„Bara“ kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar 17. september 2024 11:01 „Núna er nóg“var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum. Kennarar eru einu sinni enn samningslausir. Og það hefur sýnt sig í umræðum ákveðinna aðila sem rætt hafa menntamál af einurð í fjölmiðlum undanfarið. Skólafólk fagnar umræðu um menntamál. Umræðu sem er sanngjörn, rýnir til gagns og jafnvel bendir um leið á það sem skólakerfið gerir vel. En umræðan undanfarið einkennist ekki af slíkri rýni heldur orðræðu sem gagngert talar kennara niður og á að sannfæra þá um að þeir séu afleitir í sínu starfi og ættu því ekki að voga sér að gera miklar kröfur í komandi samningum. Það er vont fyrir fagfólk að sitja undir slíku en það veit líka betur. Fagfólkið erum við öll sem störfum innan skólanna og byggjum grunn undir þau mikilvægu skólasamfélög sem dafna á hverjum stað. Skólakerfið okkar er sannarlega mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Við höfum skóla án aðgreiningar, gjaldfrjálsar skólamáltíðir og gjaldfrjáls námsgögn. Skólarnir eru hjarta hvers samfélags og starfsfólk skólanna er drifkrafturinn. Starfsfólk skólanna var heldur betur minnt á það í Covid faraldrinum, framlínustarfsmenn öll sem eitt, en núna hefur töluvert fennt yfir það umræðunni. Núna erum þau kostnaður sem má helst ekki hækka. Samstaða hefur aldrei verið mikilvægari en núna. Sum innan skólasamfélagsins hafa upplifað verkföll og langar sennilega engum í þá vegferð aftur. En öll viljum við að á okkur sé hlustað. Og nú sem aldrei fyrr þurfum við að hafa rödd. Samstillta rödd um að fjárfesta þurfi í kennurum. Og vera tilbúin að grípa til aðgerða til að á okkur sé hlustað. Kennarasamband Íslands fór af stað í ímyndarherferð nú á dögunum undir yfirskriftinni fjárfestum í kennurum, til að minna á mikilvægi kennaramenntunnar. Fljótlega heyrðust raddir um að þetta væri nú ekki nógu og gott. Að kennarar væru að setja sig á háan hest gagnvart öðrum sem starfa sem leiðbeinendur. En er það? Staðreyndin er sú að einn af hverjum fimm sem kenna í grunnskólum eru leiðbeinendur. Það er kannski ekki ennþá staðan í dreifðari byggð, en það er a.m.k. staðan á höfuðborgarsvæðinu og staða sem að óbreyttu teygir sig með tímanum um allt land. Og tölfræðin sýnir að þessi eini af fimm stoppar ekki lengi við. Hann er jafnvel bara að tryggja sér tímabundið starf meðan hann leitar að öðru varanlegra. Hann er nefnilega þrefalt ólíklegri en kennari að staldra við í starfi. Þetta þýðir aukið álag á kennara, sem draga vagninn í þeim óstöðugleika sem óneitanlega verður á vinnustaðnum vegna þessa. Við verðum að geta talað um stöðuna eins og hún er og hvað þarf til að breyta henni. Meiningin er ekki að draga aðra niður í þeirri umræðu. Margir grunnskólar hafa sannarlega verið heppnir með leiðbeinendur sem gjarna afla sér kennsluréttinda eftir kynnin af kennslu, því þau uppgötva hversu gott starfið er og hve vel þau passa inn í það. Og það er frábært þegar kennurum fjölgar á þann hátt. Við sem samfélag ættum oftar að minna okkur á mikilvægi skólastarfsins. Starfsfólk skólanna er ekki „bara“ kennari, „bara“ stuðningsfulltrúi, „bara“ skólaliði, heldur fólk sem skiptir máli fyrir þúsundir grunnskólanemenda. Starfsfólk skólanna er fasti punkturinn í lífi fjölda barna stærsta hluta ársins. Fólkið sem nemendur stóla á og treysta fyrir bæði erfiðum stundum og stórum í þeirra lífi. Og það er ekkert „bara“ við það. Höfundur er formaður Kennarasambands Norðurlands vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
„Núna er nóg“var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum. Kennarar eru einu sinni enn samningslausir. Og það hefur sýnt sig í umræðum ákveðinna aðila sem rætt hafa menntamál af einurð í fjölmiðlum undanfarið. Skólafólk fagnar umræðu um menntamál. Umræðu sem er sanngjörn, rýnir til gagns og jafnvel bendir um leið á það sem skólakerfið gerir vel. En umræðan undanfarið einkennist ekki af slíkri rýni heldur orðræðu sem gagngert talar kennara niður og á að sannfæra þá um að þeir séu afleitir í sínu starfi og ættu því ekki að voga sér að gera miklar kröfur í komandi samningum. Það er vont fyrir fagfólk að sitja undir slíku en það veit líka betur. Fagfólkið erum við öll sem störfum innan skólanna og byggjum grunn undir þau mikilvægu skólasamfélög sem dafna á hverjum stað. Skólakerfið okkar er sannarlega mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Við höfum skóla án aðgreiningar, gjaldfrjálsar skólamáltíðir og gjaldfrjáls námsgögn. Skólarnir eru hjarta hvers samfélags og starfsfólk skólanna er drifkrafturinn. Starfsfólk skólanna var heldur betur minnt á það í Covid faraldrinum, framlínustarfsmenn öll sem eitt, en núna hefur töluvert fennt yfir það umræðunni. Núna erum þau kostnaður sem má helst ekki hækka. Samstaða hefur aldrei verið mikilvægari en núna. Sum innan skólasamfélagsins hafa upplifað verkföll og langar sennilega engum í þá vegferð aftur. En öll viljum við að á okkur sé hlustað. Og nú sem aldrei fyrr þurfum við að hafa rödd. Samstillta rödd um að fjárfesta þurfi í kennurum. Og vera tilbúin að grípa til aðgerða til að á okkur sé hlustað. Kennarasamband Íslands fór af stað í ímyndarherferð nú á dögunum undir yfirskriftinni fjárfestum í kennurum, til að minna á mikilvægi kennaramenntunnar. Fljótlega heyrðust raddir um að þetta væri nú ekki nógu og gott. Að kennarar væru að setja sig á háan hest gagnvart öðrum sem starfa sem leiðbeinendur. En er það? Staðreyndin er sú að einn af hverjum fimm sem kenna í grunnskólum eru leiðbeinendur. Það er kannski ekki ennþá staðan í dreifðari byggð, en það er a.m.k. staðan á höfuðborgarsvæðinu og staða sem að óbreyttu teygir sig með tímanum um allt land. Og tölfræðin sýnir að þessi eini af fimm stoppar ekki lengi við. Hann er jafnvel bara að tryggja sér tímabundið starf meðan hann leitar að öðru varanlegra. Hann er nefnilega þrefalt ólíklegri en kennari að staldra við í starfi. Þetta þýðir aukið álag á kennara, sem draga vagninn í þeim óstöðugleika sem óneitanlega verður á vinnustaðnum vegna þessa. Við verðum að geta talað um stöðuna eins og hún er og hvað þarf til að breyta henni. Meiningin er ekki að draga aðra niður í þeirri umræðu. Margir grunnskólar hafa sannarlega verið heppnir með leiðbeinendur sem gjarna afla sér kennsluréttinda eftir kynnin af kennslu, því þau uppgötva hversu gott starfið er og hve vel þau passa inn í það. Og það er frábært þegar kennurum fjölgar á þann hátt. Við sem samfélag ættum oftar að minna okkur á mikilvægi skólastarfsins. Starfsfólk skólanna er ekki „bara“ kennari, „bara“ stuðningsfulltrúi, „bara“ skólaliði, heldur fólk sem skiptir máli fyrir þúsundir grunnskólanemenda. Starfsfólk skólanna er fasti punkturinn í lífi fjölda barna stærsta hluta ársins. Fólkið sem nemendur stóla á og treysta fyrir bæði erfiðum stundum og stórum í þeirra lífi. Og það er ekkert „bara“ við það. Höfundur er formaður Kennarasambands Norðurlands vestra.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun