þeim. Þá er einnig bent á það í úrskurði að bóndinn hafi ekki uppfyllt kröfur sem gerðar eru til umráðamanna nautgripa um hreinlæti í reglugerð og að þeim stöðlum sem þar eru lagðar til hafi ekki verið fylgt. Eftir athugasemdir og óskir um úrbætur sem ekki var brugðist var ákvað MAST að leggja á dagsektir til að knýja á um úrbætur í þeim efnum. Í úrskurði segir að þeirri ákvörðun hafi verið langur aðdragandi og því standist það ekki að ekki hafi verið gætt að meðalhófi eins og bóndinn vildi meina í sinni kæru. Fylgdu öllum reglum „Kæranda var ítrekað veittur andmælaréttur og frestir til úrbóta, en úrbætur voru ekki gerðar eða þær ekki fullnægjandi. Til þess að reyna að knýja fram úrbætur lagði Matvælastofnun dagsektir á kæranda og telur ráðuneytið að slík ákvörðun hafi ekki gengið lengra en nauðsyn bar til enda er Matvælastofnun opinber eftirlitsaðili með frumframleiðslu matvæla… og opinber eftirlitsaðili með velferð dýra,“ segir í úrskurði. Þá segir ráðuneytið að það standist ekki að MAST hafi ekki fylgt rannsóknarskyldu stjórnvalda. Það sé ljóst að stofnunin hafi tryggt fullnægjandi rannsókn á málinu áður en ákvörðun um dagsektir hafi verið tekin. Þá er heldur ekki tekið undir sjónarmið um að brotið hafi verið á jafnræðisreglu því ekki sé hægt að sjá að stofnunin hafi gengið harðar fram gegn kæranda en öðrum í sambærilegum málum. Með tillit til þessa alls metur því ráðuneytið að ákvörðun MAST hafi verið lögmæt og að farið hafi verið að lögum. Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Brot bóndans sneru öll að hreinleika væri ábótavant á dýrum og á legusvæði. Hann var ósáttur við að lagðar væru hann dagsektir vegna brota á lögum um dýravelferð vegna þess að hann ætlaði fljótlega að hætta mjólkurframleiðslu og mótmælti af þeim sökum. Fjallað er um málið á vef MAST. Bóndinn krafðist þess að dagsektirnar yrðu lækkaðar eða felldar niður. Þá sagði hann MAST ekki hafa gætt meðalhófs og hafa brotið gegn rannsóknar- og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Því hafnaði Matvælastofnun en bóndinn kærði þá synjun til ráðuneytisins og sagði MAST hafa brotið á stjórnsýslulögum með dagsektunum. Innheimtu dagsektanna var síðar hætt þegar allar mjólkurkýr voru farnar og betri umgjörð komin á ungneyti. Ekki orðið við beiðnum um úrbætur Málið á sér nokkuð langan aðdraganda en það var fyrst í ágúst 2022 sem eftirlitsdýralæknir fór á bæinn eftir að mál bóndans hafði komið á borð þeirra. Honum hafði verið gefinn frestur til sumarsins til úrbóta. Fram kemur í úrskurði ráðuneytisins að MAST hafi eftir það gert ítrekaðar athugasemdir við búskapinn og aðbúnað dýranna og gert kröfur um úrbætur en að bóndinn hafi ekki orðið við þeim. Þá er einnig bent á það í úrskurði að bóndinn hafi ekki uppfyllt kröfur sem gerðar eru til umráðamanna nautgripa um hreinlæti í reglugerð og að þeim stöðlum sem þar eru lagðar til hafi ekki verið fylgt. Eftir athugasemdir og óskir um úrbætur sem ekki var brugðist var ákvað MAST að leggja á dagsektir til að knýja á um úrbætur í þeim efnum. Í úrskurði segir að þeirri ákvörðun hafi verið langur aðdragandi og því standist það ekki að ekki hafi verið gætt að meðalhófi eins og bóndinn vildi meina í sinni kæru. Fylgdu öllum reglum „Kæranda var ítrekað veittur andmælaréttur og frestir til úrbóta, en úrbætur voru ekki gerðar eða þær ekki fullnægjandi. Til þess að reyna að knýja fram úrbætur lagði Matvælastofnun dagsektir á kæranda og telur ráðuneytið að slík ákvörðun hafi ekki gengið lengra en nauðsyn bar til enda er Matvælastofnun opinber eftirlitsaðili með frumframleiðslu matvæla… og opinber eftirlitsaðili með velferð dýra,“ segir í úrskurði. Þá segir ráðuneytið að það standist ekki að MAST hafi ekki fylgt rannsóknarskyldu stjórnvalda. Það sé ljóst að stofnunin hafi tryggt fullnægjandi rannsókn á málinu áður en ákvörðun um dagsektir hafi verið tekin. Þá er heldur ekki tekið undir sjónarmið um að brotið hafi verið á jafnræðisreglu því ekki sé hægt að sjá að stofnunin hafi gengið harðar fram gegn kæranda en öðrum í sambærilegum málum. Með tillit til þessa alls metur því ráðuneytið að ákvörðun MAST hafi verið lögmæt og að farið hafi verið að lögum.
Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira