Mikilvægi íþróttafélaga Lárus Sigurðsson skrifar 8. maí 2024 21:01 Íþróttafélögin á Íslandi eru á margan hátt einstakt fyrirbæri. Fyrirbæri sem eru að mínu mati gríðarlega vanmetin í íslensku samfélagi. Þau eru byggð upp af áhugamönnum um íþróttir, sjálfboðaliðum, sem unnu þrotlaust starf til þess að tryggja betri aðsöðu fyrir íþróttaiðkun. Íþróttafélögin á Íslandi eru almennaheilla félög, án eiganda. Aðkoma sveitarfélaga að íþróttafélögunum var í upphafi þeirra, afar takmörkuð. Fyrst var aðalega um að ræða lóðaúthlutanir en smátt og smátt komu sveitarfélögin meira inn í fjármögnun og uppbyggingu á mannvirkum. Rekstarstyrkir vegna íþrótta hafa líka komið frá sveitarfélögum og eru þeir misjafnir eftir landshlutum, borgum og bæjum. Í flestum tilfellum er um að ræða niðurgreiðslur á æfinga- og fasteignagjöldum og í einhverjum tilfellum viðhaldskostnaði á mannvirkjum. Einstaka sveitarfélög hafa gert enn betur og styrkja barna og afreksstarf með beinu fjárframlagi, en það er sjaldgæft. Engar greiðslur koma til íþróttafélaga frá ríkinu. Í dag stunda lang flest börn á Íslandi reglulegar íþróttir hjá íþróttafélagi og er hlutfallið mjög hátt í alþjóðlegum samanburði (t.d. um 80% 12 ára barna). Má nefna það hér að forsvarsmenn íþróttafélaga hér á landi kannast við ófáar erlendar sendinefndir sem hafa komið til Íslands frá öðrum löndum til þess að kynna sér starf íslenskra íþróttafélaga. Það segir sig sjálft að á síðustu áratugum hefur umfang á rekstri íþróttafélaga margfaldast. Mörg af stærstu félögum landsins velta nú yfir einum milljarði króna á ári. Starfsemin er yfirleitt undirmönnuð og erfiðara getur verið er að fá sjálfboðaliða til starfa í réttu hlutfalli við aukna starfsemi. Íþróttafélögin eru gríðarlega mikilvægur þáttur í okkar samfélagi og er aukinn aðsókn í þeirra starfsemi ekkert annað en fagnaðarefni. Íþróttirnar eru sennilega einn besti undirbúningur sem einstaklingur getur fengið fyrir lífið, fyrir utan það mikilvæga forvarnargildi sem í íþróttum felst. Íþróttafélögin eru í dag orðin stór hluti af okkar uppeldiskerfi, og er það vel. En rekstur flestra íþróttafélaga hefur verið mjög erfiður á undanförnum árum. Það má segja að á meðan aðsókn og kröfur á íþróttafélögin hafi aukist, hafi fjárhagsleg staða þeirra almennt veikst. Ég veit fyrir víst að mörg íþróttafélög eru að berjast í bökkum hver mánaðarmót að greiða starfsmönnum sínum laun og halda starfseminni gangandi. Ef ekki væri fyrir þrotlaust starf sjálfboðaliða íþróttafélagana, sem vinna gríðarlega óeigingjarnt staf, þá væri flest íþróttafélög landsins komin í greiðsluþrot. Að mínu mati þarf að fara líta á íþróttafélögin í landinu sem stóra stoð í uppeldisstarfinu, sem þau eru. Það þarf að verja íþróttafélögin og tryggja áfram það góða starf sem þau inna af hendi. Það er komnin tími á að enduhugsa og endurmeta starfsemi íþróttafélaga á Íslandi. Kröfur samfélagsins á íþróttafélögin eru að mörgu leiti óraunhæfar í dag, miða við það fjármagn sem þau hafa úr að moða. Þessu verður að breyta og það þarf að koma á samtali á milli íþróttafélagana og stjórnvalda til þess að tryggja að íþróttafélögin geti haldið áfram að vaxa og dafna og skila áfram því góða starfi sem þau hafa ávallt gert, í tengslum við auknar kröfur, aukinn iðkendafjölda og breyttu umhverfi í samfélaginu. Höfundur er fyrrverandi formaður Knattspyrnufélagsins Vals Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Sjá meira
Íþróttafélögin á Íslandi eru á margan hátt einstakt fyrirbæri. Fyrirbæri sem eru að mínu mati gríðarlega vanmetin í íslensku samfélagi. Þau eru byggð upp af áhugamönnum um íþróttir, sjálfboðaliðum, sem unnu þrotlaust starf til þess að tryggja betri aðsöðu fyrir íþróttaiðkun. Íþróttafélögin á Íslandi eru almennaheilla félög, án eiganda. Aðkoma sveitarfélaga að íþróttafélögunum var í upphafi þeirra, afar takmörkuð. Fyrst var aðalega um að ræða lóðaúthlutanir en smátt og smátt komu sveitarfélögin meira inn í fjármögnun og uppbyggingu á mannvirkum. Rekstarstyrkir vegna íþrótta hafa líka komið frá sveitarfélögum og eru þeir misjafnir eftir landshlutum, borgum og bæjum. Í flestum tilfellum er um að ræða niðurgreiðslur á æfinga- og fasteignagjöldum og í einhverjum tilfellum viðhaldskostnaði á mannvirkjum. Einstaka sveitarfélög hafa gert enn betur og styrkja barna og afreksstarf með beinu fjárframlagi, en það er sjaldgæft. Engar greiðslur koma til íþróttafélaga frá ríkinu. Í dag stunda lang flest börn á Íslandi reglulegar íþróttir hjá íþróttafélagi og er hlutfallið mjög hátt í alþjóðlegum samanburði (t.d. um 80% 12 ára barna). Má nefna það hér að forsvarsmenn íþróttafélaga hér á landi kannast við ófáar erlendar sendinefndir sem hafa komið til Íslands frá öðrum löndum til þess að kynna sér starf íslenskra íþróttafélaga. Það segir sig sjálft að á síðustu áratugum hefur umfang á rekstri íþróttafélaga margfaldast. Mörg af stærstu félögum landsins velta nú yfir einum milljarði króna á ári. Starfsemin er yfirleitt undirmönnuð og erfiðara getur verið er að fá sjálfboðaliða til starfa í réttu hlutfalli við aukna starfsemi. Íþróttafélögin eru gríðarlega mikilvægur þáttur í okkar samfélagi og er aukinn aðsókn í þeirra starfsemi ekkert annað en fagnaðarefni. Íþróttirnar eru sennilega einn besti undirbúningur sem einstaklingur getur fengið fyrir lífið, fyrir utan það mikilvæga forvarnargildi sem í íþróttum felst. Íþróttafélögin eru í dag orðin stór hluti af okkar uppeldiskerfi, og er það vel. En rekstur flestra íþróttafélaga hefur verið mjög erfiður á undanförnum árum. Það má segja að á meðan aðsókn og kröfur á íþróttafélögin hafi aukist, hafi fjárhagsleg staða þeirra almennt veikst. Ég veit fyrir víst að mörg íþróttafélög eru að berjast í bökkum hver mánaðarmót að greiða starfsmönnum sínum laun og halda starfseminni gangandi. Ef ekki væri fyrir þrotlaust starf sjálfboðaliða íþróttafélagana, sem vinna gríðarlega óeigingjarnt staf, þá væri flest íþróttafélög landsins komin í greiðsluþrot. Að mínu mati þarf að fara líta á íþróttafélögin í landinu sem stóra stoð í uppeldisstarfinu, sem þau eru. Það þarf að verja íþróttafélögin og tryggja áfram það góða starf sem þau inna af hendi. Það er komnin tími á að enduhugsa og endurmeta starfsemi íþróttafélaga á Íslandi. Kröfur samfélagsins á íþróttafélögin eru að mörgu leiti óraunhæfar í dag, miða við það fjármagn sem þau hafa úr að moða. Þessu verður að breyta og það þarf að koma á samtali á milli íþróttafélagana og stjórnvalda til þess að tryggja að íþróttafélögin geti haldið áfram að vaxa og dafna og skila áfram því góða starfi sem þau hafa ávallt gert, í tengslum við auknar kröfur, aukinn iðkendafjölda og breyttu umhverfi í samfélaginu. Höfundur er fyrrverandi formaður Knattspyrnufélagsins Vals
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar