Safnar undirskriftum gegn foreldrum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2024 20:31 Saga Davíðsdóttir, formaður nemendafélagsins og nemi í 10. bekk i Laugalækjaskóla. Vísir/Einar Nemandi í 10.bekk Laugalækjarskóla segir kennara hafa hemil á árgangnum alla daga og því sé ekkert því til fyrirstöðu að þeir fari einir með krökkunum í útskriftarferð. Hún stofnaði því undirskriftalista til að mótmæla fjölda foreldra í ferðina. Undirskriftalistar hafa verið talsvert í umræðunni undanfarna daga, ekki síst vegna þess að í vikunni hafa um fjörutíu þúsund Íslendingar skrifað undir lista gegn Bjarna Benediktssyni í embætti forsætisráðherra. En þegar rennt er yfir virka lista á Ísland.is er einn sem vekur sérstaka athygli, listi sem ber yfirskriftina „Færri foreldrar í ferðina.“ Saga Davíðsdóttir, nemandi í 10. bekk í Laugalækjarskóla stendur fyrir undirskriftasöfnuninni sem snýst um að mótmæla hversu margir foreldrar fari með í útskriftarferð árgangsins. „Þetta byrjaði bara með því að ég var búin að heyra rosalega marga krakka tala um hvað það væru óþarflega margir foreldrar að fara með í ferðina. Það er oft djókað með þetta, „eigum við ekki að stofna undirskriftarlista,“ svo ég ákvað bara að skella mér í það,“ segir Saga. Um tuttugu manns hafa skráð sig á listann sem kemur Sögu á óvart þar sem hún var ekki farin að deila listanum neinsstaðar. Listinn gegn Bjarna Benediktssyni hafi ekki haft neitt með ákvörðun hennar að stofna eigin lista að gera. „Það er bara fólk sem er ekki í skólanum að skrifa undir þetta, sem mér finnst mjög fyndið. Ég veit bara ekkert hvar fólk fann þennan lista, en þetta er bara skemmtilegt. Mjög fyndið að fólk hafi kannski fundið minn lista þegar það ætlaði að skrá sig á Bjarna-listann.“ Árgangurinn er stór og gert er ráð fyrir einu foreldri fyrir hverja tíu nemendur. „Mér finnst það of mikið og krakkarnir eru alveg sammála. Ég hef meira segja heyrt í sumum kennurum sem finnst þetta óþarfi þar sem við erum talinn mjög góður árgangur. Við fórum saman í skólaferðalag í vetur með bara fimm kennurum og það var ekkert vesen.“ „Við fórum saman í skólaferðalag í vetur með bara fimm kennurum og það var ekkert vesen,“ segir Saga.Vísir/Einar Saga segir að kostnaður við ferðina spili líka inn ákvörðun sína um að stofna undirskriftalistann, en foreldrar borgi sig ekki í ferðina og því aukist kostnaðurinn hjá öllum. „Það eru bara ekki allir í sömu fjárhagslegri stöðu. Sextíu þúsund krónur fyrir útskriftarferð er ekki eins og tíu þúsund, eða bara þúsund kall. Mig langaði að minnka kostnaðinn fyrir þau sem hafa ekki efni á sextíu þúsund króna ferð upp úr þurru.“ Ertu vongóð um að þessi listi skili árangri? „Ég vona það! En ef ekki þá bara koma foreldrarnir með og það verður bara mjög gaman hjá okkur.“ Vilja njóta þess að vera unglingar Aðspurð um hvert útskriftarferðinni væri heitið var Saga ekki alveg með það á hreinu, enda hafði hún aðalega verið með hugann við foreldrana. Eftir símtal til mömmu komst það þó á hreint, til Skagafjarðar munu krakkarnir skunda. LaugalækjaskóliReykjavíkurborg En Saga er líka með skilaboð til hinna foreldranna, sem mögulega voru farnir að hlakka til ferðarinnar í Skagafjörð en hugsa sig sennilega tvisvar um núna. „Þið fóruð örugglega í ykkar útskriftarferð þegar þið voruð í 10. bekk. Það væri örugglega mjög gaman að hafa ykkur en helst vildum við bara fá að fara og njóta þess að vera unglingar. Kennararnir hafa hemil á okkur á hverjum degi þannig þau hljóta að geta það í tvo daga í viðbót.“ Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ferðalög Reykjavík Krakkar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Undirskriftalistar hafa verið talsvert í umræðunni undanfarna daga, ekki síst vegna þess að í vikunni hafa um fjörutíu þúsund Íslendingar skrifað undir lista gegn Bjarna Benediktssyni í embætti forsætisráðherra. En þegar rennt er yfir virka lista á Ísland.is er einn sem vekur sérstaka athygli, listi sem ber yfirskriftina „Færri foreldrar í ferðina.“ Saga Davíðsdóttir, nemandi í 10. bekk í Laugalækjarskóla stendur fyrir undirskriftasöfnuninni sem snýst um að mótmæla hversu margir foreldrar fari með í útskriftarferð árgangsins. „Þetta byrjaði bara með því að ég var búin að heyra rosalega marga krakka tala um hvað það væru óþarflega margir foreldrar að fara með í ferðina. Það er oft djókað með þetta, „eigum við ekki að stofna undirskriftarlista,“ svo ég ákvað bara að skella mér í það,“ segir Saga. Um tuttugu manns hafa skráð sig á listann sem kemur Sögu á óvart þar sem hún var ekki farin að deila listanum neinsstaðar. Listinn gegn Bjarna Benediktssyni hafi ekki haft neitt með ákvörðun hennar að stofna eigin lista að gera. „Það er bara fólk sem er ekki í skólanum að skrifa undir þetta, sem mér finnst mjög fyndið. Ég veit bara ekkert hvar fólk fann þennan lista, en þetta er bara skemmtilegt. Mjög fyndið að fólk hafi kannski fundið minn lista þegar það ætlaði að skrá sig á Bjarna-listann.“ Árgangurinn er stór og gert er ráð fyrir einu foreldri fyrir hverja tíu nemendur. „Mér finnst það of mikið og krakkarnir eru alveg sammála. Ég hef meira segja heyrt í sumum kennurum sem finnst þetta óþarfi þar sem við erum talinn mjög góður árgangur. Við fórum saman í skólaferðalag í vetur með bara fimm kennurum og það var ekkert vesen.“ „Við fórum saman í skólaferðalag í vetur með bara fimm kennurum og það var ekkert vesen,“ segir Saga.Vísir/Einar Saga segir að kostnaður við ferðina spili líka inn ákvörðun sína um að stofna undirskriftalistann, en foreldrar borgi sig ekki í ferðina og því aukist kostnaðurinn hjá öllum. „Það eru bara ekki allir í sömu fjárhagslegri stöðu. Sextíu þúsund krónur fyrir útskriftarferð er ekki eins og tíu þúsund, eða bara þúsund kall. Mig langaði að minnka kostnaðinn fyrir þau sem hafa ekki efni á sextíu þúsund króna ferð upp úr þurru.“ Ertu vongóð um að þessi listi skili árangri? „Ég vona það! En ef ekki þá bara koma foreldrarnir með og það verður bara mjög gaman hjá okkur.“ Vilja njóta þess að vera unglingar Aðspurð um hvert útskriftarferðinni væri heitið var Saga ekki alveg með það á hreinu, enda hafði hún aðalega verið með hugann við foreldrana. Eftir símtal til mömmu komst það þó á hreint, til Skagafjarðar munu krakkarnir skunda. LaugalækjaskóliReykjavíkurborg En Saga er líka með skilaboð til hinna foreldranna, sem mögulega voru farnir að hlakka til ferðarinnar í Skagafjörð en hugsa sig sennilega tvisvar um núna. „Þið fóruð örugglega í ykkar útskriftarferð þegar þið voruð í 10. bekk. Það væri örugglega mjög gaman að hafa ykkur en helst vildum við bara fá að fara og njóta þess að vera unglingar. Kennararnir hafa hemil á okkur á hverjum degi þannig þau hljóta að geta það í tvo daga í viðbót.“
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ferðalög Reykjavík Krakkar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira