Stór skörð að fylla eftir að þúsundir drápust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2024 15:00 Dauðar kríur sem Ólafur gekk fram á. Ólafur K. Nielsen Þúsundir fugla hafa drepist á norðausutrhorni landsins eftir að vetrarveður gekk yfir landshlutann í upphafi mánaðar. Fuglafræðingur telur líklegt að allt mófuglavarp á svæðinu hafi misfarist. Líkt og nokkuð hefur verið fjallað um gerði aftakaveður á Norðausturlandi í upphafi mánaðar, en mikill og blautur snjór féll víða á svæðinu í þónokkra daga, til að mynda í Öxarfirði. „Þar snjóaði linnulítið í hátt í þrjá sólarhringa. Þegar upp var staðið þá var þetta örugglega 40 sentimetra djúpur snjór,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Hann er staddur fyrir norðan við rannsóknir á fálkum. Af ferðalagi sínu um Norðausturland segir hann augljóst að snjómagnið nái yfir víðfemt svæði. „Allt land, þegar þú ert kominn upp í svona 150 metra hæð yfir sjó, var alsnjóað. Það var snjór yfir öllu landi.“ Vaðfuglar á borð við jaðrakan eru meðal þeirra tegunda sem fóru illa út úr veðrinu.Ólafur K. Nielsen Krían viðkvæm fyrir afföllum Fjöldi mófugla hafi orðið fyrir barðinu á veðurofsanum, en einnig vaðfuglar og spörfuglar. Allir hafi þeir verið búnir að verpa. „Þar sem hretið beit hvað harðast, þar sem landið var á kafi í snjó, þar hefur allt varp alveg örugglega misfarist hjá mófuglum.“ Þá hafi fullorðnir fuglar einnig drepist vegna þess hve veðrið stóð yfir í langan tíma. Þá hafi sjófgular á borð við kríur einnig fundist dauðir á svæðinu. „Þetta eru alveg örugglega þúsundir fugla sem hafa drepist, alveg örugglega.“ Ólafur K. Nielsen er staddur á Norðausturlandi við fálkarannsóknir.vísir/egill Veðrið í upphafi mánaðar sé upptaktur að fækkunarári. Hversu lengi fuglarnir verði að fylla í skörðin ráðist af mismunandi lífsháttum þeirra, en tegundir séu misviðkvæmar fyrir fjöldadauða fullorðinna fugla. Þar sé krían sérstaklega viðkvæm. Margar fuglategundanna séu greinilega að reyna endurvarp. „Þeir sem eftir lifa syngja núna á fullu og dásama vorið,“ segir Ólafur. Fuglar Dýr Veður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Sjá meira
Líkt og nokkuð hefur verið fjallað um gerði aftakaveður á Norðausturlandi í upphafi mánaðar, en mikill og blautur snjór féll víða á svæðinu í þónokkra daga, til að mynda í Öxarfirði. „Þar snjóaði linnulítið í hátt í þrjá sólarhringa. Þegar upp var staðið þá var þetta örugglega 40 sentimetra djúpur snjór,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Hann er staddur fyrir norðan við rannsóknir á fálkum. Af ferðalagi sínu um Norðausturland segir hann augljóst að snjómagnið nái yfir víðfemt svæði. „Allt land, þegar þú ert kominn upp í svona 150 metra hæð yfir sjó, var alsnjóað. Það var snjór yfir öllu landi.“ Vaðfuglar á borð við jaðrakan eru meðal þeirra tegunda sem fóru illa út úr veðrinu.Ólafur K. Nielsen Krían viðkvæm fyrir afföllum Fjöldi mófugla hafi orðið fyrir barðinu á veðurofsanum, en einnig vaðfuglar og spörfuglar. Allir hafi þeir verið búnir að verpa. „Þar sem hretið beit hvað harðast, þar sem landið var á kafi í snjó, þar hefur allt varp alveg örugglega misfarist hjá mófuglum.“ Þá hafi fullorðnir fuglar einnig drepist vegna þess hve veðrið stóð yfir í langan tíma. Þá hafi sjófgular á borð við kríur einnig fundist dauðir á svæðinu. „Þetta eru alveg örugglega þúsundir fugla sem hafa drepist, alveg örugglega.“ Ólafur K. Nielsen er staddur á Norðausturlandi við fálkarannsóknir.vísir/egill Veðrið í upphafi mánaðar sé upptaktur að fækkunarári. Hversu lengi fuglarnir verði að fylla í skörðin ráðist af mismunandi lífsháttum þeirra, en tegundir séu misviðkvæmar fyrir fjöldadauða fullorðinna fugla. Þar sé krían sérstaklega viðkvæm. Margar fuglategundanna séu greinilega að reyna endurvarp. „Þeir sem eftir lifa syngja núna á fullu og dásama vorið,“ segir Ólafur.
Fuglar Dýr Veður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Sjá meira