Áskorun til dómsmálaráðherra Ágústa Rúnarsdóttir, Gunnar Páll Júlíusson, Helgi Hlynsson og Jóhann Ágústsson skrifa 5. febrúar 2024 11:00 Umræða um heildarstefnu á sviði fangelsismála á Íslandi hefur verið áberandi á undanförnum vikum og mánuðum og sú aukna athygli sem málaflokkurinn hefur fengið er löngu tímabær og þörf. Í desember 2023 sendu Ríkisendurskoðun og Umboðsmaður Alþingis frá sér svartar skýrslur um stöðu fangelsismála á Íslandi og í síðustu viku sýndi RÚV umfjöllun Kveiks um fangelsið á Litla-Hrauni. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og allir hlutaðeigandi aðilar virðast sammála um að við núverandi ástand verði ekki unað, hvorki hvað varðar aðstöðu til afplánunar og árangurinn af henni né það starfsumhverfi sem fangavörðum er ætlað að vinna í. Á Litla-Hrauni, þar sem yfir helmingur allra fangavarða á Íslandi starfar, er húsakostur rekinn á undaþágum. Til stendur að bæta vistarverur fanga á Litla-Hrauni á næstu mánuðum þar sem ekki þykir forsvaranlegt að hýsa þá við núverandi aðstæður næstu fimm árin þar til nýtt fangelsi rís. Lítið hefur hins vegar heyrst af áætlunum um að bæta vinnuaðstöðu fangavarða á Litla-Hrauni á sama tímabili. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 4. desember sl. kemur fram að engin mannauðsstefna hafi litið dagsins ljós síðan mannauðsstjóri var fyrst ráðinn til Fangelsismálastofnunar árið 2019 og að engin starfsmannasamtöl fari fram við fangaverði. Í skýrslunni kemur einnig fram að há veikindatíðni fangavarða á Litla-Hrauni sé áhyggjuefni og í viðbrögðum Fangelsismálastofnunar við drögum skýrslunnar kemur fram að fangavarðastarfinu fylgi mikið álag sem gæti að hluta til skýrt háa veikindatíðni. Fulltrúar Fangavarðafélags Íslands, SFR (nú Sameyki) og Fangelsismálastofnunar undirrituðu stofnanasamning 15. júní 2017 og samkvæmt ákvæðum í þágildandi og núgildandi kjarasamningum skal endurskoða það samkomulag á tveggja ára fresti. Ríkisendurskoðun segir í skýrslu sinni frá 4. desember að það sé grundvallaratriði að samningsaðilar vinni í samræmi við ákvæði um endurskoðun stofnanasamnings. Þrátt fyrir þetta er núverandi stofnanasamningur fangavarða við Fangelsismálastofnun á sjöunda ári og lítið virðist þokast í samkomulagsátt. Líklegt verður að teljast að starfsaðstaða fangavarða í stærsta öryggisfangelsi á Íslandi verði ekki lagfærð á næstu fimm árum. Þá er ljóst að andlegt og líkamlegt álag á fangaverði er mikið og engar líkur á að það fari minnkandi. Því skora trúnaðarmenn starfsmanna Litla-Hrauns á dómsmálaráðherra að greiða fyrir gerð nýs stofnanasamnings við fangaverði. Þegar ekki er hægt að tryggja embættismönnum hjá íslenska ríkinu mannsæmandi vinnuaðstöðu og álag í starfi er fast við efri mörk hlýtur það að vera eitt af forgangsmálum ráðherra dómsmála að hlutast til um kjarasamningsbundna endurskoðun stofnanasamnings með opnum huga og auknu fjármagni. Litla-Hrauni 5. febrúar 2024, Ágústa Rúnarsdóttir varatrúnaðarmaðurGunnar Páll Júlíusson öryggistrúnaðarmaðurHelgi Hlynsson öryggistrúnaðarmaðurJóhann Ágústsson trúnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Umræða um heildarstefnu á sviði fangelsismála á Íslandi hefur verið áberandi á undanförnum vikum og mánuðum og sú aukna athygli sem málaflokkurinn hefur fengið er löngu tímabær og þörf. Í desember 2023 sendu Ríkisendurskoðun og Umboðsmaður Alþingis frá sér svartar skýrslur um stöðu fangelsismála á Íslandi og í síðustu viku sýndi RÚV umfjöllun Kveiks um fangelsið á Litla-Hrauni. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og allir hlutaðeigandi aðilar virðast sammála um að við núverandi ástand verði ekki unað, hvorki hvað varðar aðstöðu til afplánunar og árangurinn af henni né það starfsumhverfi sem fangavörðum er ætlað að vinna í. Á Litla-Hrauni, þar sem yfir helmingur allra fangavarða á Íslandi starfar, er húsakostur rekinn á undaþágum. Til stendur að bæta vistarverur fanga á Litla-Hrauni á næstu mánuðum þar sem ekki þykir forsvaranlegt að hýsa þá við núverandi aðstæður næstu fimm árin þar til nýtt fangelsi rís. Lítið hefur hins vegar heyrst af áætlunum um að bæta vinnuaðstöðu fangavarða á Litla-Hrauni á sama tímabili. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 4. desember sl. kemur fram að engin mannauðsstefna hafi litið dagsins ljós síðan mannauðsstjóri var fyrst ráðinn til Fangelsismálastofnunar árið 2019 og að engin starfsmannasamtöl fari fram við fangaverði. Í skýrslunni kemur einnig fram að há veikindatíðni fangavarða á Litla-Hrauni sé áhyggjuefni og í viðbrögðum Fangelsismálastofnunar við drögum skýrslunnar kemur fram að fangavarðastarfinu fylgi mikið álag sem gæti að hluta til skýrt háa veikindatíðni. Fulltrúar Fangavarðafélags Íslands, SFR (nú Sameyki) og Fangelsismálastofnunar undirrituðu stofnanasamning 15. júní 2017 og samkvæmt ákvæðum í þágildandi og núgildandi kjarasamningum skal endurskoða það samkomulag á tveggja ára fresti. Ríkisendurskoðun segir í skýrslu sinni frá 4. desember að það sé grundvallaratriði að samningsaðilar vinni í samræmi við ákvæði um endurskoðun stofnanasamnings. Þrátt fyrir þetta er núverandi stofnanasamningur fangavarða við Fangelsismálastofnun á sjöunda ári og lítið virðist þokast í samkomulagsátt. Líklegt verður að teljast að starfsaðstaða fangavarða í stærsta öryggisfangelsi á Íslandi verði ekki lagfærð á næstu fimm árum. Þá er ljóst að andlegt og líkamlegt álag á fangaverði er mikið og engar líkur á að það fari minnkandi. Því skora trúnaðarmenn starfsmanna Litla-Hrauns á dómsmálaráðherra að greiða fyrir gerð nýs stofnanasamnings við fangaverði. Þegar ekki er hægt að tryggja embættismönnum hjá íslenska ríkinu mannsæmandi vinnuaðstöðu og álag í starfi er fast við efri mörk hlýtur það að vera eitt af forgangsmálum ráðherra dómsmála að hlutast til um kjarasamningsbundna endurskoðun stofnanasamnings með opnum huga og auknu fjármagni. Litla-Hrauni 5. febrúar 2024, Ágústa Rúnarsdóttir varatrúnaðarmaðurGunnar Páll Júlíusson öryggistrúnaðarmaðurHelgi Hlynsson öryggistrúnaðarmaðurJóhann Ágústsson trúnaðarmaður
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun