Ótrúverðugt plan að annars góðum markmiðum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 3. maí 2024 10:01 Álit fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna liggur fyrir og er skýrt: Ný fjármálaáætlun geymir ekki betri verkfæri til að ná niður verðbólgu en sú síðasta. Áherslur eru ekki bara sagðar ógagnsæjar heldur ótrúverðugar. Útgjaldavöxturinn sé þannig að hann geti ekki borið sig. Ósjálfbær. Niðurstaðan af svona vinnubrögðum verður því miður alltaf þessi: Meiri lán ríkisins sem almenningur þarf að greiða dýru verði fyrir. Auðvitað er ekki trúverðugt að tala um milljarða aðgerðir sem hvergi eru sjáanlegar og ekki er að finna í tölum áætlunarinnar. Það geta aldrei verið annað en einhver bjartsýn markmið. Sjálft planið um hvernig eigi að ná fram aðgerðunum er hvergi að finna í áætlun ríkisstjórnarinnar. Vinna ríkisstjórnarflokkanna byggir ekki heldur á neinum greiningum um hvernig er hægt að fara betur með fjármagn eða auka framleiðni. Allt of lítið púður í fjármálaáætluninni fer í að ræða rekstur. Í rekstri ríkisins liggja hins vegar tækifæri til að fara betur með fjármuni. Verkefni ríkisins eru svo sannarlega misjafnlega brýn. Enn faraldur í fjármálunum? Kjarnaatriði í gagnrýni Fjármálaráðs er að útgjaldaaukning vegna heimsfaraldurs hafi reynst þrálátari en hægt sé að réttlæta. Þegar dró úr kostnaði vegna heimsfaraldurs var fjármunum bara eytt í annað. Þess vegna séu útgjöld hins opinbera í nýju fjármálaáætluninni meiri en þau voru fyrir covid. Ráðið bendir á að varla nein merki sjáist um að útgjöld ríkisins hafi minnkað eftir að aðgerðum stjórnvalda eftir heimsfaraldurinn lauk. Danir, Norðmenn og Svíar gáfu vel í aðgerðir til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs 2020 en þessi ríki voru svo komin niður á sama útgjaldastig ári síðar. Hér sé útgjaldastigið enn eins og í heimsfaraldri löngu eftir að honum lauk. Þessi gagnrýni Fjármálaráðs rímar við gagnrýni Viðreisnar um að það hafi verið kominn faraldur í fjármál ríkisins á vakt ríkisstjórnarflokkanna löngu fyrir heimsfaraldur - og hann lifi góðu lífi þar enn. Ríkisstjórnin er hluti vandans Skiptir þetta máli fyrir almenning? Já, almenningur og fyrirtæki þurfa að þola verðbólgu lengur þegar svona glannaskapur einkennir ríkisfjármálin. Ríkisfjármálin hér eru hluti af verðbólguvandanum en ekki hluti af lausninni. Nýjustu spár benda til að verðbólgumarkmið náist ekki fyrr en árið 2026. Ráðherrar hafa fagnað því sem sigri að verðbólga sé núna komin í 6%. Stjórnleysi eins og þetta hefur þær afleiðingar fyrir fyrirtækin að þau fá á sig 1% skattahækkun á næsta ári, líka þau minni og meðalstóru sem nú þegar eru að glíma við verðbólgu og háa vexti. Og þegar ríkisstjórn er ófær um að taka ákvarðanir þá gerist lítið annað en útgjöld aukast sjálfkrafa án þess að þjónusta við fólkið í landinu aukist eða innviðafjárfesting sé meiri. Fjármálaáætlun er í reynd uppfull af markmiðum sem eftir er að útfæra og kostnaðarmeta. Fólk þráir stöðugleika Óbreytt ástand í ríkisfjármálunum eru síðan sérstaklega vondar fréttir fyrir millistéttina, því hún verður áfram að taka á sig háan vaxtakostnað ofan á verðbólgu. Ástandið bitnar einna harðast á þeim sem þurfa að standa straum af mestu útgjöldunum miðað við tekjur, eins og ungu barnafólki. Fólk sem er með húsnæðislán og jafnvel námslán. Að ekki sé talað um fólk á leigumarkaði. Þegar Viðreisn hefur spurt hvers vegna þurfi margfalt hærri vexti hér en í nágrannalöndunum er svarið yfirleitt að það sé vegna þess að hér sé svo mikill hagvöxtur. Hagvöxtur á Íslandi er hins vegar minni á mann en í nágrannalöndum okkar. Þetta er síðan ástæða þess að fólk finnur ekki sérstaklega fyrir auknum lífsgæðum þrátt fyrir hagvöxtinn. Fólk finnur hins vegar verulega fyrir þenslunni sem birtist í mikilli verðbólgu, háum vöxtum og háu húsnæðisverði. Það er forgangsmál Viðreisnar að hér séu skapaðar aðstæður fyrir vaxtalækkanir. Stöðugleikann vantar og það er stöðugleiki sem fólk vill. Eftir að hafa lesið álit Fjármálaráðs mætti kannski orða niðurstöðu þeirra um fjármál ríkisstjórnarinnar þannig: Ótrúverðugt plan að annars góðum markmiðum. Allt gott sem sagt - nema hvað að planið gengur ekki upp. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Álit fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna liggur fyrir og er skýrt: Ný fjármálaáætlun geymir ekki betri verkfæri til að ná niður verðbólgu en sú síðasta. Áherslur eru ekki bara sagðar ógagnsæjar heldur ótrúverðugar. Útgjaldavöxturinn sé þannig að hann geti ekki borið sig. Ósjálfbær. Niðurstaðan af svona vinnubrögðum verður því miður alltaf þessi: Meiri lán ríkisins sem almenningur þarf að greiða dýru verði fyrir. Auðvitað er ekki trúverðugt að tala um milljarða aðgerðir sem hvergi eru sjáanlegar og ekki er að finna í tölum áætlunarinnar. Það geta aldrei verið annað en einhver bjartsýn markmið. Sjálft planið um hvernig eigi að ná fram aðgerðunum er hvergi að finna í áætlun ríkisstjórnarinnar. Vinna ríkisstjórnarflokkanna byggir ekki heldur á neinum greiningum um hvernig er hægt að fara betur með fjármagn eða auka framleiðni. Allt of lítið púður í fjármálaáætluninni fer í að ræða rekstur. Í rekstri ríkisins liggja hins vegar tækifæri til að fara betur með fjármuni. Verkefni ríkisins eru svo sannarlega misjafnlega brýn. Enn faraldur í fjármálunum? Kjarnaatriði í gagnrýni Fjármálaráðs er að útgjaldaaukning vegna heimsfaraldurs hafi reynst þrálátari en hægt sé að réttlæta. Þegar dró úr kostnaði vegna heimsfaraldurs var fjármunum bara eytt í annað. Þess vegna séu útgjöld hins opinbera í nýju fjármálaáætluninni meiri en þau voru fyrir covid. Ráðið bendir á að varla nein merki sjáist um að útgjöld ríkisins hafi minnkað eftir að aðgerðum stjórnvalda eftir heimsfaraldurinn lauk. Danir, Norðmenn og Svíar gáfu vel í aðgerðir til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs 2020 en þessi ríki voru svo komin niður á sama útgjaldastig ári síðar. Hér sé útgjaldastigið enn eins og í heimsfaraldri löngu eftir að honum lauk. Þessi gagnrýni Fjármálaráðs rímar við gagnrýni Viðreisnar um að það hafi verið kominn faraldur í fjármál ríkisins á vakt ríkisstjórnarflokkanna löngu fyrir heimsfaraldur - og hann lifi góðu lífi þar enn. Ríkisstjórnin er hluti vandans Skiptir þetta máli fyrir almenning? Já, almenningur og fyrirtæki þurfa að þola verðbólgu lengur þegar svona glannaskapur einkennir ríkisfjármálin. Ríkisfjármálin hér eru hluti af verðbólguvandanum en ekki hluti af lausninni. Nýjustu spár benda til að verðbólgumarkmið náist ekki fyrr en árið 2026. Ráðherrar hafa fagnað því sem sigri að verðbólga sé núna komin í 6%. Stjórnleysi eins og þetta hefur þær afleiðingar fyrir fyrirtækin að þau fá á sig 1% skattahækkun á næsta ári, líka þau minni og meðalstóru sem nú þegar eru að glíma við verðbólgu og háa vexti. Og þegar ríkisstjórn er ófær um að taka ákvarðanir þá gerist lítið annað en útgjöld aukast sjálfkrafa án þess að þjónusta við fólkið í landinu aukist eða innviðafjárfesting sé meiri. Fjármálaáætlun er í reynd uppfull af markmiðum sem eftir er að útfæra og kostnaðarmeta. Fólk þráir stöðugleika Óbreytt ástand í ríkisfjármálunum eru síðan sérstaklega vondar fréttir fyrir millistéttina, því hún verður áfram að taka á sig háan vaxtakostnað ofan á verðbólgu. Ástandið bitnar einna harðast á þeim sem þurfa að standa straum af mestu útgjöldunum miðað við tekjur, eins og ungu barnafólki. Fólk sem er með húsnæðislán og jafnvel námslán. Að ekki sé talað um fólk á leigumarkaði. Þegar Viðreisn hefur spurt hvers vegna þurfi margfalt hærri vexti hér en í nágrannalöndunum er svarið yfirleitt að það sé vegna þess að hér sé svo mikill hagvöxtur. Hagvöxtur á Íslandi er hins vegar minni á mann en í nágrannalöndum okkar. Þetta er síðan ástæða þess að fólk finnur ekki sérstaklega fyrir auknum lífsgæðum þrátt fyrir hagvöxtinn. Fólk finnur hins vegar verulega fyrir þenslunni sem birtist í mikilli verðbólgu, háum vöxtum og háu húsnæðisverði. Það er forgangsmál Viðreisnar að hér séu skapaðar aðstæður fyrir vaxtalækkanir. Stöðugleikann vantar og það er stöðugleiki sem fólk vill. Eftir að hafa lesið álit Fjármálaráðs mætti kannski orða niðurstöðu þeirra um fjármál ríkisstjórnarinnar þannig: Ótrúverðugt plan að annars góðum markmiðum. Allt gott sem sagt - nema hvað að planið gengur ekki upp. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun