„Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Jón Þór Stefánsson skrifar 10. ágúst 2024 10:52 Hildur Björnsdóttir og Dagur B. Eggertsson eru ekki á sama máli um skólamáltíðir. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Hildar sem er svar við færslu Dags á sama miðli. Málið varðar í grunninn ókeypis námsgögn og fyrirhugaðar ókeypis skólamáltíðir, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fjallaði um þetta í vikunni og sagði skóla safna of miklu af ónotuðum námsgögnum með tilheyrandi kostnaði og sóun. Hún sagði fæsta foreldra þurfa á gjaldfrjálsum gögnum eða máltíðum að halda. Í færslu sinni minntist Dagur á að Reykjavíkurborg hefði komið ókeypis námsgögnum í skóla borgarinnar árið 2018. Að hans mati hefði breytingin verið góð í alla staði og orsakað aukinn jöfnuð meðal barna, og þá hefði hún líka sparað mikla fjármuni. Í haust munu skólamáltíðirnar bætast við, sem Dagur telur að verði einnig mikil kjarabót fyrir barnafólk. Hildur er á öðru máli, en hún tekur undir ummæli Áslaugar Örnu um að það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. „Enda þurfi fæstir foreldrar á slíkri meðgjöf að halda. Ég tel eðlilegt að beina slíkum stuðningi til þeirra sem mest þurfa á að halda,“ segir Hildur. Dagur fullyrti í færslu sinni að Sjálfstæðisflokkurinn væri komin algjörlega úr tengslum við venjulegar fjölskyldur. „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi,” segir Hildur um þau orð Dags. Líkt og áður segir heldur hún því fram að hann sé sá stjórnmálamaður samtímans sem hafi komið fjölskyldufólki í mest vandræði. „Enginn stjórnmálamaður samtímans hefur komið fjölskyldufólki í önnur eins vandræði og Dagur B. Eggertsson. Í hans borgarstjóratíð hefur biðlistavandi leikskólanna vaxið, meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla hækkað og leikskóla- og daggæslurýmum fækkað um 940! Hann hefur leitt þjónustuskerðingar innan leikskólanna sem mælast óhagfelldar vinnandi mæðrum, láglaunafólki og foreldrum með lítið bakland. Í hans borgarstjóratíð hefur tíminn sem fjölskyldur sóa í umferðinni jafnframt aukist verulega, möguleikar fjölskyldna á að koma sér þaki yfir höfuðið farið versnandi og skattbyrði á hverja vísitölufjölskyldu á meðallaunum aukist um 627 þúsund krónur árlega á föstu verðlagi.“ Í lok færslu sinnar segir hún að Dagur hefði gott af „kennslustund í ábyrgri meðför okkar sameiginlegu sjóða - og innsýn í líf venjulegra fjölskyldna sem eru að reyna að láta hversdaginn ganga upp í Reykjavík.” Borgarstjórn Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Hildar sem er svar við færslu Dags á sama miðli. Málið varðar í grunninn ókeypis námsgögn og fyrirhugaðar ókeypis skólamáltíðir, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fjallaði um þetta í vikunni og sagði skóla safna of miklu af ónotuðum námsgögnum með tilheyrandi kostnaði og sóun. Hún sagði fæsta foreldra þurfa á gjaldfrjálsum gögnum eða máltíðum að halda. Í færslu sinni minntist Dagur á að Reykjavíkurborg hefði komið ókeypis námsgögnum í skóla borgarinnar árið 2018. Að hans mati hefði breytingin verið góð í alla staði og orsakað aukinn jöfnuð meðal barna, og þá hefði hún líka sparað mikla fjármuni. Í haust munu skólamáltíðirnar bætast við, sem Dagur telur að verði einnig mikil kjarabót fyrir barnafólk. Hildur er á öðru máli, en hún tekur undir ummæli Áslaugar Örnu um að það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. „Enda þurfi fæstir foreldrar á slíkri meðgjöf að halda. Ég tel eðlilegt að beina slíkum stuðningi til þeirra sem mest þurfa á að halda,“ segir Hildur. Dagur fullyrti í færslu sinni að Sjálfstæðisflokkurinn væri komin algjörlega úr tengslum við venjulegar fjölskyldur. „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi,” segir Hildur um þau orð Dags. Líkt og áður segir heldur hún því fram að hann sé sá stjórnmálamaður samtímans sem hafi komið fjölskyldufólki í mest vandræði. „Enginn stjórnmálamaður samtímans hefur komið fjölskyldufólki í önnur eins vandræði og Dagur B. Eggertsson. Í hans borgarstjóratíð hefur biðlistavandi leikskólanna vaxið, meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla hækkað og leikskóla- og daggæslurýmum fækkað um 940! Hann hefur leitt þjónustuskerðingar innan leikskólanna sem mælast óhagfelldar vinnandi mæðrum, láglaunafólki og foreldrum með lítið bakland. Í hans borgarstjóratíð hefur tíminn sem fjölskyldur sóa í umferðinni jafnframt aukist verulega, möguleikar fjölskyldna á að koma sér þaki yfir höfuðið farið versnandi og skattbyrði á hverja vísitölufjölskyldu á meðallaunum aukist um 627 þúsund krónur árlega á föstu verðlagi.“ Í lok færslu sinnar segir hún að Dagur hefði gott af „kennslustund í ábyrgri meðför okkar sameiginlegu sjóða - og innsýn í líf venjulegra fjölskyldna sem eru að reyna að láta hversdaginn ganga upp í Reykjavík.”
Borgarstjórn Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira