Halda enn í vonina um loðnuvertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 12. mars 2024 10:31 Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Steingrímur Dúi Másson Fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunar eru ekki búnir að gefa upp vonina um að nægilega stórar loðnutorfur gætu fundist þennan veturinn til að heimila veiðar. Þannig er fiskiskipinu Heimaey VE enn haldið í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum til að sigla út til loðnumælinga berist sterkar vísbendingar. „Það koma einhverjar loðnufréttir nærri daglega en engar sem við höfum metið vera af þeirri stærðargráðu að nauðsynlegt væri að senda Heimaey af stað til að kanna,“ segir fiskifræðingurinn Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Fyrir helgi bárust fréttir frá togurum á Vestfjarðamiðum og kannaði áhöfnin á Örfirisey þá loðnu. Niðurstaðan var að þar væri að mestu leyti ungloðna á ferð og því ekki vesturganga hrygningarloðnu. Einnig hafa borist fregnir af loðnu undan Húnaflóa sem og undan Suðausturlandi. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar hafa til þessa ekki séð ástæðu til að bregðast við. Heimaey VE-1, skip Ísfélagsins, er í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef kallið kemur.Vilhelm Gunnarsson „Við gerum ráð fyrir að Heimaey verði til taks allavega út þessa viku en munum endurmeta stöðuna undir lok vikunnar ef ekkert gerist þangað til,“ segir Guðmundur Óskarsson. Það var einmitt á þessum sama tíma í fyrra sem loðnuvertíðin stóð sem hæst. Flotinn var þá að mokveiða loðnu í norðanverðum Faxaflóa og út af Reykjanesi. Hún var þá komin að hrygningu og þar með hrognafull og í sínu verðmætasta formi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í beinni útsendingu frá Akranesi fyrir ári: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vísindi Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Akranes Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Norskri loðnu landað á Eskifirði en íslenski flotinn enn kvótalaus Fyrstu loðnu ársins hefur verið landað á Eskifirði. Hún var þó ekki úr íslensku skipi heldur norsku sem veiddi hana í Barentshafi. 7. mars 2024 18:03 Í viðbragðsstöðu vegna frétta af loðnugöngum Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Fiskiskipið Heimaey VE er haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef upplýsingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni. 6. mars 2024 14:00 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
„Það koma einhverjar loðnufréttir nærri daglega en engar sem við höfum metið vera af þeirri stærðargráðu að nauðsynlegt væri að senda Heimaey af stað til að kanna,“ segir fiskifræðingurinn Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Fyrir helgi bárust fréttir frá togurum á Vestfjarðamiðum og kannaði áhöfnin á Örfirisey þá loðnu. Niðurstaðan var að þar væri að mestu leyti ungloðna á ferð og því ekki vesturganga hrygningarloðnu. Einnig hafa borist fregnir af loðnu undan Húnaflóa sem og undan Suðausturlandi. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar hafa til þessa ekki séð ástæðu til að bregðast við. Heimaey VE-1, skip Ísfélagsins, er í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef kallið kemur.Vilhelm Gunnarsson „Við gerum ráð fyrir að Heimaey verði til taks allavega út þessa viku en munum endurmeta stöðuna undir lok vikunnar ef ekkert gerist þangað til,“ segir Guðmundur Óskarsson. Það var einmitt á þessum sama tíma í fyrra sem loðnuvertíðin stóð sem hæst. Flotinn var þá að mokveiða loðnu í norðanverðum Faxaflóa og út af Reykjanesi. Hún var þá komin að hrygningu og þar með hrognafull og í sínu verðmætasta formi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í beinni útsendingu frá Akranesi fyrir ári:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vísindi Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Akranes Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Norskri loðnu landað á Eskifirði en íslenski flotinn enn kvótalaus Fyrstu loðnu ársins hefur verið landað á Eskifirði. Hún var þó ekki úr íslensku skipi heldur norsku sem veiddi hana í Barentshafi. 7. mars 2024 18:03 Í viðbragðsstöðu vegna frétta af loðnugöngum Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Fiskiskipið Heimaey VE er haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef upplýsingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni. 6. mars 2024 14:00 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Norskri loðnu landað á Eskifirði en íslenski flotinn enn kvótalaus Fyrstu loðnu ársins hefur verið landað á Eskifirði. Hún var þó ekki úr íslensku skipi heldur norsku sem veiddi hana í Barentshafi. 7. mars 2024 18:03
Í viðbragðsstöðu vegna frétta af loðnugöngum Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Fiskiskipið Heimaey VE er haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef upplýsingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni. 6. mars 2024 14:00