Alzheimer - mennska og mildi Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar 21. september 2024 08:00 Hinn 21. september er Alþjóðlegur dagur Alzheimer og mig langar að minna okkur öll á þau sem gleyma, þau sem eru greind með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar og hvað við hin getum gert til að efla lífsgæði þeirra. Við vitum öll, að heimurinn glímir við margskonar áskoranir og þær verða eingöngu tæklaðar með mennsku og mildi að leiðarljósi og það sama gildir um áskoranir okkar í hinu daglega lífi. Við hjá Alheimersamtökunum reynum að nýta okkur þessi sömu leiðarljós, mennsku og mildi, í þjónustu okkar við skjólstæðinga og aðstandendur þeirra. Við vitum, að sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að hollt mataræði, líkamleg, félagsleg og andleg heilsa skiptir verulegu máli og þess vegna leggjum við mikla áherslu á við skjólstæðinga okkar og aðstandendur þeirra, að til þess að efla lífsgæði á þeirri vegferð sem framundan er, þá er afar brýnt að hafa í alltaf í huga: að halda daglegri rútínu er mikilvægt og skapar öryggi að hollt mataræði skiptir miklu máli að alls kyns hreyfing er af hinu góða að félagsleg tengsl eru undirstaða vellíðunar að reyna á heilann með ýmsum þrautum kemur öllum til góða og við vitum að þessir þættir geta hamlað framgangi Alzheimer/heilabilunar Við vitum líka, að líðan skjólstæðinga okkar er margs konar, þeir geta verið áhyggjufullir, óöruggir og kvíðnir því einföldustu athafnir daglegs lífs eru þeim stundum um megn því þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera, þeir eru einfaldlega að missa færni til þess. Þá skiptir máli að við hin sýnum mennsku og mildi þegar við tölum saman og leiðbeinum í þessum erfiðu aðstæðum. Við skulum hafa í huga að í einstaklingi með heilabilun búa áfram tilfinningar og aðgát skal höfð í nærveru sálar. En við skulum líka hafa í huga að hugsanlega skynjar einstaklingur með heilabilun að fólkið hans hefur enn meiri áhyggjur en hann sjálfur, það finni líka fyrir kvíða, óöryggi og pínu örvæntingu og slík skynjun getur brotist út með ýmsum hætti en þá reynir á okkur hin að muna að sýna mennsku og mildi í öllum samskiptum. Við skulum alltaf hafa í huga að það er ekki bara svartnætti framundan þó sjúkdómurinn sé grimmur, það er líka von og það er margt sem við getum gert. Við getum til dæmis stuðlað að því að einstaklingur með heilabilun skynji væntumþykju og virðingu í sinn garð og að sjállfsvirðingu og sjálfsálitið sé haldið við. Það er okkar innleg og við getum vonandi jafnframt bætt líðan viðkomandi. Við vitum, að á þessari vegferð eru skrefin mörg og misjöfn en það er frumskylda samfélagsins að sjá til þess að þjónusta sé fyrir hendi í þessum sjúkdómi sem öðrum. Það á ekki að færa ábyrgðina yfir á aðstandendur og þeirra sé að sjá um einstaklinga sem greinast með heilabilun. Heilbrigðis- og félagslegakerfið þurfa að byggja brýr sín á milli til að auka þjónustuúræði og leita allra leiða til að efla lífsgæði þessara einstaklinga. Það mun ekki standa á Alzheimersamtökunum að taka þátt í þeirri vegferð. Að lokum minni ég alla á ráðstefnu okkar „Taktu málin í þínar hendur“ sem hefst klukkann 12:30 á Hótel Reykjavík Grand og einnig á frábæra fyrirlestra sem verða í Seiglunni 23. og 24. september en nálgast má frekari upplýsingar á alzheimer.is. Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 21. september er Alþjóðlegur dagur Alzheimer og mig langar að minna okkur öll á þau sem gleyma, þau sem eru greind með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar og hvað við hin getum gert til að efla lífsgæði þeirra. Við vitum öll, að heimurinn glímir við margskonar áskoranir og þær verða eingöngu tæklaðar með mennsku og mildi að leiðarljósi og það sama gildir um áskoranir okkar í hinu daglega lífi. Við hjá Alheimersamtökunum reynum að nýta okkur þessi sömu leiðarljós, mennsku og mildi, í þjónustu okkar við skjólstæðinga og aðstandendur þeirra. Við vitum, að sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að hollt mataræði, líkamleg, félagsleg og andleg heilsa skiptir verulegu máli og þess vegna leggjum við mikla áherslu á við skjólstæðinga okkar og aðstandendur þeirra, að til þess að efla lífsgæði á þeirri vegferð sem framundan er, þá er afar brýnt að hafa í alltaf í huga: að halda daglegri rútínu er mikilvægt og skapar öryggi að hollt mataræði skiptir miklu máli að alls kyns hreyfing er af hinu góða að félagsleg tengsl eru undirstaða vellíðunar að reyna á heilann með ýmsum þrautum kemur öllum til góða og við vitum að þessir þættir geta hamlað framgangi Alzheimer/heilabilunar Við vitum líka, að líðan skjólstæðinga okkar er margs konar, þeir geta verið áhyggjufullir, óöruggir og kvíðnir því einföldustu athafnir daglegs lífs eru þeim stundum um megn því þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera, þeir eru einfaldlega að missa færni til þess. Þá skiptir máli að við hin sýnum mennsku og mildi þegar við tölum saman og leiðbeinum í þessum erfiðu aðstæðum. Við skulum hafa í huga að í einstaklingi með heilabilun búa áfram tilfinningar og aðgát skal höfð í nærveru sálar. En við skulum líka hafa í huga að hugsanlega skynjar einstaklingur með heilabilun að fólkið hans hefur enn meiri áhyggjur en hann sjálfur, það finni líka fyrir kvíða, óöryggi og pínu örvæntingu og slík skynjun getur brotist út með ýmsum hætti en þá reynir á okkur hin að muna að sýna mennsku og mildi í öllum samskiptum. Við skulum alltaf hafa í huga að það er ekki bara svartnætti framundan þó sjúkdómurinn sé grimmur, það er líka von og það er margt sem við getum gert. Við getum til dæmis stuðlað að því að einstaklingur með heilabilun skynji væntumþykju og virðingu í sinn garð og að sjállfsvirðingu og sjálfsálitið sé haldið við. Það er okkar innleg og við getum vonandi jafnframt bætt líðan viðkomandi. Við vitum, að á þessari vegferð eru skrefin mörg og misjöfn en það er frumskylda samfélagsins að sjá til þess að þjónusta sé fyrir hendi í þessum sjúkdómi sem öðrum. Það á ekki að færa ábyrgðina yfir á aðstandendur og þeirra sé að sjá um einstaklinga sem greinast með heilabilun. Heilbrigðis- og félagslegakerfið þurfa að byggja brýr sín á milli til að auka þjónustuúræði og leita allra leiða til að efla lífsgæði þessara einstaklinga. Það mun ekki standa á Alzheimersamtökunum að taka þátt í þeirri vegferð. Að lokum minni ég alla á ráðstefnu okkar „Taktu málin í þínar hendur“ sem hefst klukkann 12:30 á Hótel Reykjavík Grand og einnig á frábæra fyrirlestra sem verða í Seiglunni 23. og 24. september en nálgast má frekari upplýsingar á alzheimer.is. Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun