Halla Hrund - Þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig? Tómas Ellert Tómasson skrifar 24. maí 2024 07:00 Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð. Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig – texti: Rúnar Júlíusson- Þegar ljóst varð að fram færu forsetakosningar í ár, vonaðist ég til að koma myndi fram manneskja sem byði fram krafta sína í embættið, sem væri alþýðleg og bæri virðingu fyrir þjóð sinni, landi, sögu og tungu. Manneskja sem væri vitur, klár, kæmi vel fyrir og bæri hag þjóðarinnar í nútíð og framtíð fyrir brjósti. Manneskja sem kæmi til dyranna eins og hún væri klædd. Manneskja sem ég gæti stoltur sagt frá að væri Forseti þjóðar minnar hvar sem ég verð. Ég er ekki ég, ég er annar Ég hef og hafði engan áhuga á því að fram kæmu manneskjur sem þættust vera eitthvað annað en þær eru. Því miður birtust tvær slíkar. Báðar eru að reyna að selja þjóðinni að þær séu ekki þær sjálfar heldur eitthvað allt annað. „Ég er ekki ég, ég er annar“ er söluræðan. Önnur manneskjan á sér þá sögu að segja eitt og gera annað auk þess að hafa verið í forsæti fyrir óvinsælustu ríkisstjórn Íslands fyrr og síðar, óvinsælli en „Skjaldborgar“ ríkisstjórnin á dánarbeði sínu. Og nú er hún búin með framboði sínu að setja Íslandsmet í kostnaði við ímyndarhernað sinn sem lýðnum er ljóst að eiginmaður hennar, Háskólaneminn til fjölda ára hefur ekki kostað. Hin manneskjan á sér þá sögu að hafa setið á fremsta skólabekk með þeim snillingum sem töldu sig hafa leyst gátuna, „Hvernig verður Ísland best í heimi“. Íslensku Einstyrnin komust meðal annars að þeirri niðurstöðu að ef það ætti að geta gerst að þá þyrfti sjálfbær nýting náttúruauðlinda að fela það í sér að náttúruauðlindirnar yrðu í auknum mæli í einkaeigu. Manneskja þessi hefur líkt og sú fyrrnefnda kostað miklu til, órætt er hvaðan sú kostun kemur en ljóst er að sá aðili stendur ei á hallandi fæti í lífinu. Það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig Halla Hrund, í upphafi þegar verið var að skora á þig að bjóða þig fram til forsetaembættisins sá ég strax að þarna var komin fram manneskja sem hefði alla þá kosti að bera sem ég óskaði mér að Forseti Íslands hefði. Ég þekkti þig ekki neitt, vissi þó að þú værir Orkumálastjóri og hefðir ritað amk. tvær skoðanagreinar á vísi sem ég hafði tekið eftir og lesið. Þar tók ég sérstaklega eftir því hve annt þér þykir um landið okkar, auðlindirnar og hve sterkt þú tókst til orða um þær alvarlegu afleiðingar sem skortur á raforku til heimila og venjulegra fyrirtækja gætu haft á daglegt líf samfélagsins. Við deilum þeirri sýn að græna orkan sé olía framtíðarinnar og að eignarhald á slíkum auðlindum þurfi að hugsa til langs tíma. Einnig erum við sammála um að Landsvirkjun sé ekki til sölu og eigi að vera í eigu almennings eins og verið hefur. Nú þegar að ég hef fengið að kynnast þér, séð hvaða manneskju þú hefur að geyma, fundið fyrir orkunni og útgeisluninni sem þú hefur að þá er það engin spurning í mínum huga að þú ert minn Forseti. Og já, það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig! Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð. Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig – texti: Rúnar Júlíusson- Þegar ljóst varð að fram færu forsetakosningar í ár, vonaðist ég til að koma myndi fram manneskja sem byði fram krafta sína í embættið, sem væri alþýðleg og bæri virðingu fyrir þjóð sinni, landi, sögu og tungu. Manneskja sem væri vitur, klár, kæmi vel fyrir og bæri hag þjóðarinnar í nútíð og framtíð fyrir brjósti. Manneskja sem kæmi til dyranna eins og hún væri klædd. Manneskja sem ég gæti stoltur sagt frá að væri Forseti þjóðar minnar hvar sem ég verð. Ég er ekki ég, ég er annar Ég hef og hafði engan áhuga á því að fram kæmu manneskjur sem þættust vera eitthvað annað en þær eru. Því miður birtust tvær slíkar. Báðar eru að reyna að selja þjóðinni að þær séu ekki þær sjálfar heldur eitthvað allt annað. „Ég er ekki ég, ég er annar“ er söluræðan. Önnur manneskjan á sér þá sögu að segja eitt og gera annað auk þess að hafa verið í forsæti fyrir óvinsælustu ríkisstjórn Íslands fyrr og síðar, óvinsælli en „Skjaldborgar“ ríkisstjórnin á dánarbeði sínu. Og nú er hún búin með framboði sínu að setja Íslandsmet í kostnaði við ímyndarhernað sinn sem lýðnum er ljóst að eiginmaður hennar, Háskólaneminn til fjölda ára hefur ekki kostað. Hin manneskjan á sér þá sögu að hafa setið á fremsta skólabekk með þeim snillingum sem töldu sig hafa leyst gátuna, „Hvernig verður Ísland best í heimi“. Íslensku Einstyrnin komust meðal annars að þeirri niðurstöðu að ef það ætti að geta gerst að þá þyrfti sjálfbær nýting náttúruauðlinda að fela það í sér að náttúruauðlindirnar yrðu í auknum mæli í einkaeigu. Manneskja þessi hefur líkt og sú fyrrnefnda kostað miklu til, órætt er hvaðan sú kostun kemur en ljóst er að sá aðili stendur ei á hallandi fæti í lífinu. Það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig Halla Hrund, í upphafi þegar verið var að skora á þig að bjóða þig fram til forsetaembættisins sá ég strax að þarna var komin fram manneskja sem hefði alla þá kosti að bera sem ég óskaði mér að Forseti Íslands hefði. Ég þekkti þig ekki neitt, vissi þó að þú værir Orkumálastjóri og hefðir ritað amk. tvær skoðanagreinar á vísi sem ég hafði tekið eftir og lesið. Þar tók ég sérstaklega eftir því hve annt þér þykir um landið okkar, auðlindirnar og hve sterkt þú tókst til orða um þær alvarlegu afleiðingar sem skortur á raforku til heimila og venjulegra fyrirtækja gætu haft á daglegt líf samfélagsins. Við deilum þeirri sýn að græna orkan sé olía framtíðarinnar og að eignarhald á slíkum auðlindum þurfi að hugsa til langs tíma. Einnig erum við sammála um að Landsvirkjun sé ekki til sölu og eigi að vera í eigu almennings eins og verið hefur. Nú þegar að ég hef fengið að kynnast þér, séð hvaða manneskju þú hefur að geyma, fundið fyrir orkunni og útgeisluninni sem þú hefur að þá er það engin spurning í mínum huga að þú ert minn Forseti. Og já, það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig! Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar