Tónlistarskólar fyrir alla! Magnús Lyngdal Magnússon skrifar 6. febrúar 2024 15:01 Hildur Guðnadóttir (2020 og 2021), Dísella Lárusdóttir (2022) og Laufey Lín Jónsdóttir (2024) eiga það sameiginlegt að hafa unnið nýlega til Grammy-verðlauna (og það eru fleiri dæmi um íslenska verðlaunahafa). Þær eiga það líka sameiginlegt að hafa gengið í tónlistarskóla hér á landi. Ég var svo lánsamur að ganga í tónlistarskóla og börnin mín hafa sem betur fer átt þess kost að læra tónlist. Því miður eru bara alls ekki öll börn jafn heppin. Tónlistarnám á Íslandi er dýrt og tekjuminni foreldrar eiga þess ekki kost að senda börnin sín í tónlistarskóla. Nú er sú staða uppi að í flestum tilvikum eru það aðeins félagslega sterk börn og ungmenni sem geta gengið tónlistarlegan menntaveg, enda þarf að kosta miklu til (þar á meðal skólagjöld og hljóðfærakaup svo dæmi séu tekin) og mér finnst það afleit þróun. Auðvitað verða ekki öll börn sem hefja tónlistarnám á endanum atvinnutónlistarfólk en bara það að fá að alast upp í tónlist kennir svo margt. Það felst til að mynda miklu meira í tónlistarkennslu en að kenna skala og æfingar sem nemandinn á svo að æfa endalaust heima – það er bara tækni. Tökum aftur á móti dæmi um að spila í skólahljómsveit. Hver og einn partur í tilteknu tónverki er hluti af heild og nemendur læra að hlusta eftir því sem aðrir eru að gera. Saman mynda ólík hljóðfæri hljóm sem allir nemendurnir eiga þannig þátt í að skapa. Ef nemendur leggja sig fram í spilamennskunni og hlusta vel myndast samhljómur. Kannski má einmitt segja að það sama gildi um samfélagið; það er samsett út ólíkum pörtum og hefur hver og einn sitt hlutverk. Lykillinn að farsæld er einmitt ekki hvað síst að hlusta á hvað aðrir eru að gera og það er eflaust mikilvægasta lexían sem nám í tónlist felur í sér. Við þurfum því að standa vörð um tónlistarskólana og leita allra leiða til þess að gefa öllum sem vilja leggja stund á tónlistarnám að eiga þess kost, burtséð frá félags- og fjárhagslegri stöðu foreldra. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grammy-verðlaunin Skóla - og menntamál Tónlistarnám Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Sjá meira
Hildur Guðnadóttir (2020 og 2021), Dísella Lárusdóttir (2022) og Laufey Lín Jónsdóttir (2024) eiga það sameiginlegt að hafa unnið nýlega til Grammy-verðlauna (og það eru fleiri dæmi um íslenska verðlaunahafa). Þær eiga það líka sameiginlegt að hafa gengið í tónlistarskóla hér á landi. Ég var svo lánsamur að ganga í tónlistarskóla og börnin mín hafa sem betur fer átt þess kost að læra tónlist. Því miður eru bara alls ekki öll börn jafn heppin. Tónlistarnám á Íslandi er dýrt og tekjuminni foreldrar eiga þess ekki kost að senda börnin sín í tónlistarskóla. Nú er sú staða uppi að í flestum tilvikum eru það aðeins félagslega sterk börn og ungmenni sem geta gengið tónlistarlegan menntaveg, enda þarf að kosta miklu til (þar á meðal skólagjöld og hljóðfærakaup svo dæmi séu tekin) og mér finnst það afleit þróun. Auðvitað verða ekki öll börn sem hefja tónlistarnám á endanum atvinnutónlistarfólk en bara það að fá að alast upp í tónlist kennir svo margt. Það felst til að mynda miklu meira í tónlistarkennslu en að kenna skala og æfingar sem nemandinn á svo að æfa endalaust heima – það er bara tækni. Tökum aftur á móti dæmi um að spila í skólahljómsveit. Hver og einn partur í tilteknu tónverki er hluti af heild og nemendur læra að hlusta eftir því sem aðrir eru að gera. Saman mynda ólík hljóðfæri hljóm sem allir nemendurnir eiga þannig þátt í að skapa. Ef nemendur leggja sig fram í spilamennskunni og hlusta vel myndast samhljómur. Kannski má einmitt segja að það sama gildi um samfélagið; það er samsett út ólíkum pörtum og hefur hver og einn sitt hlutverk. Lykillinn að farsæld er einmitt ekki hvað síst að hlusta á hvað aðrir eru að gera og það er eflaust mikilvægasta lexían sem nám í tónlist felur í sér. Við þurfum því að standa vörð um tónlistarskólana og leita allra leiða til þess að gefa öllum sem vilja leggja stund á tónlistarnám að eiga þess kost, burtséð frá félags- og fjárhagslegri stöðu foreldra. Höfundur er sagnfræðingur.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun