Markaðslausnir tryggja öruggari raforku Jón Skafti Gestsson skrifar 14. mars 2024 12:02 Íslenska raforkukerfið er einstakt. Hvergi annars staðar á jörðinni hefur einangruð eyja tekið upp 100% endurnýjanlegt raforkukerfi sem styður við þróað nútímasamfélag fyrir almenning og fyrirtæki. Þetta er afrek sem vert er að hafa í huga þegar við lítum til framtíðar raforkukerfisins og þess samfélags sem við viljum að það þjóni. Áskoranir framtíðarinnar eru nefnilega ólíkar verkefnum fortíðarinnar. Tími miðstýringar er liðinn og markaðslausnir eru vænlegasta leiðin til þess að ná settum markmiðum. Afhendingaröryggi raforku á sér margar hliðar, tæknilegar og viðskiptalegar. Margt þarf að ganga upp til að raforka sé bæði aðgengileg og áreiðanleg og það er ekki gefið að svo verði áfram þótt svo hafið að mestu leyti verið hingað til. Framboð þarf að vera til staðar til að mæta eftirspurn, flutnings- og dreifikerfi þurfa líka að geta afhent orkuna og saman þurfa allir notendur kerfisins þurfa að vera nægjanlega sveigjanlegir til að laga sig að aðstæðum hverju sinni. Fyrirséð er að styrkja þarf alla þessa þætti til að tryggja afhendingaröryggi raforku. Umræða um skerðingar á afhendingu raforku hefur varla farið fram hjá neinum. Umræðan er að hluta til birtingarmynd náttúrulegs breytileika endurnýjanlegs raforkukerfis sem er komið of nálægt hámarksafköstum. Það eru nefnilega blikur á lofti um framboð raforku. Samtök iðnaðarins ályktuðu nýlega um grafalvarlega stöðu í raforkumálum þar sem framboðsskortur var sagður þegar orðinn „dragbítur á verðmætasköpun“. Enduróma þar frásagnir fyrri ára um fjölmörg glötuð tækifæri vegna orkuskorts. Við þessa sögu bætist sú staðreynd að virkjanakostir í rammaáætlun duga ekki til að mæta orkuþörf framtíðarinnar. Fleira kemur þó til. Flutningskerfi raforku er of veikburða og ræður ekki við að flytja raforku landshluta á milli í nægjanlegu magni til að koma í veg fyrir skerðingar. Veturinn 2021-2022 námu skerðingar á afhendingu raforku um 300 GWst og kostnaðurinn sem þeim fylgdi hefur verið metinn á 5,3 milljarða króna. Svipuð og jafnvel verri staða hefur verið uppi þennan vetur en mat á kostnaðinum sem af hefur hlotist liggur ekki fyrir. Markaðslausnir eru nauðsynlegar til að tryggja sveigjanleika Raforkukerfi hafa þá sérstöðu að framboð og eftirspurn verða að vera í jafnvægi öllum stundum. Þess vegna er sveigjanleiki nauðsynlegur. Í grófum dráttum má segja að hingað til hafi íslenska raforkukerfið mætt þessu verkefni með tvennum hætti. Annars vegar hefur vatnsafl verið notað til að skapa sveigjanlegt framboð og hins vegar hafa verið samningsbundnar heimildir til þess að skerða afhendingu til einstakra notenda þegar tímabundinn framboðsskortur myndast. Þessi einfalda miðstýrða nálgun á afhendingaröryggi dugar ekki til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Skapa verður hvata til þess að auka sveigjanleika í bæði framboði og eftirspurn. Fyrir liggur að framboð af jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum í rammaáætlun dugar ekki til að mæta orkuskiptum og framtíðarþörfum samfélagsins. Því þurfa að koma til aðrir virkjanakostir og þá sérstaklega vindorka. Vindorkan hefur þann kost að vera ódýr í vinnslu en á móti kemur að hún er óstýranleg. Það þýðir einfaldlega að framboð raforku verður breytilegra en það hefur verið hingað til og meiri óvissa til skemmri tíma. Vaxandi hlutur vindorku mun því krefjast meiri sveigjanleika af öðrum aðilum raforkukerfisins, hvort sem um ræðir notendur eða framleiðendur. Virkar markaðslausnir með tíðum viðskiptum og verði sem tekur mið af framboði og eftirspurn er sú leið sem nágrannaþjóðir okkar nota til að tryggja þennan sveigjanleika. Virkar markaðslausnir skapa skýr verðmerki sem veita þær upplýsingar sem notendur kerfisins þurfa til að byggja upp og reka hagkvæmt raforkukerfi, bæði til lengri tíma og skemmri. Til lengri tíma eru virk verðmerki nauðsynlegar upplýsingar fyrir fjárfesta um skynsemi þess að auka framboð með byggingu virkjana. Með öðrum orðum laga virk verðmerki framboð að eftirspurn til lengri tíma. Til skamms tíma er hins vegar erfitt að auka framboð því aðdragandi nýrra virkjana er langur. Bygging virkjana tekur mörg ár. Virk verðmerki hafa því það hlutverk til skamms tíma að laga eftirspurnina að framboði svo draga megi úr óhagkvæmum skerðingum. Allt snýst um orkuskiptin Orkuskiptin eru stærsta verkefni okkar kynslóðar. Vísindamönnum ber saman um hættuna af loftslagsbreytingum og samstaða er meðal þjóðarinnar um að við eigum að standa við skuldbindingar okkar og ná kolefnishlutleysi. Til þess að svo megi verða þurfum við að skipta út eldsneyti fyrir raforku og hafa hraðar hendur. Við þurfum að byrja á því að styrkja flutningskerfi raforku og virkja markaðslausnir. Hvort tveggja mun greiða götu nýrra fjárfestinga í orkuvinnslu og tryggja að orkan fáist afhent. Aðeins þá geta orkuskiptin komið í kjölfarið. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenska raforkukerfið er einstakt. Hvergi annars staðar á jörðinni hefur einangruð eyja tekið upp 100% endurnýjanlegt raforkukerfi sem styður við þróað nútímasamfélag fyrir almenning og fyrirtæki. Þetta er afrek sem vert er að hafa í huga þegar við lítum til framtíðar raforkukerfisins og þess samfélags sem við viljum að það þjóni. Áskoranir framtíðarinnar eru nefnilega ólíkar verkefnum fortíðarinnar. Tími miðstýringar er liðinn og markaðslausnir eru vænlegasta leiðin til þess að ná settum markmiðum. Afhendingaröryggi raforku á sér margar hliðar, tæknilegar og viðskiptalegar. Margt þarf að ganga upp til að raforka sé bæði aðgengileg og áreiðanleg og það er ekki gefið að svo verði áfram þótt svo hafið að mestu leyti verið hingað til. Framboð þarf að vera til staðar til að mæta eftirspurn, flutnings- og dreifikerfi þurfa líka að geta afhent orkuna og saman þurfa allir notendur kerfisins þurfa að vera nægjanlega sveigjanlegir til að laga sig að aðstæðum hverju sinni. Fyrirséð er að styrkja þarf alla þessa þætti til að tryggja afhendingaröryggi raforku. Umræða um skerðingar á afhendingu raforku hefur varla farið fram hjá neinum. Umræðan er að hluta til birtingarmynd náttúrulegs breytileika endurnýjanlegs raforkukerfis sem er komið of nálægt hámarksafköstum. Það eru nefnilega blikur á lofti um framboð raforku. Samtök iðnaðarins ályktuðu nýlega um grafalvarlega stöðu í raforkumálum þar sem framboðsskortur var sagður þegar orðinn „dragbítur á verðmætasköpun“. Enduróma þar frásagnir fyrri ára um fjölmörg glötuð tækifæri vegna orkuskorts. Við þessa sögu bætist sú staðreynd að virkjanakostir í rammaáætlun duga ekki til að mæta orkuþörf framtíðarinnar. Fleira kemur þó til. Flutningskerfi raforku er of veikburða og ræður ekki við að flytja raforku landshluta á milli í nægjanlegu magni til að koma í veg fyrir skerðingar. Veturinn 2021-2022 námu skerðingar á afhendingu raforku um 300 GWst og kostnaðurinn sem þeim fylgdi hefur verið metinn á 5,3 milljarða króna. Svipuð og jafnvel verri staða hefur verið uppi þennan vetur en mat á kostnaðinum sem af hefur hlotist liggur ekki fyrir. Markaðslausnir eru nauðsynlegar til að tryggja sveigjanleika Raforkukerfi hafa þá sérstöðu að framboð og eftirspurn verða að vera í jafnvægi öllum stundum. Þess vegna er sveigjanleiki nauðsynlegur. Í grófum dráttum má segja að hingað til hafi íslenska raforkukerfið mætt þessu verkefni með tvennum hætti. Annars vegar hefur vatnsafl verið notað til að skapa sveigjanlegt framboð og hins vegar hafa verið samningsbundnar heimildir til þess að skerða afhendingu til einstakra notenda þegar tímabundinn framboðsskortur myndast. Þessi einfalda miðstýrða nálgun á afhendingaröryggi dugar ekki til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Skapa verður hvata til þess að auka sveigjanleika í bæði framboði og eftirspurn. Fyrir liggur að framboð af jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum í rammaáætlun dugar ekki til að mæta orkuskiptum og framtíðarþörfum samfélagsins. Því þurfa að koma til aðrir virkjanakostir og þá sérstaklega vindorka. Vindorkan hefur þann kost að vera ódýr í vinnslu en á móti kemur að hún er óstýranleg. Það þýðir einfaldlega að framboð raforku verður breytilegra en það hefur verið hingað til og meiri óvissa til skemmri tíma. Vaxandi hlutur vindorku mun því krefjast meiri sveigjanleika af öðrum aðilum raforkukerfisins, hvort sem um ræðir notendur eða framleiðendur. Virkar markaðslausnir með tíðum viðskiptum og verði sem tekur mið af framboði og eftirspurn er sú leið sem nágrannaþjóðir okkar nota til að tryggja þennan sveigjanleika. Virkar markaðslausnir skapa skýr verðmerki sem veita þær upplýsingar sem notendur kerfisins þurfa til að byggja upp og reka hagkvæmt raforkukerfi, bæði til lengri tíma og skemmri. Til lengri tíma eru virk verðmerki nauðsynlegar upplýsingar fyrir fjárfesta um skynsemi þess að auka framboð með byggingu virkjana. Með öðrum orðum laga virk verðmerki framboð að eftirspurn til lengri tíma. Til skamms tíma er hins vegar erfitt að auka framboð því aðdragandi nýrra virkjana er langur. Bygging virkjana tekur mörg ár. Virk verðmerki hafa því það hlutverk til skamms tíma að laga eftirspurnina að framboði svo draga megi úr óhagkvæmum skerðingum. Allt snýst um orkuskiptin Orkuskiptin eru stærsta verkefni okkar kynslóðar. Vísindamönnum ber saman um hættuna af loftslagsbreytingum og samstaða er meðal þjóðarinnar um að við eigum að standa við skuldbindingar okkar og ná kolefnishlutleysi. Til þess að svo megi verða þurfum við að skipta út eldsneyti fyrir raforku og hafa hraðar hendur. Við þurfum að byrja á því að styrkja flutningskerfi raforku og virkja markaðslausnir. Hvort tveggja mun greiða götu nýrra fjárfestinga í orkuvinnslu og tryggja að orkan fáist afhent. Aðeins þá geta orkuskiptin komið í kjölfarið. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun