Að hjóla í manninn! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar 6. september 2024 21:01 Nú get ég ekki orða bundist lengur og sé mig knúinn til að leggja orð í belg, slík er orrahríðin. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps er gæjinn á grillinu hjá ÖLLUM hinum réttlátu, réttsýnu og sanngjörnu. Halli eins og hann er gjarnan kallaður hefur komið með öflugt innlegg fyrir hin „fjársterku“ orkusveitarfélög sem vilja ekki sameinast. Undirritaður er reyndar oddviti orkusveitarfélagsins Húnabyggðar sem er tvísameinað sveitarfélag á síðustu tveimur árum og er nú að lenda í þeirri stöðu að vera beinlínis svikið um það sem því var lofað af ráðherra og embættismönnum í því vinnuferli. Ekki nóg með það heldur áttu að koma miklir fjármunir í héraðið samkvæmt reglum jöfnunarsjóðs, en nei, einhverjir þarna syðra settu allar reiknivélar á fullt og fjármunirnir voru reiknaðir út af svæðinu. Þetta hentar ekki, við breytum bara reglunum, eftirá, fagleg stjórnsýsla það. Valdi fylgir ábyrgð! Hvaða sveitarfélög eru það sem þurfa að lúta 60 ára gamalli reglu sem segir að þau eigi ekki að fá að innheimta að fullu fasteignagjöld eins og önnur sveitarfélög gera, ahh jú það eru víst hin sterk efnuðu orkusveitarfélög. Hvet þá sem vilja kynna sér málið, að bera saman ársreikninga Húnabyggðar og Hvalfjarðarsveitar, hið fyrrnefnda er eins og áður sagði orkusveitarfélag en orkan er notuð í því síðarnefnda. Afhverju þarf að hlunnfæra sum sveitarfélög en ekki önnur, við erum líka íbúar á íslandi. Mér persónulega finnst það svolítið sérstakt þegar ráðamenn hafa áhyggjur af því að eitthvað sveitarfélag verði „sterk efnað“. Ég hefði haldið að það væri kostur að sveitarfélög séu sjálfbær og geti sinnt sínum íbúum vel. Ég get ekki séð að það sé sturlað fjaðrafok yfir þeim sveitarfélögum sem standa vel í dag og það sé verið að vinna aðgerðir til að minnka þeirra tekjur. Það er búið að lofa því að frumvarpið sé að koma, en hvenær? Í haust, mögulega það seint sett fram að það fer ekki í gegn á þessu þingi? Hverjum hentar það? Hver sér um frumvarpið, eru það kannski aðilar sem kjósa að skammta nýlendum á landsbyggðinni úr hnefa, og óar við því að það skuli renna fjármunir til þeirra sem samkvæmt lögum ættu að fá þá? Freistnivandinn umtalaði er nefnilega orðinn ríkisstjórnarinnar og dráttur málsins fram úr hófi. Húnabyggð er jú ríkt samfélag. Við erum rík af mannauð,við erum rík af náttúru og víðernum, við erum rík af allskonar, en við erum líka rík af innviðaskuldum við íbúa okkar og við erum einstaklega rík af afskiptaleysi í samgöngumálum. Ekki gera ekki neitt! Er slagorð sem væntanlega er smíðað af snjöllum lögfræðingum, held að lögfræðingarnir og félagar á hinu háa alþingi ættu tileinka sér það líka. Höfundur er oddviti í sameinaða orkusveitarfélaginu Húnabyggð og oddviti sjálfstæðismanna og óháðra í Húnabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnabyggð Orkumál Vindorka Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Nú get ég ekki orða bundist lengur og sé mig knúinn til að leggja orð í belg, slík er orrahríðin. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps er gæjinn á grillinu hjá ÖLLUM hinum réttlátu, réttsýnu og sanngjörnu. Halli eins og hann er gjarnan kallaður hefur komið með öflugt innlegg fyrir hin „fjársterku“ orkusveitarfélög sem vilja ekki sameinast. Undirritaður er reyndar oddviti orkusveitarfélagsins Húnabyggðar sem er tvísameinað sveitarfélag á síðustu tveimur árum og er nú að lenda í þeirri stöðu að vera beinlínis svikið um það sem því var lofað af ráðherra og embættismönnum í því vinnuferli. Ekki nóg með það heldur áttu að koma miklir fjármunir í héraðið samkvæmt reglum jöfnunarsjóðs, en nei, einhverjir þarna syðra settu allar reiknivélar á fullt og fjármunirnir voru reiknaðir út af svæðinu. Þetta hentar ekki, við breytum bara reglunum, eftirá, fagleg stjórnsýsla það. Valdi fylgir ábyrgð! Hvaða sveitarfélög eru það sem þurfa að lúta 60 ára gamalli reglu sem segir að þau eigi ekki að fá að innheimta að fullu fasteignagjöld eins og önnur sveitarfélög gera, ahh jú það eru víst hin sterk efnuðu orkusveitarfélög. Hvet þá sem vilja kynna sér málið, að bera saman ársreikninga Húnabyggðar og Hvalfjarðarsveitar, hið fyrrnefnda er eins og áður sagði orkusveitarfélag en orkan er notuð í því síðarnefnda. Afhverju þarf að hlunnfæra sum sveitarfélög en ekki önnur, við erum líka íbúar á íslandi. Mér persónulega finnst það svolítið sérstakt þegar ráðamenn hafa áhyggjur af því að eitthvað sveitarfélag verði „sterk efnað“. Ég hefði haldið að það væri kostur að sveitarfélög séu sjálfbær og geti sinnt sínum íbúum vel. Ég get ekki séð að það sé sturlað fjaðrafok yfir þeim sveitarfélögum sem standa vel í dag og það sé verið að vinna aðgerðir til að minnka þeirra tekjur. Það er búið að lofa því að frumvarpið sé að koma, en hvenær? Í haust, mögulega það seint sett fram að það fer ekki í gegn á þessu þingi? Hverjum hentar það? Hver sér um frumvarpið, eru það kannski aðilar sem kjósa að skammta nýlendum á landsbyggðinni úr hnefa, og óar við því að það skuli renna fjármunir til þeirra sem samkvæmt lögum ættu að fá þá? Freistnivandinn umtalaði er nefnilega orðinn ríkisstjórnarinnar og dráttur málsins fram úr hófi. Húnabyggð er jú ríkt samfélag. Við erum rík af mannauð,við erum rík af náttúru og víðernum, við erum rík af allskonar, en við erum líka rík af innviðaskuldum við íbúa okkar og við erum einstaklega rík af afskiptaleysi í samgöngumálum. Ekki gera ekki neitt! Er slagorð sem væntanlega er smíðað af snjöllum lögfræðingum, held að lögfræðingarnir og félagar á hinu háa alþingi ættu tileinka sér það líka. Höfundur er oddviti í sameinaða orkusveitarfélaginu Húnabyggð og oddviti sjálfstæðismanna og óháðra í Húnabyggð.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun