Máttu fjarlægja illa lyktandi hunda með saurugan feld af heimilinu Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2024 12:03 Hundarnir voru af tegundinni pomeranian. Myndin er úr safni. Getty Matvælastofnun var heimilt að fjarlægja tvo hunda af heimili eiganda síns í júlí á síðasta ári og ráðstafa þeim annað. Þetta er niðurstaða úrskurðar Matvælaráðuneytisins, en eigandinn lagði fram stjórnsýslukæru vegna sviptingarinnar. Matvælaráðuneytið segir ljóst að ákvörðun MAST hafi byggt á upplýsingum um óviðunandi meðferð á hundunum og aðbúnaði þeirra. Hún hafi líka byggt á skoðun dýralæknis og verið tekin í samráði við lögregluna á Suðurnesjum, en það var hún sem tilkynnti MAST um aðbúnað hundanna. Lögregla fékk tilkynningu um að útidyrahurð á heimilinu væri galopin og hefði verið það frá því kvöldið áður. Hundarnir tveir voru af tegundinni Pomerianian og fundust á umræddu heimili, húsi sem var mannlaust, þegar lögreglu bar að garði. Hundarnir voru einir og eftirlitslausir og að sögn lögreglu í slæmu ásigkomulagi. Í úrskurðinum segir að felldur hundanna hafi verið skítugur og hundaskítur um öll gólf hússins. Þá hafi þeir verið án vatns og smávegis af þurrmat hafi verið í einni skál í húsinu. Þá kom fram í skýrslu dýralæknis kemur að feldur hundanna hafi verið flæktur, saur og úrgangur hafi verið fastur í feld þeirra og klær orðnar aflaga vegna vanhirðu á klippingu. Jafnframt hafi verið slæm reykinga- og vanhirðulykt af hundunum, sem voru með tannstein og tannholdsbólgu. Það var samdóma álit lögreglu og Matvælastofnunar að aðbúnaður og ástand hundanna væri óboðlegur. Og líkt og áður segir ákvað MAST að framkvæma vörslusviptingu, og hundarnir teknir í burtu. Eigandinn kærði ákvörðunina og sagði að ekki hefði verið sýnt fram á að ástand og aðbúnaður hundana hafi verið líkt og lýst er að ofan til lengri tíma. Um hafi verið að ræða tilfallandi ástand. Að sögn eigandans fengu hundarnir fengið niðurgang eftir að hafa komist í roast beef samloku sem dóttir eigandans hafði verið að borða og af þeirri ástæðu hafi myndast skítakleprar í feldi þeirra. Eigandinn hafi ætlað að þrífa hundana en ekki verið búinn að því þegar lögreglu bar að garði. Þar að auki hafi hann ekki komist í það að klippa neglurnar á hundunum, en það hafi staðið til. Jafnframt vildi eigandinn meina að Matvælastofnun hafi ekki gætt meðalhófs og tekið umrædda ákvörðun, sem væri íþyngjandi, fljótfærnislega. Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að gætt hafi verið að meðalhófi. Öll gögn málsins bendi til þess að úrbætur þoldu enga bið. Ráðuneytið staðfesti því að ákvörðun MAST hafi verið réttmæt. Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Matvælaráðuneytið segir ljóst að ákvörðun MAST hafi byggt á upplýsingum um óviðunandi meðferð á hundunum og aðbúnaði þeirra. Hún hafi líka byggt á skoðun dýralæknis og verið tekin í samráði við lögregluna á Suðurnesjum, en það var hún sem tilkynnti MAST um aðbúnað hundanna. Lögregla fékk tilkynningu um að útidyrahurð á heimilinu væri galopin og hefði verið það frá því kvöldið áður. Hundarnir tveir voru af tegundinni Pomerianian og fundust á umræddu heimili, húsi sem var mannlaust, þegar lögreglu bar að garði. Hundarnir voru einir og eftirlitslausir og að sögn lögreglu í slæmu ásigkomulagi. Í úrskurðinum segir að felldur hundanna hafi verið skítugur og hundaskítur um öll gólf hússins. Þá hafi þeir verið án vatns og smávegis af þurrmat hafi verið í einni skál í húsinu. Þá kom fram í skýrslu dýralæknis kemur að feldur hundanna hafi verið flæktur, saur og úrgangur hafi verið fastur í feld þeirra og klær orðnar aflaga vegna vanhirðu á klippingu. Jafnframt hafi verið slæm reykinga- og vanhirðulykt af hundunum, sem voru með tannstein og tannholdsbólgu. Það var samdóma álit lögreglu og Matvælastofnunar að aðbúnaður og ástand hundanna væri óboðlegur. Og líkt og áður segir ákvað MAST að framkvæma vörslusviptingu, og hundarnir teknir í burtu. Eigandinn kærði ákvörðunina og sagði að ekki hefði verið sýnt fram á að ástand og aðbúnaður hundana hafi verið líkt og lýst er að ofan til lengri tíma. Um hafi verið að ræða tilfallandi ástand. Að sögn eigandans fengu hundarnir fengið niðurgang eftir að hafa komist í roast beef samloku sem dóttir eigandans hafði verið að borða og af þeirri ástæðu hafi myndast skítakleprar í feldi þeirra. Eigandinn hafi ætlað að þrífa hundana en ekki verið búinn að því þegar lögreglu bar að garði. Þar að auki hafi hann ekki komist í það að klippa neglurnar á hundunum, en það hafi staðið til. Jafnframt vildi eigandinn meina að Matvælastofnun hafi ekki gætt meðalhófs og tekið umrædda ákvörðun, sem væri íþyngjandi, fljótfærnislega. Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að gætt hafi verið að meðalhófi. Öll gögn málsins bendi til þess að úrbætur þoldu enga bið. Ráðuneytið staðfesti því að ákvörðun MAST hafi verið réttmæt.
Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira