Afbrotavarnir gegn skipulögðum glæpum Karl Steinar Valsson skrifar 19. mars 2024 11:01 Afbrotavarnir eru eitt af mikilvægustu hlutverkum sem lögreglan gegnir. Heitið afbrotavarnir er fengið úr 1. grein lögreglulaga nr. 90/1996 þar sem hlutverk lögreglu eru skilgreind. Í b-lið segir svo [Hlutverk lögreglu er:] „að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins.“ Með ákvæðinu er lögð sú skylda á lögreglu að draga úr hættunni á afbrotum og hugsanlegum skaðlegum áhrifum þeirra á einstaklinga og samfélag okkar, þar með talið ótta við afbrot, með því að grípa inn í til að hafa áhrif á margvíslegar orsakir þeirra. Til þess að sinna þessu hlutverki þarf skýra stefnumörkun stjórnvalda og lagaheimildir, þverfaglegt samstarf við lykilaðila, menntaðan mannafla, ákvarðanatöku byggða á gögnum og aðgang að tækjum og búnaði sem þörf er á hverju sinni. Hlaðborð afbrota Í skýrslum greiningardeildar ríkislögreglustjóra koma fram áhyggjur af vaxandi umfangi skipulagðrar brotastarfsemi með aukinni notkun brotahópa á stafrænni tækni. Meðal þeirra brota sem slíkir hópar geta tengst eru alvarleg ofbeldisbrot, vændi, fíkniefnabrot, fjársvik, peningaþvætti og skipulagður þjófnaður. Fíkniefnamarkaðurinn hér líkist æ meira þeim evrópska þar sem viðskipti hafa færst yfir á smáforrit og samfélagsmiðla. Daglega verður almenningur var við skipulagða net- og tölvuglæpi og hafa tilkynnt atvik til CERT-ÍS tvöfaldast frá árinu 2019. Ein alvarlegasta birtingarmynd skipulagðrar glæpastarfsemi er mansal þ.m.t. vinnumansal, kynlífsmansal, nauðungarhjónaband, þvinguð afbrot eða þvingað betl auk allra birtingarmynda þess að börnum sé smyglað yfir landamæri, þau misnotuð eða sæti þrælkun. Benda upplýsingar lögreglu til þess að einstaklingar hafi verið fluttir til Íslands með skipulögðum hætti til að sæta mansali og misneytingu. Skýrari lagaheimildir Með auknum umsvifum skipulagðra brotahópa gæti íslenskt samfélag þróast lengra í átt að því sem hefur orðið raunin í nágrannaríkjum Íslands þar sem ofbeldisfullir brotahópar hafa náð fótfestu og skapað víðtækar neikvæðar afleiðingar fyrir samfélagið í heild sinni. Frumvarp það um breytingar á lögreglulögum sem nú liggur fyrir Alþingi er til þess fallið hjálpa til að færa íslenska löggjöf varðandi afbrotavarnir nær norrænni löggjöf, fylgja eftir þróun stafrænnar tækni og gera lögreglu kleift að sinna afbrotavarnahlutverki sínu á skilvirkari og betri hátt. Höfundur er yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Afbrotavarnir eru eitt af mikilvægustu hlutverkum sem lögreglan gegnir. Heitið afbrotavarnir er fengið úr 1. grein lögreglulaga nr. 90/1996 þar sem hlutverk lögreglu eru skilgreind. Í b-lið segir svo [Hlutverk lögreglu er:] „að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins.“ Með ákvæðinu er lögð sú skylda á lögreglu að draga úr hættunni á afbrotum og hugsanlegum skaðlegum áhrifum þeirra á einstaklinga og samfélag okkar, þar með talið ótta við afbrot, með því að grípa inn í til að hafa áhrif á margvíslegar orsakir þeirra. Til þess að sinna þessu hlutverki þarf skýra stefnumörkun stjórnvalda og lagaheimildir, þverfaglegt samstarf við lykilaðila, menntaðan mannafla, ákvarðanatöku byggða á gögnum og aðgang að tækjum og búnaði sem þörf er á hverju sinni. Hlaðborð afbrota Í skýrslum greiningardeildar ríkislögreglustjóra koma fram áhyggjur af vaxandi umfangi skipulagðrar brotastarfsemi með aukinni notkun brotahópa á stafrænni tækni. Meðal þeirra brota sem slíkir hópar geta tengst eru alvarleg ofbeldisbrot, vændi, fíkniefnabrot, fjársvik, peningaþvætti og skipulagður þjófnaður. Fíkniefnamarkaðurinn hér líkist æ meira þeim evrópska þar sem viðskipti hafa færst yfir á smáforrit og samfélagsmiðla. Daglega verður almenningur var við skipulagða net- og tölvuglæpi og hafa tilkynnt atvik til CERT-ÍS tvöfaldast frá árinu 2019. Ein alvarlegasta birtingarmynd skipulagðrar glæpastarfsemi er mansal þ.m.t. vinnumansal, kynlífsmansal, nauðungarhjónaband, þvinguð afbrot eða þvingað betl auk allra birtingarmynda þess að börnum sé smyglað yfir landamæri, þau misnotuð eða sæti þrælkun. Benda upplýsingar lögreglu til þess að einstaklingar hafi verið fluttir til Íslands með skipulögðum hætti til að sæta mansali og misneytingu. Skýrari lagaheimildir Með auknum umsvifum skipulagðra brotahópa gæti íslenskt samfélag þróast lengra í átt að því sem hefur orðið raunin í nágrannaríkjum Íslands þar sem ofbeldisfullir brotahópar hafa náð fótfestu og skapað víðtækar neikvæðar afleiðingar fyrir samfélagið í heild sinni. Frumvarp það um breytingar á lögreglulögum sem nú liggur fyrir Alþingi er til þess fallið hjálpa til að færa íslenska löggjöf varðandi afbrotavarnir nær norrænni löggjöf, fylgja eftir þróun stafrænnar tækni og gera lögreglu kleift að sinna afbrotavarnahlutverki sínu á skilvirkari og betri hátt. Höfundur er yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun