Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2024 12:37 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku. KCNA, ríkismiðill Norður-Kóreu, hefur eftir talsmanni hers ríkisins að heræfingarnar geti haft hörmulega afleiðingar, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa lengi fordæmt allar sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem undirbúning fyrir innrás. Fréttaveitan vísar í yfirlýsingu frá yfirvöldum í Suður-Kóreu, þar sem tilraunin er fordæmd sem brot á ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og er hún sögð ógna friði á Kóreuskaganum og um heiminn allan. Dróninn ber nafnið Haeil-5-23 en tilvist hans var opinberuð í mars í fyrra. Þá var því haldið fram að hægt væri að sigla drónanum upp að ströndum annarra ríkja og valda þar geislavirkum flóðbylgjum. Haeil þýðir flóðbylgja. Frá heræfingu Suður-Kóreu, Bandaríkjanna og Japan í vikunni. Flugmóðurskipið USS Carl Vinson er hér í fylgd tundurspilla frá Japan og Suður-Kóreu.AP/Herforingjaráð Suður-Kóreu Hann á einnig að vera þróaður til að elta upp flota og granda þeim. Reuters segir að virkni vopnsins hafi ekki verið staðfest af öðrum en yfirvöldum í norður-Kóreu. Sjá einnig: Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kjarnorkuvopn á Kóreuskaga Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið því að fjölga kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu á þessu ári og breytti nýverið lögum Norður-Kóreu svo hann gæti þeim samkvæmt beitt kjarnorkuvopnum „reyni einhver öfl að brjóta gegn hagsmunum ríkisins“. Samhliða þessum breytingum hefur hótunum um beitingu kjarnorkuvopna frá Norður-Kóreu fjölgað. Sjá einnig: Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Undanfarin ár hafa kannanir í Suður-Kóreu sýnt að sífellt fleiri íbúar þar eru hlynntir því að ríkið eignist eigin kjarnorkuvopn eða að Bandaríkjamenn flytji aftur kjarnorkuvopn þangað. Þau vopn voru fjarlægð á tíunda áratug síðustu aldar. Er það að miklu leyti vegna aukins áróðurs og hótana frá Norður-Kóreu og ótta fólks í Suður-Kóreu að bandarískur forseti myndi ekki beita kjarnorkuvopnum til að verja Suður-Kóreu gegn áras frá Norður-Kóreu, af ótta við að Norður-Kóreumenn myndu skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Japan Hernaður Tengdar fréttir Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32 Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31 Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
KCNA, ríkismiðill Norður-Kóreu, hefur eftir talsmanni hers ríkisins að heræfingarnar geti haft hörmulega afleiðingar, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa lengi fordæmt allar sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem undirbúning fyrir innrás. Fréttaveitan vísar í yfirlýsingu frá yfirvöldum í Suður-Kóreu, þar sem tilraunin er fordæmd sem brot á ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og er hún sögð ógna friði á Kóreuskaganum og um heiminn allan. Dróninn ber nafnið Haeil-5-23 en tilvist hans var opinberuð í mars í fyrra. Þá var því haldið fram að hægt væri að sigla drónanum upp að ströndum annarra ríkja og valda þar geislavirkum flóðbylgjum. Haeil þýðir flóðbylgja. Frá heræfingu Suður-Kóreu, Bandaríkjanna og Japan í vikunni. Flugmóðurskipið USS Carl Vinson er hér í fylgd tundurspilla frá Japan og Suður-Kóreu.AP/Herforingjaráð Suður-Kóreu Hann á einnig að vera þróaður til að elta upp flota og granda þeim. Reuters segir að virkni vopnsins hafi ekki verið staðfest af öðrum en yfirvöldum í norður-Kóreu. Sjá einnig: Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kjarnorkuvopn á Kóreuskaga Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið því að fjölga kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu á þessu ári og breytti nýverið lögum Norður-Kóreu svo hann gæti þeim samkvæmt beitt kjarnorkuvopnum „reyni einhver öfl að brjóta gegn hagsmunum ríkisins“. Samhliða þessum breytingum hefur hótunum um beitingu kjarnorkuvopna frá Norður-Kóreu fjölgað. Sjá einnig: Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Undanfarin ár hafa kannanir í Suður-Kóreu sýnt að sífellt fleiri íbúar þar eru hlynntir því að ríkið eignist eigin kjarnorkuvopn eða að Bandaríkjamenn flytji aftur kjarnorkuvopn þangað. Þau vopn voru fjarlægð á tíunda áratug síðustu aldar. Er það að miklu leyti vegna aukins áróðurs og hótana frá Norður-Kóreu og ótta fólks í Suður-Kóreu að bandarískur forseti myndi ekki beita kjarnorkuvopnum til að verja Suður-Kóreu gegn áras frá Norður-Kóreu, af ótta við að Norður-Kóreumenn myndu skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Japan Hernaður Tengdar fréttir Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32 Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31 Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32
Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59
Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31
Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18