Nei Lilja, Bjarni á ekki að stýra RÚV! Sigmar Guðmundsson skrifar 27. janúar 2024 21:40 Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, er á afar miklum villigötum þegar hún fullyrðir að utanríkisráðherra þurfi að vera með í ráðum ef RÚV ákveður að taka ekki þátt í Júróvisjón. Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir, líka þær vandasömu. Stjórnmálamenn eiga setja almennar reglur og lög um RÚV og aðra fjölmiðla en einstaka ákvarðanir um það sem birtist á skjánum er í höndum þeirra sem stýra miðlunum. Öðruvísi getur það ekki verið í lýðræðissamfélagi sem skilur hve mikilvægt frelsi fjölmiðla er. Ég átta mig vel á því að þetta er mjög viðkvæmt mál. Landsmenn og heimurinn allur hefur sterkar skoðanir á þeim yfirgengilega hryllingi sem nú á sér stað á Gaza og hinum viðbjóðslegu hryðjuverkaárásum Hamas. En einmitt vegna þess verður ráðherra að skilja að það er ekki bara mjög stór ákvörðun að taka ekki þátt í Júróvisjón – það er þá líka mjög stór ákvörðun að taka þátt. Og það er ekki ráðherra eða Alþingis að taka það vald af útvarpsstjóra og hans fólki, jafnvel þótt stjórnendur RÚV séu í klemmu vegna þessa. Þetta er ekki sambærilegt við þátttöku Íslands í íþróttaviðburðum. Ofur einfaldlega vegna þess að RÚV er sjálfstæður fjölmiðill en ekki íþróttafélag eða sérsamband. Þetta vekur strax upp þá spurningu hvort menningarmálaráðherra og fleirum í ríkisstjórninni finnst að Ríkisútvarpið eigi að ráðfæra sig við stjórnvöld um eitthvað annað dagskrárefni – hvort einhverjar aðrar aðstæður geti kallað á afskipti stjórnvalda af miðlinum? Og ekki síður, hefur þess áður verið krafist í tíð þessarar ríkisstjórnar að fjölmiðlar beri ákvarðanir sínar um dagskrárefni undir ráðherra? Stefán Eiríksson og hans fólk þarf að taka þessa ákvörðun. Og það er alveg ljóst að fólk verður reitt, sama hver ákvörðunin verður. En ég hef lúmskan grun um að reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir verkum. Ef þetta er ráðandi viðhorf meðal ráðamanna þá erum við í vanda. Það er erfitt að réttlæta tilvist ríkisfjölmiðils sem tekur við fyrirmælum frá ráðherra um þátttöku í sjónvarpsþáttum. Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði. Spyrjið bara Rússa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Utanríkismál Eurovision Viðreisn Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, er á afar miklum villigötum þegar hún fullyrðir að utanríkisráðherra þurfi að vera með í ráðum ef RÚV ákveður að taka ekki þátt í Júróvisjón. Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir, líka þær vandasömu. Stjórnmálamenn eiga setja almennar reglur og lög um RÚV og aðra fjölmiðla en einstaka ákvarðanir um það sem birtist á skjánum er í höndum þeirra sem stýra miðlunum. Öðruvísi getur það ekki verið í lýðræðissamfélagi sem skilur hve mikilvægt frelsi fjölmiðla er. Ég átta mig vel á því að þetta er mjög viðkvæmt mál. Landsmenn og heimurinn allur hefur sterkar skoðanir á þeim yfirgengilega hryllingi sem nú á sér stað á Gaza og hinum viðbjóðslegu hryðjuverkaárásum Hamas. En einmitt vegna þess verður ráðherra að skilja að það er ekki bara mjög stór ákvörðun að taka ekki þátt í Júróvisjón – það er þá líka mjög stór ákvörðun að taka þátt. Og það er ekki ráðherra eða Alþingis að taka það vald af útvarpsstjóra og hans fólki, jafnvel þótt stjórnendur RÚV séu í klemmu vegna þessa. Þetta er ekki sambærilegt við þátttöku Íslands í íþróttaviðburðum. Ofur einfaldlega vegna þess að RÚV er sjálfstæður fjölmiðill en ekki íþróttafélag eða sérsamband. Þetta vekur strax upp þá spurningu hvort menningarmálaráðherra og fleirum í ríkisstjórninni finnst að Ríkisútvarpið eigi að ráðfæra sig við stjórnvöld um eitthvað annað dagskrárefni – hvort einhverjar aðrar aðstæður geti kallað á afskipti stjórnvalda af miðlinum? Og ekki síður, hefur þess áður verið krafist í tíð þessarar ríkisstjórnar að fjölmiðlar beri ákvarðanir sínar um dagskrárefni undir ráðherra? Stefán Eiríksson og hans fólk þarf að taka þessa ákvörðun. Og það er alveg ljóst að fólk verður reitt, sama hver ákvörðunin verður. En ég hef lúmskan grun um að reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir verkum. Ef þetta er ráðandi viðhorf meðal ráðamanna þá erum við í vanda. Það er erfitt að réttlæta tilvist ríkisfjölmiðils sem tekur við fyrirmælum frá ráðherra um þátttöku í sjónvarpsþáttum. Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði. Spyrjið bara Rússa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun